Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   sun 28. apríl 2024 22:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Dóri Árna á hiðarlínunni í kvöld.
Dóri Árna á hiðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Vítið dæmt.
Vítið dæmt.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Eyþór Wöhler og Arnór Gauti í baráttunni.
Eyþór Wöhler og Arnór Gauti í baráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Frábær tilfinning og virkilega vel spilaður leikur af okkar hálfu fannst mér. Leikmenn mættu grimmir, agaðir og einbeittir inn í leikinn og fyrri hálfleikur var virkilega góður. Mér fannst við fá 3-4 góð færi í fyrri hálfleik og kannski pínu svekktur að ná ekki forystunni. Mér leið eins og við værum mögulega að fara harka þetta út 1-0 en svo var alvöru dramatík í lokin. Menn gerðu vel í að halda fengnum hlut og við förum heim með þrjú stig," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir sigur gegn KR á Meistaravöllum í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 2 -  3 Breiðablik

„Mér fannst við gera rosalega vel þangað til alveg í blálokin í að halda þeim frá markinu okkar. Það er ekki fyrr en Stefán Árni skorar þetta mark (sem þeir ná að komast að markinu okkar). Við komumst í 3-1 og þá hélt ég að við værum búnir að klára þetta. Svo er algjör kamikaze fótbolti hérna í lokin, ég veit það ekki... mér fannst Wöhlerinn dýfa sér, fannst hann fara þægilega niður og miðað við línuna í leiknum fannst mér þetta djöfulli ódýrt víti. Við gerðum vel að halda fengnum hlut," sagði Dóri.

Hann ræddi um dómgæsluna í kjölfarið og má heyra og sjá hann ræða um línuna í leikjum í spilaranum efst.
Damir Muminovic (Breiðablik) var ekki sáttur við Eyþór Wöhler (KR) í lokin þegar hann fór í Arnór Gauta Jónsson (Breiðablik). „Ég missti af því, eru þeir ekki æskufélagar úr Mosfellsbænum? Þeir hljóta að leysa það sín á milli."

„Ég sé þetta svo illa, ég átti mig ekki á þessu (þegar Axel Óskar Andrésson (KR) lét Patrik Johannesen (Breiðablik) heyra það í lokin). Það var auðvitað rosalegur hiti í leiknum, mörk fram og til baka sem var mjög óvænt fannst mér miðað við hvernig leikurinn spilaðist. Við ætlum að reyna klára leikinn og þeir eru að reyna sækja stigið. Það verður bara hamagangur og upp að ákveðnu marki er það bara hluti af leiknum, tilfinningar og menn skilja svo bara sáttir. Það er bara hluti af fótbolti."

Uppalinn KR-ingur
„Það er alltaf góð tilfinning að vinna. Það eru að verða komin tíu ár núna síðan ég var síðast í KR. Í dag er ég bara þjálfari Breiðabliks og þetta er bara eins og hver annar leikur þannig lagað. Auðvitað sögufrægur völlur, alltaf gaman að koma og spila hér og frábært að fara héðan með þrjú stig."

Jason þefar þessa bolta uppi
Jason Daði Svanþórsson skoraði þriðja mark Breiðabliks eftir mistök hjá Guy Smit í marki KR.

„Virkilega vel gert hjá Jasoni. Uppleggið var, þegar við myndum ná boltanum niður, að fara og finna Jason og Aron (Bjarnason). Jason þefar þessa bolta uppi og klárar þetta svakalega yfirvegað. Virkilega vel gert hjá honum."

Virkilega vel svarað
Breiðablik hafði fyrir þennan leik tapað tveimur leikjum í röð. Liðið tapaði gegn Víkingi í bikarnum og svo gegn Keflavík í bikarnum.

„Mjög ánægður. Víkingsleikurinn var að mínu mati 50-50 leikur og öll tölfræði og annað bakkar það upp, við vorum yfir í flestum návígum í þeim leik. Mér fannst hugur í mönnum en við bara klikkuðum á ögurstundum og sýndum slakan varnarleik í 1 á 1 stöðum sem má ekki gera gegn Víkingi."

„Keflavíkurleikurinn var mjög slakur, andlaus. Ég veit ekki hvort að menn hafi verið í einhverjum öðrum leik en þeim leik og auðvitað svekkjandi að detta út úr bikarkeppninni. Menn svöruðu virkilega vel í dag og mikill andi í liðinu,"
sagði Dóri.

Í viðtalinu ræðir hann um völl KR-inga, gagnrýnina á RÚV eftir bikarleikinn og stöðuna á meiddu leikmönnunum.
Athugasemdir