Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
banner
föstudagur 29. ágúst
Lengjudeild karla
mánudagur 25. ágúst
föstudagur 22. ágúst
Besta-deild kvenna
Mjólkurbikar úrslit
mánudagur 18. ágúst
Besta-deild karla
laugardagur 16. ágúst
Mjólkurbikar kvenna
fimmtudagur 14. ágúst
Besta-deild kvenna
Forkeppni Evrópudeildarinnar
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
mánudagur 11. ágúst
Besta-deild karla
laugardagur 9. ágúst
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna
miðvikudagur 6. ágúst
Besta-deild karla
mánudagur 4. ágúst
Besta-deild kvenna
laugardagur 2. ágúst
miðvikudagur 30. júlí
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Lengjudeild karla
mánudagur 28. júlí
Besta-deild karla
þriðjudagur 26. ágúst
Deildabikarinn
Reading 2 - 1 Wimbledon
Cambridge United 3 - 1 Charlton Athletic
Wolves 3 - 2 West Ham
Accrington Stanley 0 - 0 Doncaster Rovers
Barnsley 2 - 1 Rotherham
Birmingham 0 - 1 Port Vale
Bournemouth 0 - 2 Brentford
Bromley 1 - 1 Wycombe
Burnley 1 - 1 Derby County
Burton 0 - 0 Lincoln City
Cardiff City 3 - 0 Cheltenham Town
Millwall 1 - 0 Coventry
Norwich 0 - 2 Southampton
Preston NE 2 - 2 Wrexham
Stoke City 0 - 3 Bradford
Sunderland 0 - 1 Huddersfield
Swansea 1 - 1 Plymouth
Wigan 0 - 0 Stockport
Sheff Wed 0 - 0 Leeds
Bikarkeppni
Braunschweig 1 - 2 Stuttgart
Meistaradeildin
Kairat 3 - 2 Celtic
Pafos FC 0 - 0 Rauða stjarnan
Sturm 1 - 1 Bodö/Glimt
WORLD: International Friendlies
Italy U-16 2 - 1 England U-16
Wales U-16 9 - 10 Japan U-16
sun 28.apr 2024 23:00 Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Magazine image

Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeild kvenna: 8. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeild kvenna í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð í deildinni. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Í áttunda sæti í spánni er spútniklið síðasta sumars, Grótta.

Gróttu er spáð áttunda sæti.
Gróttu er spáð áttunda sæti.
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Matthías Guðmundsson og Melkorka Katrín, þjálfarar Gróttu.
Matthías Guðmundsson og Melkorka Katrín, þjálfarar Gróttu.
Mynd/Grótta
Ariela Lewis skoraði tólf mörk í fyrra og Hannah Abraham gerði 16 mörk. Þær eru báðar farnar.
Ariela Lewis skoraði tólf mörk í fyrra og Hannah Abraham gerði 16 mörk. Þær eru báðar farnar.
Mynd/Grótta / Eyjólfur Garðarsson
Tinna Jónsdóttir er mikilvæg.
Tinna Jónsdóttir er mikilvæg.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnfríður Auður Arnarsdóttir er fædd árið 2008 en hún var frábær í fyrra.
Arnfríður Auður Arnarsdóttir er fædd árið 2008 en hún var frábær í fyrra.
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Emily Amano.
Emily Amano.
Mynd/Facebook
Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8. Grótta, 61 stig
9. ÍA, 56 stig
10. ÍR, 21 stig

8. Grótta
Í áttunda sæti í spánni er Grótta sem kom frekar mikið á óvart í Lengjudeildinni í fyrra. Fyrir tímabilið var Gróttu spáð sjötta sæti en þær voru þá nýliðar í deildinni. Gróttukonur voru í baráttu um að komast upp í Bestu deildina fram til síðasta dags en þær mættu Fylki á heimavelli í lokaumferðinni. Með sigri þar hefði liðið farið upp, en það voru Fylkiskonur sem unnu þann leik. Gróttuliðið hefur væntanlega tekið mikinn lærdóm frá síðasta tímabili en það hafa samt sem áður verið nokkuð miklar breytingar á liðinu í vetur og ekkert gengið sérlega vel á undirbúningstímabilinu. Það verður fróðlegt að sjá hvernig liðið mætir til leiks í sumar, svo sannarlega.

