Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
banner
   mán 29. apríl 2024 22:06
Sölvi Haraldsson
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður ekkert sérstaklega vel. Þetta er mjög sárt. Ósanngjarnt sigur Stjörnumanna. Mér fannst við mjög góðir í þessum leik. Við sköpuðum okkur fullt af færum sem við nýttum okkur ekki. Við þurfum bara að nýta þetta. Það er bara þannig. Frammistaðan var nánast upp á 10. Ég er mjög ánægður með leikinn og orkuna hjá strákunm í dag. Við þurfum bara að jafna okkur núna og koma öflugir í næsta leik.“ sagði Rúnar Páll, þjálfari Fylkis, eftir grátlegt 1-0 tap gegn Stjörnunni í Árbænum í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Stjarnan

Frammistaðan hjá Fylki í kvöld, ásamt í hinum leikjum Fylkis í upphafi móts, var mjög góð en hvað þarf Fylkir að gera svo þeir fari að sjá fleiri stig á töflunni?

Við þurfum að halda áfram að eiga góðar frammistöður og byrja að vinna leiki. Það kemur ég hef engar áhyggjur af því. Við þurfum að skora fleiri mörk en andstæðingurinn og halda áfram. Við erum að spila mjög vel en þetta kemur, þetta dettur inn.“

Sigurbergur Áki skrifaði undir samning við Fylki á dögunum en hann mátti ekki spila í dag. Rúnar Páll var brjálaður með það eftir leik.

Það var heiðursmannasamkomulag milli liðanna að hann myndi ekki spila í dag. Þó þessi samningur myndi ganga í gegn eins skrítið og það nú er. Þetta er mjög undarlegt allt saman.“ segir Rúnar og hann kemur síðan inn á það að hann hefði mjög verið til í að nota Sigurberg í kvöld.

Unnar, Emil Ásmunds, Ragnar Bragi og Benedikt Daríus eru allir frá vegna meiðsla en Rúnar vildi ekki gefa mikið upp hvenær þeir myndu snúa til baka.

Það kemur bara í ljós. Þeir eru að detta inn. Þetta verður einhvertímann í maí. Við erum með ungt lið og þegar að það vantaar marga eldri leikmenn bítur það mikið á liðið okkar en það er ekki að sjá. Við erum að fá frábærar frammistöður frá þessum strákum og þetta lofar góðu.“

Rúnar neitar því að tapið í kvöld hafi veirð meira súrt þar sem hann var að mæta sínum gömlu félögum í Stjörnunni.

Nei nei alls ekki. Bara fótbolti.“

Að lokum fékk Rúnar spurningu út í nýju línuna sem hefur verið lögð hjá dómurum Bestu deildarinnar. Rúnar svaraði þá í kaldhæðni að hann elski þessa nýju línu og að hann fái alltaf spjald.

Ég fæ bara alltaf spjald. Það gerðist ekkert. Þetta er bara ótrúlega skemmtileg lína. Ég hef ógeðslega gaman af þessari línu.“ sagði Rúnar Páll, þjálfari Fylkis, eftir súrt 1-0 tap gegn hans gömlu félögum í Stjörnunni í kvöld.

Viðtalið við Rúnar er hægt að sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner