Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   sun 28. apríl 2024 21:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Damir Muminovic.
Damir Muminovic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var geggjaður leikur," sagði Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks, eftir 2-3 sigur gegn KR í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 2 -  3 Breiðablik

Leikurinn var frábær skemmtun en Blikar voru sterkari aðilinn og tóku stigin þrjú með sér.

„Þetta byrjaði helvíti rólega en það var eðlilegt þar sem völlurinn er ekki góður. Einhvern veginn náðum við að vinna okkur inn í leikinn og mér fannst við vera með leikinn frá tíundu mínútu og til enda. Þetta voru klaufaleg tvö mörk sem við gáfum."

Það var hiti undir lok leiksins.

„Já, mér ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi. Mér er þá alls ekki sama. Eyþór (Aron Wöhler) keyrir inn í (Arnór) Gauta (Jónsson) eftir að hann var búinn að skalla boltann. Þetta er gjörsamlega galið og ég nenni ekki svona bulli," sagði Damir en Eyþór er fyrrum leikmaður Breiðabliks.

„Hann er að spila með öðru liði í dag og það er enginn vinur minn sem spilar með einhverju öðru liði á móti mér."

Það er gott fyrir Blika að komast aftur á sigurbraut eftir erfiða síðustu leiki. „Síðustu tveir leikir hafa ekki verið góðir af okkar hálfu og frammistaðan var ekki góð. Það vantaði attitjúd sem við sýndum svo í dag. Við settum hjarta í þetta."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner