Simons orðaður við Man Utd - Calafiori færist nær Arsenal - West Ham hefur áhuga á Tomori
   mán 29. apríl 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 2. umferðar - Fjórar sem eru aftur
Vigdís Lilja skorar og skorar.
Vigdís Lilja skorar og skorar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigdís Eva Bárðardóttir er að byrja af krafti í Bestu deildinni.
Sigdís Eva Bárðardóttir er að byrja af krafti í Bestu deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Amanda Andradóttir var best annan leikinn í röð hjá Val.
Amanda Andradóttir var best annan leikinn í röð hjá Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Önnur umferð Bestu deildar kvenna var spiluð í heild sinni síðastliðin laugardag. Steypustöðin heldur áfram að færa lesendum úrvalslið hverrar umferðar í Bestu deild kvenna en hér fyrir neðan má sjá hvernig það lítur út eftir aðra umferð.

Þær eru fjórar sem eru búnar að vera í báðum úrvalsliðunum til þessa.Amanda Andradóttir var maður leiksins í öðrum leiknum í röð þegar Valur vann 2-1 útisigur á Þrótti. Jasmín Erla Ingadóttir var einnig góð þar en hún og Amanda virðast vera að ná virkilega vel saman.

Þá er Vigdís Lilja Kristjánsdóttir í úrvalsliðinu í annað sinn en hún hefur skorað þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjum Breiðabliks. Hún er að taka að sér hlutverk sóknarmanns í Blikaliðinu og er að gera það vel. Ásta Eir Árnadóttir er einnig í nýju hlutverki en hún er að blómstra sem miðvörður eftir að hafa leikið sem bakvörður nánast allan sinn feril.

Telma Ívarsdóttir bjargaði Breiðabliki í 3-0 sigrinum gegn Tindastóli en hún varði frábærlega í stöðunni 1-1 og kemst í úrvalsliðið.

Það hefur líklega sjaldan verið auðveldara að velja leikmann í úrvalsliðið og núna þar sem Sandra María Jessen skoraði fernu fyrir Þór/KA í stórsigri á FH. Lidija Kulis var einnig flott í þeim sigri og er Jóhann Kristinn Gunnarsson að sjálfsögðu þjálfari umferðarinnar.

Sigdís Eva Bárðardóttir, ein efnilegasta fótboltakona landsins, er að fara ótrúlega vel af stað á sínu fyrsta tímabili í Bestu deildinni en hún er í liði umferðarinnar eftir að hafa verið þar líka í 1. umferð. Hún var sterk í 2-2 jafntefli gegn Fylki en þar var Mist Funadóttir öflug í liði Fylkis.

Hannah Sharts fór þá úr skúrki í hetju í sigri Stjörnunnar í Keflavík en þar var Susanna Joy Friedrichs öflug í liði Keflavíkur.

Næsta umferð í Bestu deild kvenna hefst á fimmtudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner