Steypustöðin færir þér Sterkasta lið hverrar umferðar í Bestu deildinni. Breiðablik vann 3-2 útisigur gegn KR í stórleik umferðarinnar, fyrsta grasleik tímabilsins.
Jason Daði Svanþórsson var maður leiksins en markið sem hann skoraði reyndist á endanum sigurmark leiksins. Kristinn Steindórsson skoraði einnig í leik þar sem Blikar svöruðu virkilega vel eftir vonbrigði í tveimur leikjum þar á undan. Halldór Árnason er þjálfari umferðarinnar.
Jason Daði Svanþórsson var maður leiksins en markið sem hann skoraði reyndist á endanum sigurmark leiksins. Kristinn Steindórsson skoraði einnig í leik þar sem Blikar svöruðu virkilega vel eftir vonbrigði í tveimur leikjum þar á undan. Halldór Árnason er þjálfari umferðarinnar.
Íslands- og bikarmeistarar Víkings halda áfram með fullt hús en þeir unnu 4-2 sigur gegn KA. Danijel Djuric skoraði tvívegis og Ari Sigurpálsson var sífellt ógnandi.
Guðmundur Kristjánsson var maður leiksins þegar Stjarnan vann 1-0 sigur gegn Fylki í Árbænum. Árni Snær Ólafsson hélt hreinu og er einnig í liði umferðarinnar.
Vestri hefur tengt saman tvo sigra en liðið vann iðnaðarsigur gegn HK þar sem Benedikt Warén skoraði eina mark leiksins og var valinn maður leiksins.
Logi Hrafn Róbertsson skoraði glæsilegt sigurmark fyrir FH sem vann ÍA 3-2. Johannes Vall var bestur í Skagaliðinu og kemst í úrvalsliðið þrátt fyrir að hafa verið í tapliði.
Kyle McLagan úr Fram og Gylfi Þór Sigurðsson úr Val voru valdir bestu menn vallarins þegar Valur og Fram gerðu 1-1 jafntefli á Hlíðarenda. Framarar jöfnuðu í lokin.
Fyrri úrvalslið
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 15 | 4 | 3 | 56 - 23 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
3. Valur | 22 | 11 | 5 | 6 | 53 - 33 | +20 | 38 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 22 | 5 | 6 | 11 | 35 - 46 | -11 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 22 | 4 | 5 | 13 | 26 - 51 | -25 | 17 |
Athugasemdir