Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   mán 29. apríl 2024 22:41
Sölvi Haraldsson
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður mjög vel. Erfiður leikur gegn mjög góðu liði. Við vissum að þeir yrðu þéttir og fljótir í skyndisóknum. En við spiluðum mjög mikið upp í hendurnar á þeim og þeir fengu fleiri upphalup en við hefðum viljað.“ sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 1-0 sigur gegn Fylki í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Stjarnan

Heilt yfir hefð Jökull viljað sjá betri frammistöðu en er sáttur með margt hjá hans mönnum í kvöld.

Frammistaðan var bara ágæt. Við spiluðum of mikið upp í hendurnar á þeim. Hlaup og sendingar fóru ekki saman. En ég var ánægður að við héldum áfram að spila fótbolta og finna leiðir sem fann sig svo í einni fyrirgjöf.

Hilmar Árni var ekki í hóp Stjörnunnar í dag en hann meiddist aðeins í bikarleik í seinustu viku.

Hann fékk aðeins í lærið í bikarnum gegn Augnablik. Við reiknum með því að hann verði klár í næsta leik gegn Skaganum.“

Árni Snær varði meistaralega í seinni hálfleik þegar hann varði skot frá Guðmundi Tyrfingssyni en Jökull segir að Árni hafi bjargað Garðbæingum þar.

Hann bjargaði okkur þar. Fylkir fengu fleiri færi, þeir fengu færi til að jafna líka. Fylkir eru bara hættulegir, þeir gera margt mjög vel og það er erfitt að koma hingað og spila á móti þeim. Við tökum þessu bara.“

Jökull hrósar Guðmundi Baldvini í hásterkt eftir sigurmarkið hans alveg í lokin.

Hann er náttúrulega bara geggjaður. Mjög stórt að hann hafi viljað að koma aftur og vera með okkur. Þetta er sterkur karakter sem við erum að fá inn í hópinn. Svo er þetta bara frábær fótboltamaður.“

„Þegar hann spilar sinn leik er hann einn besti miðjumaðurinn í deildinni. Hann er nútímamiðjumaður. Hann getur gert allt.“ bæti Jökull síðan við.

Það var ekkert stress komið á varamannabekk Stjörnunnar í lokin þegar það stefndi í markalaust jafntefli eða jafnvel 1-0 sigur Fylkis.

„Það var ekkert stress. Leikurinn gat farið hvernig sem er. Við höfðum alltaf trú sem var klárlega til staðar.

Sigurbergur Áki yfirgaf Stjörnunna á dögunum og fór í Fylki en hann spilaði ekki í dag. Jökull segist ekkert vita um neitt samkomulag sem átti sér stað.

Ég þekki ekki hvernig það var. Það hefði verið gaman að sjá hann inn á í kvöld og það verður gaman að fylgjast með honum. Við munum sakna hans mikið. Fyrst og fremst stórkostlegur inni í hópnum. Hann á eftir að verða öflugur hafsent og yfirburðar maður í sinni stöðu.

Ég bara þekki það ekki (varðandi heiðursmannasamkomulagið), ég þarf bara að hafa áhyggjur af öðrum hlutum.

Jökull var síðan spurður út í Breka Baxter. Er möguleiki að kalla hann til baka í glugganum?

Ég held að það sé möguleiki að kalla hann til baka. Við erum með miklar væntingar til hans, virkilega flottur leikmaður. Það er fínt fyrir hann að fá að spila aðeins núna og vonandi kemur hann aftur í glugganum og við komum honum betur inn í hlutina. Við reiknum aftur með honum í sumar.“

Eftir fyrstu fjóra leiki Stjörnunnar í sumar eru þeir komnir með 6 stig. Jökull sér margt jákvætt við byrjunina.

Mér finnst vera stigandi í þessu. Þetta var ekkert frábær leikur í dag. Fyrsti leikurinn var slakastur, allt í lagi á móti KR, betri á móti Val og bara fínt í dag. Við höldum bara áfram, við getum gert mikið betur.“

Jökull segist lítið getað tjáð sig um þessa nýju línu hjá dómurum deildarinnar þar sem hann þekkir hana lítið. Hann vissi síðan ekki fyrir hvað hann fékk spjald áðan.

Ég veit ekki fyrir hvað ég fékk spjald í dag. Ég held að ég hafi kvartað einu sinni bara mjög rólega. Ég get lítið tjáð mig um hana því ég skil hana ekki ennþá. Þegar ég fer að skilja hana get ég kannski tjáð mig eitthvað um hana. Þetta er bara svona, það eru held ég bara allir að gera sitt besta.“ sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, að lokum eftir sætan 1-0 sigur á Fylki í Árbænum í kvöld.

Viðtalið við Jökul má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner