Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
Jón Þór ánægður með sína menn: Gríðarlegur styrkur hjá liðinu
Árni Marínó ósáttur með fyrri hálfleikinn: Eins og við værum ekki með í leiknum
Dóri ósáttur með leikmenn liðsins - „Skil ekki hvernig þetta er hægt“
Rúnar Páll: Þeir fá nánast ekkert færi á móti okkur
Kjartan Henry: Skiptir okkur miklu máli að fá fólkið með okkur
Sindri Kristinn: Ánægjulegt að geta loksins hjálpað liðinu
Daníel Hafsteins: Loksins dettur eitthvað með okkur
Haddi: Ekki auðvelt að vera neðstur og fá svona högg aftur og aftur
Rúnar Kristins: Virtumst vera með þetta í hendi
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Sigga fannst sínir menn litlir: Þurfa að svara fyrir það á miðvikudag
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
   sun 28. apríl 2024 21:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Damir Muminovic.
Damir Muminovic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var geggjaður leikur," sagði Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks, eftir 2-3 sigur gegn KR í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 2 -  3 Breiðablik

Leikurinn var frábær skemmtun en Blikar voru sterkari aðilinn og tóku stigin þrjú með sér.

„Þetta byrjaði helvíti rólega en það var eðlilegt þar sem völlurinn er ekki góður. Einhvern veginn náðum við að vinna okkur inn í leikinn og mér fannst við vera með leikinn frá tíundu mínútu og til enda. Þetta voru klaufaleg tvö mörk sem við gáfum."

Það var hiti undir lok leiksins.

„Já, mér ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi. Mér er þá alls ekki sama. Eyþór (Aron Wöhler) keyrir inn í (Arnór) Gauta (Jónsson) eftir að hann var búinn að skalla boltann. Þetta er gjörsamlega galið og ég nenni ekki svona bulli," sagði Damir en Eyþór er fyrrum leikmaður Breiðabliks.

„Hann er að spila með öðru liði í dag og það er enginn vinur minn sem spilar með einhverju öðru liði á móti mér."

Það er gott fyrir Blika að komast aftur á sigurbraut eftir erfiða síðustu leiki. „Síðustu tveir leikir hafa ekki verið góðir af okkar hálfu og frammistaðan var ekki góð. Það vantaði attitjúd sem við sýndum svo í dag. Við settum hjarta í þetta."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner