Napoli vill kaupa Dragusin - Greenwood kostar 50 milljónir punda - Man Utd vill Frenkie de Jong - Arsenal setur sjö leikmenn á sölu - Mbappe kynntur í...
   sun 28. apríl 2024 13:31
Aksentije Milisic
Sjáðu mörkin: Höjbjerg kom Arsenal í forystu með sjálfsmarki - Saka bætti við
Mynd: EPA

Þessa stundina er Norður-Lundúnarslagurinn í gangi en þegar þetta er skrifaði er staðan 0-2 fyrir Arsenal.


Leikurinn er gífurlega mikilvægur fyrir bæði lið en Pierre-Emile Höjbjerg stangaði boltann í eigið net á fimmtándu mínútu leiksins eftir hornspyrnu frá Bukayo Saka.

Tottenham hélt það hefði náð að jafna leikinn stuttu síðar en varnarmaðurinn Micky van de Ven skoraði þá áður en VAR skarst í leikinn.

Markið var dæmt af vegna rangstöðu en tæpara mátti það ekki standa. Á 27. mínútu leiksins tvöfaldaði Bukayo Saka forystuna með flottu marki eftir góða skyndisókn. Tottenham vildi fá vítaspyrnu rétt áður en Saka skoraði.

Í hinum leiknum leiðir Bournemouth með einu marki gegn Brighton.

Sjáðu marki frá Hojbjerg hér.
Sjáðu markið frá Saka hér.


Athugasemdir
banner
banner
banner