Liverpool hefur áhuga á Gordon - Það gæti bundið enda á vonir Arsenal um að fá Isak
   sun 28. apríl 2024 17:32
Brynjar Ingi Erluson
England: Meistararnir unnu Forest - Haaland með dýrmætt mark
Man City er í góðum málum
Man City er í góðum málum
Mynd: Getty Images
Chris Wood fór illa með góð færi
Chris Wood fór illa með góð færi
Mynd: Getty Images
Nott. Forest 0 - 2 Manchester City
0-1 Josko Gvardiol ('32 )
0-2 Erling Haland ('71 )

Englandsmeistarar Manchester City unnu 2-0 sigur á Nottingham Forest á City Ground-leikvanginum í Nottingham í dag og er liðið nú einu stigi á eftir toppliði Arsenal og með leik til góða.

Mikið var undir hjá báðum liðum. Forest þarf fleiri stig í fallbaráttunni og þá má Man City ekki við því að misstíga sig í titilbaráttunni.

Baráttan var til staðar hjá Forest sem ætlaði ekki að gera meisturunum auðvelt fyrir. Heimamenn lentu undir á 32. mínútu eftir mark Josko Gvardiol eftir hornspyrnu Kevin de Bruyne.

Forest var aðeins með tíu menn á vellinum í markinu þar sem læknateymi Forest var að huga að meiðslum Neco Williams.

Chris Wood kom sér í geggjað færi til að jafna metin stuttu síðar en flækti lappirnar og náði ekki að gera sér mat úr þessu.

Brasilíski markvörðurinn Ederson var þá í smá basli eftir að hafa lent í samstuði við Willy Boly, varnarmann Forest fyrr í leiknum, en hann gat ekki haldið leik áfram í síðari hálfleik og kom Stefan Ortega inn í hans stað.

Forest var vel inn í leiknum í stöðunni 1-0 og fékk liðið marga ágætis sénsa til að jafna metin. Flækjufóturinn Wood hélt áfram að fara illa með góðar stöður og var refsað fyrir það.

Erling Braut Haaland kom inn af bekknum og gulltryggði sigur Man City tuttugu mínútum fyrir leikslok. Gríðarlega dýrmætt mark sem að náði að drepa andann í liði Forest.

Man City er áfram í öðru sæti með 79 stig, einu stigi frá Arsenal og með leik til góða. Liverpool er úr titilbaráttunni en liðið er með 75 stig í þriðja sæti þegar þrír leikir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner