Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mán 29. apríl 2024 20:56
Stefán Marteinn Ólafsson
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur og Fram skiptu stigunum á milli sín í kvöld þegar þessi lið mættust í 4.umferð Bestu deildar karla á N1 vellinum Hlíðarenda. 


Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Fram

„Sýnir mikinn karakter og viljastyrtk í liðinu. Við erum ofboðslega stoltir af strákunum fyrir að ná að snúa þessu við og ná að þrýsta Völsurum kannski nokkrum sinnum aftar á völlinn sérstaklega síðustu mínúturnar og knýja fram jafntefli." Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari Fram eftir leikinn í dag.

„Mér fannst við eiga þetta skilið miðað við færi leiksins og þó Valsmenn hafi verið meira með boltann þá opnuðu þeir okkur sáralítið og sérstaklega í fyrri hálfleik. Ég held að við höfum átt fleirri færi og hættulegri færi í fyrri hálfleik." 

Þrátt fyrir sterkari fyrri hálfleik þá var ekki alveg sami kraftur í Fram í þeim síðari. 

„Valsmenn voru betri í síðari hálfleik, enginn spurning og þrýstu okkur neðar og héldu í boltann vel. Þeir fundu fleirri opnanir. Við vörðumst bara ágætlega og heppnir að einhverju leyti að boltinn fór í varnarmann og útaf í staðinn fyrir að fara í átt að marki og annað slíkt en við héldum bara haus."

Viktor Bjarki Daðason skoraði jöfnunarmark Fram eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

„Geggjað fyrir þennan dreng að fá að koma hér inn á og tala nú ekki um að skora svona ungur. Það er ábyrgðarhlutverk okkar að passa vel upp á hann og það er hættulegt að setja hann svona ungan strák inn á sem er kannski óharðnaður en hann er þroskaður og hefur æft ofboðslega vel hjá okkur í vetur og spilað mikið af mínútum fyrir okkur. Hann er inn og út úr hóp en við ákváðum að gefa honum sénsin í dag."

„Þegar við þurftum að þrýsta okkur framar á völlinn hérna í restina þá er fínt að fá einn stórann inn á til að taka við af Gumma sem var búin að vinna gríðarlega vinnu og Viktor er markaskorari af guðs náð og er með hæð, styrk og er að þroskast mikið. Það er ofboðslega sætt og gaman fyrir okkur að fá eitthvað út úr honum og sýnir honum að hann á fína framtíð fyrir sér ef hann heldur rétt á spöðunum." 

Nánar er rætt við Rúnar Kristinsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner