Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
   sun 28. apríl 2024 20:35
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Blikar aftur á sigurbraut eftir spennandi lokamínútur á Meistaravöllum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
KR 2 - 3 Breiðablik
0-1 Kristinn Steindórsson ('59 )
0-2 Viktor Örn Margeirsson ('77 )
1-2 Stefán Árni Geirsson ('86 )
1-3 Jason Daði Svanþórsson ('89 )
2-3 Benoný Breki Andrésson ('92 , víti)
Lestu um leikinn

Breiðablik er komið aftur á sigurbraut eftir að liðið fagnaði 3-2 sigri á KR í Bestu deild karla á Meistaravöllum í kvöld. Þrjú mörk voru skoruð á síðustu mínútum leiksins.

KR-ingar klæddust gamaldags treyjum við fremur erfiðar vallaraðstæður í Frostaskjóli en samt sem áður var ágætis fótbolti spilaður í leiknum.

Liðin sköpuðu sér bæði ágætis sénsa en Blikar voru þó líklegri til að skora. Staðan í hálfleik var markalaus en fjörið fór almennilega af stað í þeim síðari.

Kristinn Steindórsson skoraði fyrsta mark leiksins. Viktor Karl Einarsson fékk nægan tíma til að koma boltanum inn í teiginn, þar sem Kristinn var mættur eftir að hafa farið á milli tveggja varnarmanna og sett boltann í netið.

Viktor Örn Margeirsson tvöfaldaði forystuna með skoti af stuttu færi eftir hornspyrnu Höskuldar Gunnlaugssonar.

KR-ingar náðu að bíta frá sér. Stefán Árni Geirsson minnkaði muninn. Aron Kristófer Lárusson átti skot sem Anton Ari Einarsson varði út á Stefán sem setti boltann í stöng og inn.

Blikar svöruðu strax eftir skelfileg mistök Guy Smit. Jason Daði Svanþórsson stal boltanum af Smit áður en hann setti boltann í netið. Smit verið að gera furðuleg mistök í síðustu leikjum.

Dramatíkinni var ekki lokið. Eyþór Aron Wöhler fiskaði vítaspyrnu nokkrum mínútum síðar og var það Benoný Breki Andrésson sem skoraði af öryggi úr spyrnunni.

Stórskemmtilegur endir á leiknum en það eru Blikar sem hirða öll stigin og eru því komnir aftur á sigurbraut. Þriðji sigur liðsins á tímabilinu en KR-ingar hafa nú tapað tveimur deildarleikjum í röð og eru því aðeins með 6 stig.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner