Liverpool hefur áhuga á Gordon - Það gæti bundið enda á vonir Arsenal um að fá Isak
   sun 28. apríl 2024 17:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið KR og Breiðabliks: Rúrik byrjar sinn fyrsta leik í Bestu - Völlurinn lítur illa út
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn mætir sínum fyrrum félögum.
Kristinn mætir sínum fyrrum félögum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spilað er á Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Leikur KR og Breiðabliks fer þar fram og hefst leikurinn klukkan 18:30. Leikurinn er fyrsti grasleikur sumarsins og lítur völlurinn vægast sagt illa út. Það má segja að hann sé grænn á köflum en stór svæði líta illa út.

Liðin eru bæði með sex stig fyrir leikinn í dag.

Gregg Ryder, þjálfari KR, gerir þrjár breytingar á liði sínu frá leiknum gegn Fram. Rúrik kemur inn fyrir Jóhannes Kristinn Bjarnason sem meiddist í þeim leik og þeir Aron Þórður og Benóný Breki koma inn fyrir Theodór Elmar Bjarnason og Kristján Flóka Finnbogason sem ekki eru í hóp í dag. Þeir Moutaz Neffati, Birgir Steinn Styrmisson og Stefán Árni Geirsson koma inn á bekkinn. Stefán var á bekknum gegn KÁ í bikarnum en kom ekki inn á. Leikurinn í dag er fyrsti byrjunarliðsleikur hægri bakvarðarins Rúriks í Bestu deildinni.

Lestu um leikinn: KR 2 -  3 Breiðablik

Það eru tvær breytingar á liði Breiðabliks frá leiknum gegn Víkingi. Halldór Árnason setur Kristin Jónsson og Kristin Steindórsson inn í liðið. Þeir Kristófer Ingi Kristinsson og Andri Rafn Yeoman detta út og hvorugur þeirra er í hóp. Tumi Fannar Gunnarsson kemur inn á bekkinn. Kristinn Jónsson er að mæta sínum fyrrum liðsfélögum í KR en hann skipti frá KR aftur til Blika í vetur.

Byrjunarlið KR:
12. Guy Smit (m)
3. Axel Óskar Andrésson
6. Alex Þór Hauksson
7. Finnur Tómas Pálmason (f)
9. Benoný Breki Andrésson
14. Ægir Jarl Jónasson
17. Luke Rae
18. Aron Kristófer Lárusson
23. Atli Sigurjónsson
29. Aron Þórður Albertsson
30. Rúrik Gunnarsson

Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
11. Aron Bjarnason
14. Jason Daði Svanþórsson
19. Kristinn Jónsson
20. Benjamin Stokke
21. Viktor Örn Margeirsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner