Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   mán 29. apríl 2024 20:56
Stefán Marteinn Ólafsson
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur og Fram skiptu stigunum á milli sín í kvöld þegar þessi lið mættust í 4.umferð Bestu deildar karla á N1 vellinum Hlíðarenda. 


Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Fram

„Sýnir mikinn karakter og viljastyrtk í liðinu. Við erum ofboðslega stoltir af strákunum fyrir að ná að snúa þessu við og ná að þrýsta Völsurum kannski nokkrum sinnum aftar á völlinn sérstaklega síðustu mínúturnar og knýja fram jafntefli." Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari Fram eftir leikinn í dag.

„Mér fannst við eiga þetta skilið miðað við færi leiksins og þó Valsmenn hafi verið meira með boltann þá opnuðu þeir okkur sáralítið og sérstaklega í fyrri hálfleik. Ég held að við höfum átt fleirri færi og hættulegri færi í fyrri hálfleik." 

Þrátt fyrir sterkari fyrri hálfleik þá var ekki alveg sami kraftur í Fram í þeim síðari. 

„Valsmenn voru betri í síðari hálfleik, enginn spurning og þrýstu okkur neðar og héldu í boltann vel. Þeir fundu fleirri opnanir. Við vörðumst bara ágætlega og heppnir að einhverju leyti að boltinn fór í varnarmann og útaf í staðinn fyrir að fara í átt að marki og annað slíkt en við héldum bara haus."

Viktor Bjarki Daðason skoraði jöfnunarmark Fram eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

„Geggjað fyrir þennan dreng að fá að koma hér inn á og tala nú ekki um að skora svona ungur. Það er ábyrgðarhlutverk okkar að passa vel upp á hann og það er hættulegt að setja hann svona ungan strák inn á sem er kannski óharðnaður en hann er þroskaður og hefur æft ofboðslega vel hjá okkur í vetur og spilað mikið af mínútum fyrir okkur. Hann er inn og út úr hóp en við ákváðum að gefa honum sénsin í dag."

„Þegar við þurftum að þrýsta okkur framar á völlinn hérna í restina þá er fínt að fá einn stórann inn á til að taka við af Gumma sem var búin að vinna gríðarlega vinnu og Viktor er markaskorari af guðs náð og er með hæð, styrk og er að þroskast mikið. Það er ofboðslega sætt og gaman fyrir okkur að fá eitthvað út úr honum og sýnir honum að hann á fína framtíð fyrir sér ef hann heldur rétt á spöðunum." 

Nánar er rætt við Rúnar Kristinsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner