Fyrsti heimaleikur Vestra var leikinn á Avis-vellinum í Laugardalnum áttust við Vestri og HK. Leikurinn var færður frá Ísafirði vegna þess að Kerecisvöllurinn er ekki leikfær. Nýliðar Vestra unnu sterkan 1-0 sigur í jöfnum leik. Davíð Smári þjálfari Vestra mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Vestri 1 - 0 HK
„Algjör iðnaðarsigur, klárlega mikilvægur sigur. Mér fannst leikurinn bera þess merki að þetta var mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Mér fannst liðið mitt vera eins og það væri með einhverja þyngd á herðum sér. Það yfirleitt boðar ekki gott.
En ég er stoltur af okkur að við fundum leið og förum héðan með þrjú stig."
Þetta er annar sigurleikur Vestra í röð í deildinni
„Við tökum öllum stigum í þessu. Frammistaðan var ekkert frábær en við verðum að horfa í það að liðið er að vinna gríðarlega mikilvægann sigur þar sem við vorum ekkert sérstakir."
Eiður Aron neyddist til að fara af velli eftir tæklingu Atla Þórs
„Það eru tilfinningar í þessu, ég sá það strax að hann var alvarlega meiddur og bað strax um skiptingu. Þá litast maður aðeins og tilfinningarnar bera mann aðeins ofurliði og maður fer að kalla og öskra. Maður er tengdur liðinu sínu, við erum ein heild í þessu."
Ég á frekar von á því að þetta verði frekar ekki góð tíðindi frekar en góð."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan
Athugasemdir