Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
banner
   sun 28. apríl 2024 17:02
Kári Snorrason
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsti heimaleikur Vestra var leikinn á Avis-vellinum í Laugardalnum áttust við Vestri og HK. Leikurinn var færður frá Ísafirði vegna þess að Kerecisvöllurinn er ekki leikfær. Nýliðar Vestra unnu sterkan 1-0 sigur í jöfnum leik. Davíð Smári þjálfari Vestra mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 HK

„Algjör iðnaðarsigur, klárlega mikilvægur sigur. Mér fannst leikurinn bera þess merki að þetta var mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Mér fannst liðið mitt vera eins og það væri með einhverja þyngd á herðum sér. Það yfirleitt boðar ekki gott.
En ég er stoltur af okkur að við fundum leið og förum héðan með þrjú stig."


Þetta er annar sigurleikur Vestra í röð í deildinni

„Við tökum öllum stigum í þessu. Frammistaðan var ekkert frábær en við verðum að horfa í það að liðið er að vinna gríðarlega mikilvægann sigur þar sem við vorum ekkert sérstakir."


Eiður Aron neyddist til að fara af velli eftir tæklingu Atla Þórs

„Það eru tilfinningar í þessu, ég sá það strax að hann var alvarlega meiddur og bað strax um skiptingu. Þá litast maður aðeins og tilfinningarnar bera mann aðeins ofurliði og maður fer að kalla og öskra. Maður er tengdur liðinu sínu, við erum ein heild í þessu."
Ég á frekar von á því að þetta verði frekar ekki góð tíðindi frekar en góð."


Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan
Athugasemdir
banner
banner