Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
Sandra María: Þetta var gott spark í rassinn
Óskar Smári: Gæðaleysi fram á við þegar leið á leikinn
Jóhann Kristinn: Var mögulega aðeins of pirraður
Bjarni Jó: Eigum að kála þessum leik
Donni: Vonandi það sem koma skal
John Andrews: Viljum spila öðruvísi og kannski er það að skaða okkur
FHL gleymdi búningunum fyrir austan - „Voru ekki lengi að finna búningasett fyrir okkur"
Úlfa Dís hetjan í Garðabæ: Sá einn á einn og hún stóð svolítið flatt
Pétur Rögnvalds: 5-4 er skemmtilegra en 1-0
Ívar Ingimars: Fólk á að borga extra fyrir þessa skemmtun
Davíð Smári: Ákvörðunin erfiðari eftir frammistöðuna gegn Blikum
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Meira svekktur með að það kom óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
Árni Guðna: Þurfum að snúa þessum jafnteflum upp í sigra
De Jong spark fékk bara gult spjald „Hann fer bara með takkana í magann á honum"
Matti: Fyrri hálfleikurinn fer í algjört andleysi
   sun 28. apríl 2024 17:02
Kári Snorrason
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsti heimaleikur Vestra var leikinn á Avis-vellinum í Laugardalnum áttust við Vestri og HK. Leikurinn var færður frá Ísafirði vegna þess að Kerecisvöllurinn er ekki leikfær. Nýliðar Vestra unnu sterkan 1-0 sigur í jöfnum leik. Davíð Smári þjálfari Vestra mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 HK

„Algjör iðnaðarsigur, klárlega mikilvægur sigur. Mér fannst leikurinn bera þess merki að þetta var mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Mér fannst liðið mitt vera eins og það væri með einhverja þyngd á herðum sér. Það yfirleitt boðar ekki gott.
En ég er stoltur af okkur að við fundum leið og förum héðan með þrjú stig."


Þetta er annar sigurleikur Vestra í röð í deildinni

„Við tökum öllum stigum í þessu. Frammistaðan var ekkert frábær en við verðum að horfa í það að liðið er að vinna gríðarlega mikilvægann sigur þar sem við vorum ekkert sérstakir."


Eiður Aron neyddist til að fara af velli eftir tæklingu Atla Þórs

„Það eru tilfinningar í þessu, ég sá það strax að hann var alvarlega meiddur og bað strax um skiptingu. Þá litast maður aðeins og tilfinningarnar bera mann aðeins ofurliði og maður fer að kalla og öskra. Maður er tengdur liðinu sínu, við erum ein heild í þessu."
Ég á frekar von á því að þetta verði frekar ekki góð tíðindi frekar en góð."


Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan
Athugasemdir