Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   sun 28. apríl 2024 21:46
Elvar Geir Magnússon
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Eyþór Wöhler talar í fyrirsögnum, sem er kannski eðlilegt í ljósi þess að hann skrifaði Frasabókina.
Eyþór Wöhler talar í fyrirsögnum, sem er kannski eðlilegt í ljósi þess að hann skrifaði Frasabókina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Olga Færseth raðaði inn mörkum fyrir kvennalið KR.
Olga Færseth raðaði inn mörkum fyrir kvennalið KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var æsingur og læti á Meistaravöllum þar sem Breiðabliki tókst að landa öllum stigunum þremur með 3-2 sigri á KR. Það var hart barist og mikil spenna í lokin.

Eyþór Wöhler kom inn af bekknum hjá KR en hann gekk í raðir félagsins frá einmitt Breiðabliki fyrir nokkrum vikum.

„Virkilega súrt, sérstaklega á móti gömlu félögunum. Við áttum skilið að fá eitthvað úr þessum leik. Mér leið eins og ég væri í Keanu Reeves mynd þarna í endann, við vorum að hleypa þessu upp í vitleysu og það gekk að einhverju leyti," segir Eyþór í viðtali við Sæbjörn Steinke.

Eyþór fékk að heyra það frá sínum fyrrum liðsfélaga, Damir Muminovic, eftir að hafa brotið á Arnóri Gauta.

„Ég fatta það ekki alveg. Serbinn þarf bara aðeins að róa sig niður og hætta að skipta sér af. Þetta var klárlega gult spjald og aukaspyrna en svo bara búið eftir það og við höldum áfram."

Lestu um leikinn: KR 2 -  3 Breiðablik

Í uppbótartíma náði KR að minnka muninn úr vítaspyrnu sem Eyþór krækti í.

„Þetta var alltaf víti. Damir bara rífur mig niður. Ég fann bara fyrir snertingu og ég myndi segja að þetta hafi verið víti," segir Eyþór.

„Það er létt að mótivera sig fyrir svona leiki og gaman að koma inn í svona hörkuleik þar sem mikið er undir og hiti milli liða. Ég hef gaman að svona slagsmálum og að fara í menn, það skemmir ekki fyrir að það séu gömlu liðsfélagarnir. Svo knúsast menn bara eftir leik og taka í höndina á hvor öðrum."

Í lokin voru alls átta leikmenn úr Mosfellsbæ inni á vellinum, þar á meðal er Eyþór.

„Það er einstakt. Það er eitthvað í vatninu þarna í Mosfellsbæ og vonandi sameinum við krafta okkar einhverntímann í Aftureldingu og komum liðinu í fremstu röð," segir Eyþór.

Fótspor Olgu Færseth mjög stór
Hann var í lokin spurður til gamans út í skemmtileg ummæli sem hann hafði við Stöð 2 þegar hann skipti yfir í KR. Fyrirsögn viðtalsins var sú að hann vildi vera jafn iðinn við kolann hjá félaginu og Olga Færseth var. Hefði ekki verið sniðugt að setja raunhæfara markmið?

„Hún skoraði einhver 350 mörk í um 320 leikjum. Hún var alveg lúsiðin við kolann. Maður vill setja markmiðið hátt og feta í fótspor Olgu Færseth. Ég er mikill aðdáandi Olgu og sagan drýpur af hverju strái hér í KR. Hennar fótspor eru mjög stór en reynum að fylla í þau," segir Eyþór léttur.
Athugasemdir
banner
banner
banner