Þjálfarinn: Matthías Guðmundsson er mættur í sitt fyrsta gigg sem aðalþjálfari í meistaraflokki. Matthías, sem er 43 ára gamall, hefur síðustu árin starfað sem aðstoðarþjálfari Péturs Péturssonar hjá Íslandsmeisturum Vals. Hann var á sínum tíma öflugur leikmaður sem spilaði Val, FH, Haukum og KH. Hann spilaði jafnframt fjóra A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Melkorka Katrín Flygenring Pétursdóttir mun halda áfram því góða starfi sem hún hefur unnið sem aðstoðarþjálfari Gróttu.

Styrkleikar: Í liðinu er mikið af ungum Gróttustelpum sem hafa spilað lengi saman. Grótta kom mikið á óvart í fyrra og þær sem voru í liðinu þá hljóta að geta tekið það með sér inn í komandi sumar. Grótta er með öfluga miðju og fína breidd þar á vellinum sérstaklega. Þetta er samheldið lið og Gróttuleiðin er til alls líkleg. Nýr þjálfari liðsins er algjör sigurvegari og ætti að geta smitað því út frá sér inn í hópinn.

Veikleikar: Það hafa verið nokkuð miklar breytingar í vetur og það gæti tekið tíma fyrir liðið að aðlagast þeim. Það er mikil og dýrmæt reynsla farin úr liðinu þar sem Tinna Jónsdóttir, sem hefur borið fyrirliðabandið hjá Gróttu, var að eignast barn. Veturinn hefur ekki verið frábær úrslitalega séð og það er ákveðið áhyggjuefni. Grótta skoraði mest af öllum liðum Lengjudeildarinnar í fyrra og voru Hannah Abraham og Ariela Lewis gríðarlega mikilvægar. Þær eru báðar farnar núna og það er mikið högg. Cornelia Baldi Sundelius, sem var öflug í markinu, er líka farin. Nýju erlendu leikmennirnir eru óskrifað blað. Vítateigarnir báðum megin eru hugsanlega vandamál og það er ekki gott.

Lykilmenn: Arnfríður Auður Arnarsdóttir, Emily Amano og Rakel Lóa Brynjarsdóttir.

Fylgist með: Rebekka Sif Brynjarsdóttir er afar spennandi leikmaður. Hún er dóttir Brynjars Björns Gunnarssonar, fyrrum landsliðsmanns. Hún er teknísk, með mikinn leikskilning og bara stórskemmtilegur leikmaður.

Komnar:
Birna Dís Eymundsdóttir frá Fylki
Bjargey Sigurborg Ólafsson frá Bandaríkjunum
Díana Ásta Guðmundsdóttir frá Augnabliki
Elvý Rut Búadóttir frá Fjölni
Emily Amano frá Svíþjóð
Franciele Cristina Soares Cupertino frá Póllandi
Hildur Björk Búadóttir frá Hollandi
Kolbrá Una Kristinsdóttir frá Val (á láni)
Lilja Davíðsdóttir Scheving frá Fram (var á láni)
Margrét Edda Lian Bjarnadóttir frá Þrótti R.
Margrét Rún Stefánsdóttir frá Tindastóli
Þórdís Ösp Melsted frá FH

Farnar:
Ariela Lewis í Aftureldingu
Cornelia Baldi Sundelius til Svíþjóðar
Hannah Abraham til Portúgal

Í okkar höndum að afsanna þessa spá
Matthías Guðmundsson, þjálfari Gróttu, segir að spáin komi ekki á óvart en það sé í höndum hans liðs að afsanna hana og gera betur en hún segir til um.

„Nei, þessi spá kemur mér svo sem ekki á óvart. En það er í okkar höndum að afsanna hana."

„Síðasta tímabil hjá Gróttu var gríðarlega gott. Grótta var bara nokkrum mínútum frá því að fara upp um deild. Og við erum sátt með undirbúningstímabilið núna þó að úrslitin hafi ekki alltaf verið okkur í hag."

„Það hafa orðið breytingar á hópnum. Sterkir leikmenn eru horfnir á braut en við erum mjög sátt við þær styrkingar sem hafa komið í staðinn. Einnig eru við mjög sátt við að halda í kjarnann sem hefur verið hér til staðar seinustu ár."

„Ég held að þetta verði mjög jöfn og spennandi deild. Ég býst við mikilli spennu á öllum vígstöðum sem verður mjög gaman að takast á við. Við erum með markmið innan hópsins sem við höldum út af fyrir okkur."

„Gleðilegt fótboltasumar."

Fyrstu þrír leikir Gróttu:
7. maí, HK - Grótta (Kórinn)
13. maí, Grótta - Afturelding (Vivaldivöllurinn)
23. maí, ÍBV - Grótta (Hásteinsvöllur)
Athugasemdir