Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
   mán 29. apríl 2024 22:06
Sölvi Haraldsson
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður ekkert sérstaklega vel. Þetta er mjög sárt. Ósanngjarnt sigur Stjörnumanna. Mér fannst við mjög góðir í þessum leik. Við sköpuðum okkur fullt af færum sem við nýttum okkur ekki. Við þurfum bara að nýta þetta. Það er bara þannig. Frammistaðan var nánast upp á 10. Ég er mjög ánægður með leikinn og orkuna hjá strákunm í dag. Við þurfum bara að jafna okkur núna og koma öflugir í næsta leik.“ sagði Rúnar Páll, þjálfari Fylkis, eftir grátlegt 1-0 tap gegn Stjörnunni í Árbænum í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Stjarnan

Frammistaðan hjá Fylki í kvöld, ásamt í hinum leikjum Fylkis í upphafi móts, var mjög góð en hvað þarf Fylkir að gera svo þeir fari að sjá fleiri stig á töflunni?

Við þurfum að halda áfram að eiga góðar frammistöður og byrja að vinna leiki. Það kemur ég hef engar áhyggjur af því. Við þurfum að skora fleiri mörk en andstæðingurinn og halda áfram. Við erum að spila mjög vel en þetta kemur, þetta dettur inn.“

Sigurbergur Áki skrifaði undir samning við Fylki á dögunum en hann mátti ekki spila í dag. Rúnar Páll var brjálaður með það eftir leik.

Það var heiðursmannasamkomulag milli liðanna að hann myndi ekki spila í dag. Þó þessi samningur myndi ganga í gegn eins skrítið og það nú er. Þetta er mjög undarlegt allt saman.“ segir Rúnar og hann kemur síðan inn á það að hann hefði mjög verið til í að nota Sigurberg í kvöld.

Unnar, Emil Ásmunds, Ragnar Bragi og Benedikt Daríus eru allir frá vegna meiðsla en Rúnar vildi ekki gefa mikið upp hvenær þeir myndu snúa til baka.

Það kemur bara í ljós. Þeir eru að detta inn. Þetta verður einhvertímann í maí. Við erum með ungt lið og þegar að það vantaar marga eldri leikmenn bítur það mikið á liðið okkar en það er ekki að sjá. Við erum að fá frábærar frammistöður frá þessum strákum og þetta lofar góðu.“

Rúnar neitar því að tapið í kvöld hafi veirð meira súrt þar sem hann var að mæta sínum gömlu félögum í Stjörnunni.

Nei nei alls ekki. Bara fótbolti.“

Að lokum fékk Rúnar spurningu út í nýju línuna sem hefur verið lögð hjá dómurum Bestu deildarinnar. Rúnar svaraði þá í kaldhæðni að hann elski þessa nýju línu og að hann fái alltaf spjald.

Ég fæ bara alltaf spjald. Það gerðist ekkert. Þetta er bara ótrúlega skemmtileg lína. Ég hef ógeðslega gaman af þessari línu.“ sagði Rúnar Páll, þjálfari Fylkis, eftir súrt 1-0 tap gegn hans gömlu félögum í Stjörnunni í kvöld.

Viðtalið við Rúnar er hægt að sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner