Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
Thelma Lóa: Þrenna, stoðsending en var ókunnugt um gula spjaldið
Nik Chamberlain: Þetta var geggjaður leikur
Guðni Eiríks: Það er eitthvað í blóðinu hjá Hemma og Rögnu Lóu
Orri Hrafn: Hausinn var á KR frá fyrsta augnabliki
Magnús Már: Við höfum lent í því áður að vera komnir fyrir neðan strik
Óskar Hrafn: Það er nú ekki ennþá orðið ljóst hversu mikið sannleikskorn var í því
Sigurður Bjartur: Heimir kveikti í mannskapnum með því að fá rautt spjald
Lárus Orri: Heimir er að kveikja í pleisinu
Kjartan Henry: Þeir sem þekkja mig vita að ég fíla svona hluti
Voru að reyna læra af Arnari - „Stundum þarf maður að suffera og mér fannst við gera það"
Jökull um dómgæsluna í kvöld - „Víkingar fá að kalla dómara svindlara og að það sé herferð gegn félaginu"
Víkingur fékk neitun frá KSÍ um frestun - „Mér finnst skrítið að KSÍ geti ekki stutt aðeins betur við félögin"
Orri Sigurður um fyrri hálfleikinn: Jaðarsólin er erfið
Túfa: Þegar þú hleypur maraþon þá gefuru í undir lokin
Dóri Árna: Yfirburðirnir stjarnfræðilegir þar til á 70. mínútu
Hallgrímur Jónasson: Eins og menn væru í krummaskóm
Þorlákur: Hélt að þetta væri að sigla í jafntefli
Rúnar: Fram heilt yfir miklu betra fótboltalið
Davíð Smári: Hver einasti leikur spilast nánast eins og úrslitaleikur í bikar
Alli Jói: Seinni hálfleikurinn stórskemmtilegur
   mán 29. apríl 2024 22:06
Sölvi Haraldsson
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður ekkert sérstaklega vel. Þetta er mjög sárt. Ósanngjarnt sigur Stjörnumanna. Mér fannst við mjög góðir í þessum leik. Við sköpuðum okkur fullt af færum sem við nýttum okkur ekki. Við þurfum bara að nýta þetta. Það er bara þannig. Frammistaðan var nánast upp á 10. Ég er mjög ánægður með leikinn og orkuna hjá strákunm í dag. Við þurfum bara að jafna okkur núna og koma öflugir í næsta leik.“ sagði Rúnar Páll, þjálfari Fylkis, eftir grátlegt 1-0 tap gegn Stjörnunni í Árbænum í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Stjarnan

Frammistaðan hjá Fylki í kvöld, ásamt í hinum leikjum Fylkis í upphafi móts, var mjög góð en hvað þarf Fylkir að gera svo þeir fari að sjá fleiri stig á töflunni?

Við þurfum að halda áfram að eiga góðar frammistöður og byrja að vinna leiki. Það kemur ég hef engar áhyggjur af því. Við þurfum að skora fleiri mörk en andstæðingurinn og halda áfram. Við erum að spila mjög vel en þetta kemur, þetta dettur inn.“

Sigurbergur Áki skrifaði undir samning við Fylki á dögunum en hann mátti ekki spila í dag. Rúnar Páll var brjálaður með það eftir leik.

Það var heiðursmannasamkomulag milli liðanna að hann myndi ekki spila í dag. Þó þessi samningur myndi ganga í gegn eins skrítið og það nú er. Þetta er mjög undarlegt allt saman.“ segir Rúnar og hann kemur síðan inn á það að hann hefði mjög verið til í að nota Sigurberg í kvöld.

Unnar, Emil Ásmunds, Ragnar Bragi og Benedikt Daríus eru allir frá vegna meiðsla en Rúnar vildi ekki gefa mikið upp hvenær þeir myndu snúa til baka.

Það kemur bara í ljós. Þeir eru að detta inn. Þetta verður einhvertímann í maí. Við erum með ungt lið og þegar að það vantaar marga eldri leikmenn bítur það mikið á liðið okkar en það er ekki að sjá. Við erum að fá frábærar frammistöður frá þessum strákum og þetta lofar góðu.“

Rúnar neitar því að tapið í kvöld hafi veirð meira súrt þar sem hann var að mæta sínum gömlu félögum í Stjörnunni.

Nei nei alls ekki. Bara fótbolti.“

Að lokum fékk Rúnar spurningu út í nýju línuna sem hefur verið lögð hjá dómurum Bestu deildarinnar. Rúnar svaraði þá í kaldhæðni að hann elski þessa nýju línu og að hann fái alltaf spjald.

Ég fæ bara alltaf spjald. Það gerðist ekkert. Þetta er bara ótrúlega skemmtileg lína. Ég hef ógeðslega gaman af þessari línu.“ sagði Rúnar Páll, þjálfari Fylkis, eftir súrt 1-0 tap gegn hans gömlu félögum í Stjörnunni í kvöld.

Viðtalið við Rúnar er hægt að sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner