Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
Halli Hróðmars:Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Viðtal við Alla Jóa
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Viðtal við Sigga Höskulds
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
Höskuldur: Adrenalínið drekkir þeirri þreytu
   sun 28. apríl 2024 17:19
Kári Snorrason
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsti heimaleikur Vestra var leikinn á Avis-vellinum í Laugardalnum áttust við Vestri og HK. Leikurinn var færður frá Ísafirði vegna þess að Kerecisvöllurinn er ekki leikfær. HK er einungis með eitt stig eftir fjórar umferðir, Ómar Ingi mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 HK

„Ógeðslega svekkjandi, við komum okkur sjálfir í það vesen að frammistaðan skilaði okkur engum punktum í dag.
Við erum ekki að nýta sénsana sem við sköpum, ég held að það sé langt síðan að við sköpuðum jafn marga sénsa.
Markið sem við fáum á okkur er eitthvað sem ekki er hægt að bjóða uppá, við getum ekki leyft neinu liði að fá þetta tækifæri á okkur."


HK hefur einungis skorað eitt mark í fyrstu fjórum umferðunum

„Við fengum loksins færi í dag, við höfum ekki verið að skapa okkur mikið af færum. Þú nýtir ekkert öll færin þín við verðum bara að halda áfram, jákvætt að skapa þau í dag."

Ívar Örn fór af velli meiddur

„Hann er draghaltur og fékk slink á hnéð, hann er vel bólginn núna."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir