Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   sun 28. apríl 2024 21:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Damir Muminovic.
Damir Muminovic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var geggjaður leikur," sagði Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks, eftir 2-3 sigur gegn KR í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 2 -  3 Breiðablik

Leikurinn var frábær skemmtun en Blikar voru sterkari aðilinn og tóku stigin þrjú með sér.

„Þetta byrjaði helvíti rólega en það var eðlilegt þar sem völlurinn er ekki góður. Einhvern veginn náðum við að vinna okkur inn í leikinn og mér fannst við vera með leikinn frá tíundu mínútu og til enda. Þetta voru klaufaleg tvö mörk sem við gáfum."

Það var hiti undir lok leiksins.

„Já, mér ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi. Mér er þá alls ekki sama. Eyþór (Aron Wöhler) keyrir inn í (Arnór) Gauta (Jónsson) eftir að hann var búinn að skalla boltann. Þetta er gjörsamlega galið og ég nenni ekki svona bulli," sagði Damir en Eyþór er fyrrum leikmaður Breiðabliks.

„Hann er að spila með öðru liði í dag og það er enginn vinur minn sem spilar með einhverju öðru liði á móti mér."

Það er gott fyrir Blika að komast aftur á sigurbraut eftir erfiða síðustu leiki. „Síðustu tveir leikir hafa ekki verið góðir af okkar hálfu og frammistaðan var ekki góð. Það vantaði attitjúd sem við sýndum svo í dag. Við settum hjarta í þetta."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner