Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   mán 29. apríl 2024 20:56
Stefán Marteinn Ólafsson
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur og Fram skiptu stigunum á milli sín í kvöld þegar þessi lið mættust í 4.umferð Bestu deildar karla á N1 vellinum Hlíðarenda. 


Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Fram

„Sýnir mikinn karakter og viljastyrtk í liðinu. Við erum ofboðslega stoltir af strákunum fyrir að ná að snúa þessu við og ná að þrýsta Völsurum kannski nokkrum sinnum aftar á völlinn sérstaklega síðustu mínúturnar og knýja fram jafntefli." Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari Fram eftir leikinn í dag.

„Mér fannst við eiga þetta skilið miðað við færi leiksins og þó Valsmenn hafi verið meira með boltann þá opnuðu þeir okkur sáralítið og sérstaklega í fyrri hálfleik. Ég held að við höfum átt fleirri færi og hættulegri færi í fyrri hálfleik." 

Þrátt fyrir sterkari fyrri hálfleik þá var ekki alveg sami kraftur í Fram í þeim síðari. 

„Valsmenn voru betri í síðari hálfleik, enginn spurning og þrýstu okkur neðar og héldu í boltann vel. Þeir fundu fleirri opnanir. Við vörðumst bara ágætlega og heppnir að einhverju leyti að boltinn fór í varnarmann og útaf í staðinn fyrir að fara í átt að marki og annað slíkt en við héldum bara haus."

Viktor Bjarki Daðason skoraði jöfnunarmark Fram eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

„Geggjað fyrir þennan dreng að fá að koma hér inn á og tala nú ekki um að skora svona ungur. Það er ábyrgðarhlutverk okkar að passa vel upp á hann og það er hættulegt að setja hann svona ungan strák inn á sem er kannski óharðnaður en hann er þroskaður og hefur æft ofboðslega vel hjá okkur í vetur og spilað mikið af mínútum fyrir okkur. Hann er inn og út úr hóp en við ákváðum að gefa honum sénsin í dag."

„Þegar við þurftum að þrýsta okkur framar á völlinn hérna í restina þá er fínt að fá einn stórann inn á til að taka við af Gumma sem var búin að vinna gríðarlega vinnu og Viktor er markaskorari af guðs náð og er með hæð, styrk og er að þroskast mikið. Það er ofboðslega sætt og gaman fyrir okkur að fá eitthvað út úr honum og sýnir honum að hann á fína framtíð fyrir sér ef hann heldur rétt á spöðunum." 

Nánar er rætt við Rúnar Kristinsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner