Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   mán 29. apríl 2024 20:56
Stefán Marteinn Ólafsson
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur og Fram skiptu stigunum á milli sín í kvöld þegar þessi lið mættust í 4.umferð Bestu deildar karla á N1 vellinum Hlíðarenda. 


Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Fram

„Sýnir mikinn karakter og viljastyrtk í liðinu. Við erum ofboðslega stoltir af strákunum fyrir að ná að snúa þessu við og ná að þrýsta Völsurum kannski nokkrum sinnum aftar á völlinn sérstaklega síðustu mínúturnar og knýja fram jafntefli." Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari Fram eftir leikinn í dag.

„Mér fannst við eiga þetta skilið miðað við færi leiksins og þó Valsmenn hafi verið meira með boltann þá opnuðu þeir okkur sáralítið og sérstaklega í fyrri hálfleik. Ég held að við höfum átt fleirri færi og hættulegri færi í fyrri hálfleik." 

Þrátt fyrir sterkari fyrri hálfleik þá var ekki alveg sami kraftur í Fram í þeim síðari. 

„Valsmenn voru betri í síðari hálfleik, enginn spurning og þrýstu okkur neðar og héldu í boltann vel. Þeir fundu fleirri opnanir. Við vörðumst bara ágætlega og heppnir að einhverju leyti að boltinn fór í varnarmann og útaf í staðinn fyrir að fara í átt að marki og annað slíkt en við héldum bara haus."

Viktor Bjarki Daðason skoraði jöfnunarmark Fram eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

„Geggjað fyrir þennan dreng að fá að koma hér inn á og tala nú ekki um að skora svona ungur. Það er ábyrgðarhlutverk okkar að passa vel upp á hann og það er hættulegt að setja hann svona ungan strák inn á sem er kannski óharðnaður en hann er þroskaður og hefur æft ofboðslega vel hjá okkur í vetur og spilað mikið af mínútum fyrir okkur. Hann er inn og út úr hóp en við ákváðum að gefa honum sénsin í dag."

„Þegar við þurftum að þrýsta okkur framar á völlinn hérna í restina þá er fínt að fá einn stórann inn á til að taka við af Gumma sem var búin að vinna gríðarlega vinnu og Viktor er markaskorari af guðs náð og er með hæð, styrk og er að þroskast mikið. Það er ofboðslega sætt og gaman fyrir okkur að fá eitthvað út úr honum og sýnir honum að hann á fína framtíð fyrir sér ef hann heldur rétt á spöðunum." 

Nánar er rætt við Rúnar Kristinsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner