Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   sun 28. apríl 2024 19:30
Haraldur Örn Haraldsson
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Aron Elís Þrándarson leikmaður Víkings spilaði sinn fyrsta byrjunarliðs leik á tímabilinu í dag þar sem hann skoraði eitt mark í 4-2 sigri gegn KA.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  2 KA

„Við vissum að þetta yrði erfður leikur, KA menn þurfa á stigum að halda, en við vorum bara betri fannst mér og við sigldum þessu í lokin."

Víkingar fengu umdeilda vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Aron hefði viljað sjá annan lit á spjaldinu sem fór á loft.

„Fyrir mér þá bara rænir hann upplögðu marktækifæri af Ara og það er bara rautt spjald líka, en hann dæmir það ekki. Þeir hefðu kannski getað fengið eitt víti þarna, ég veit það ekki, ég þarf bara að sjá það í sjónvarpinu. En það er erfitt að dæma svona þegar það er alltaf öskrað, þannig ég skil alveg dómarann að það var smá bras."

Víkingar eru með fullt hús stiga eftir 4 leiki í deild og þeir fóru áfram í bikarnum. Algjör óskabyrjun.

„Bara eins og við stefndum á, en það þýðir ekkert að slaka neitt því að hin liðin eru á eftir okkur og við vitum það alveg. Þannig við bara höldum áfram." Valur og Breiðablik sem flestir telja líklegustu liðin til að berjast um titilinn við Víking hafa þó farið hikstandi af stað. „Við reynum bara að fókusera á sjálfa okkur en auðvitað erum við meðvitaðir um hvað hin liðin að gera. Ég væri bara að ljúga því ef ég segði að við værum ekki að gera það. En við bara spilum okkar leik og það hefur bara gengið helvíti vel hingað til."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner