„Þetta var geggjaður leikur," sagði Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks, eftir 2-3 sigur gegn KR í Bestu deildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: KR 2 - 3 Breiðablik
Leikurinn var frábær skemmtun en Blikar voru sterkari aðilinn og tóku stigin þrjú með sér.
„Þetta byrjaði helvíti rólega en það var eðlilegt þar sem völlurinn er ekki góður. Einhvern veginn náðum við að vinna okkur inn í leikinn og mér fannst við vera með leikinn frá tíundu mínútu og til enda. Þetta voru klaufaleg tvö mörk sem við gáfum."
Það var hiti undir lok leiksins.
„Já, mér ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi. Mér er þá alls ekki sama. Eyþór (Aron Wöhler) keyrir inn í (Arnór) Gauta (Jónsson) eftir að hann var búinn að skalla boltann. Þetta er gjörsamlega galið og ég nenni ekki svona bulli," sagði Damir en Eyþór er fyrrum leikmaður Breiðabliks.
„Hann er að spila með öðru liði í dag og það er enginn vinur minn sem spilar með einhverju öðru liði á móti mér."
Það er gott fyrir Blika að komast aftur á sigurbraut eftir erfiða síðustu leiki. „Síðustu tveir leikir hafa ekki verið góðir af okkar hálfu og frammistaðan var ekki góð. Það vantaði attitjúd sem við sýndum svo í dag. Við settum hjarta í þetta."
Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir