Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 30. apríl 2024 07:45
Innkastið
Sterkastur í 4. umferð - Hættulegastur í deildinni á sínum degi
Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Jason Daði Svanþórsson.
Jason Daði Svanþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Breiðablik vann 3-2 útisigur gegn KR í stórleik 4. umferðar Bestu deildarinnar.

Jason Daði Svanþórsson skoraði þriðja mark Breiðabliks eftir mistök hjá Guy Smit í marki KR. Þetta reyndist sigurmark leiksins og Jason er Sterkasti leikmaður umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar.

„Virkar 100% heill sem er frábært fyrir Blika. Á sínum degi er hann hættulegasti leikmaður deildarinnar, alltaf að og aldrei hræddur við að taka menn á," skrifaði Sæbjörn Steinke í skýrslu sinni frá leiknum.

Lestu um leikinn: KR 2 -  3 Breiðablik

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, hrósaði Jasoni eftir leik.

„Virkilega vel gert hjá Jasoni. Uppleggið var, þegar við myndum ná boltanum niður, að fara og finna Jason og Aron (Bjarnason). Jason þefar þessa bolta uppi og klárar þetta svakalega yfirvegað. Virkilega vel gert hjá honum," sagði Halldór.

Þetta var öflug frammistaða Breiðabliks eftir tvo dapra leiki á undan. Blikar eru í öðru sæti, þremur stigum á eftir toppliði Víkings.

Sterkustu leikmenn:
3. umferð - Ari Sigurpálsson (Víkingur)
2. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
1. umferð - Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur)
Innkastið - Víkingar fá hjálp sem þeir þurfa ekki
Athugasemdir
banner
banner