Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mán 29. apríl 2024 20:56
Stefán Marteinn Ólafsson
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur og Fram skiptu stigunum á milli sín í kvöld þegar þessi lið mættust í 4.umferð Bestu deildar karla á N1 vellinum Hlíðarenda. 


Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Fram

„Sýnir mikinn karakter og viljastyrtk í liðinu. Við erum ofboðslega stoltir af strákunum fyrir að ná að snúa þessu við og ná að þrýsta Völsurum kannski nokkrum sinnum aftar á völlinn sérstaklega síðustu mínúturnar og knýja fram jafntefli." Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari Fram eftir leikinn í dag.

„Mér fannst við eiga þetta skilið miðað við færi leiksins og þó Valsmenn hafi verið meira með boltann þá opnuðu þeir okkur sáralítið og sérstaklega í fyrri hálfleik. Ég held að við höfum átt fleirri færi og hættulegri færi í fyrri hálfleik." 

Þrátt fyrir sterkari fyrri hálfleik þá var ekki alveg sami kraftur í Fram í þeim síðari. 

„Valsmenn voru betri í síðari hálfleik, enginn spurning og þrýstu okkur neðar og héldu í boltann vel. Þeir fundu fleirri opnanir. Við vörðumst bara ágætlega og heppnir að einhverju leyti að boltinn fór í varnarmann og útaf í staðinn fyrir að fara í átt að marki og annað slíkt en við héldum bara haus."

Viktor Bjarki Daðason skoraði jöfnunarmark Fram eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

„Geggjað fyrir þennan dreng að fá að koma hér inn á og tala nú ekki um að skora svona ungur. Það er ábyrgðarhlutverk okkar að passa vel upp á hann og það er hættulegt að setja hann svona ungan strák inn á sem er kannski óharðnaður en hann er þroskaður og hefur æft ofboðslega vel hjá okkur í vetur og spilað mikið af mínútum fyrir okkur. Hann er inn og út úr hóp en við ákváðum að gefa honum sénsin í dag."

„Þegar við þurftum að þrýsta okkur framar á völlinn hérna í restina þá er fínt að fá einn stórann inn á til að taka við af Gumma sem var búin að vinna gríðarlega vinnu og Viktor er markaskorari af guðs náð og er með hæð, styrk og er að þroskast mikið. Það er ofboðslega sætt og gaman fyrir okkur að fá eitthvað út úr honum og sýnir honum að hann á fína framtíð fyrir sér ef hann heldur rétt á spöðunum." 

Nánar er rætt við Rúnar Kristinsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner