Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mán 29. apríl 2024 22:06
Sölvi Haraldsson
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður ekkert sérstaklega vel. Þetta er mjög sárt. Ósanngjarnt sigur Stjörnumanna. Mér fannst við mjög góðir í þessum leik. Við sköpuðum okkur fullt af færum sem við nýttum okkur ekki. Við þurfum bara að nýta þetta. Það er bara þannig. Frammistaðan var nánast upp á 10. Ég er mjög ánægður með leikinn og orkuna hjá strákunm í dag. Við þurfum bara að jafna okkur núna og koma öflugir í næsta leik.“ sagði Rúnar Páll, þjálfari Fylkis, eftir grátlegt 1-0 tap gegn Stjörnunni í Árbænum í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Stjarnan

Frammistaðan hjá Fylki í kvöld, ásamt í hinum leikjum Fylkis í upphafi móts, var mjög góð en hvað þarf Fylkir að gera svo þeir fari að sjá fleiri stig á töflunni?

Við þurfum að halda áfram að eiga góðar frammistöður og byrja að vinna leiki. Það kemur ég hef engar áhyggjur af því. Við þurfum að skora fleiri mörk en andstæðingurinn og halda áfram. Við erum að spila mjög vel en þetta kemur, þetta dettur inn.“

Sigurbergur Áki skrifaði undir samning við Fylki á dögunum en hann mátti ekki spila í dag. Rúnar Páll var brjálaður með það eftir leik.

Það var heiðursmannasamkomulag milli liðanna að hann myndi ekki spila í dag. Þó þessi samningur myndi ganga í gegn eins skrítið og það nú er. Þetta er mjög undarlegt allt saman.“ segir Rúnar og hann kemur síðan inn á það að hann hefði mjög verið til í að nota Sigurberg í kvöld.

Unnar, Emil Ásmunds, Ragnar Bragi og Benedikt Daríus eru allir frá vegna meiðsla en Rúnar vildi ekki gefa mikið upp hvenær þeir myndu snúa til baka.

Það kemur bara í ljós. Þeir eru að detta inn. Þetta verður einhvertímann í maí. Við erum með ungt lið og þegar að það vantaar marga eldri leikmenn bítur það mikið á liðið okkar en það er ekki að sjá. Við erum að fá frábærar frammistöður frá þessum strákum og þetta lofar góðu.“

Rúnar neitar því að tapið í kvöld hafi veirð meira súrt þar sem hann var að mæta sínum gömlu félögum í Stjörnunni.

Nei nei alls ekki. Bara fótbolti.“

Að lokum fékk Rúnar spurningu út í nýju línuna sem hefur verið lögð hjá dómurum Bestu deildarinnar. Rúnar svaraði þá í kaldhæðni að hann elski þessa nýju línu og að hann fái alltaf spjald.

Ég fæ bara alltaf spjald. Það gerðist ekkert. Þetta er bara ótrúlega skemmtileg lína. Ég hef ógeðslega gaman af þessari línu.“ sagði Rúnar Páll, þjálfari Fylkis, eftir súrt 1-0 tap gegn hans gömlu félögum í Stjörnunni í kvöld.

Viðtalið við Rúnar er hægt að sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner