Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
sunnudagur 22. desember
Championship
West Brom 2 - 0 Bristol City
Úrvalsdeildin
Everton 0 - 0 Chelsea
Fulham 0 - 0 Southampton
Leicester 0 - 3 Wolves
Man Utd 0 - 3 Bournemouth
Tottenham 3 - 6 Liverpool
Bundesligan
Wolfsburg 1 - 3 Dortmund
Bochum 2 - 0 Heidenheim
WORLD: International Friendlies
Northern Mariana Islands 0 - 8 Guam
Serie A
Atalanta 3 - 2 Empoli
Monza 1 - 2 Juventus
Roma 5 - 0 Parma
Venezia 2 - 1 Cagliari
La Liga
Betis 1 - 1 Vallecano
Real Madrid 4 - 2 Sevilla
Leganes 2 - 5 Villarreal
Valencia 2 - 2 Alaves
Las Palmas 1 - 0 Espanyol
mán 29.apr 2024 11:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 4. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. ÍBV, sem féll úr Bestu deildinni í fyrra, endaði í fjórða sæti í spánni.

ÍBV féll úr Bestu deildinni síðasta sumar.
ÍBV féll úr Bestu deildinni síðasta sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hermann Hreiðarsson er þjálfari liðsins.
Hermann Hreiðarsson er þjálfari liðsins.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rasmus Christiansen er mættur 'heim' til Eyja.
Rasmus Christiansen er mættur 'heim' til Eyja.
Mynd/ÍBV
Tómas Bent Magnússon verður í lykilhlutverki.
Tómas Bent Magnússon verður í lykilhlutverki.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliðinn.
Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliðinn.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Henrik Máni B. Hilmarsson, efnilegur miðvörður sem kom frá Stjörnunni.
Henrik Máni B. Hilmarsson, efnilegur miðvörður sem kom frá Stjörnunni.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Oliver Heiðarsson ætti að geta verið býsna góður í Lengjudeildinni.
Oliver Heiðarsson ætti að geta verið býsna góður í Lengjudeildinni.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað skorar Sverrir Páll mikið í sumar?
Hvað skorar Sverrir Páll mikið í sumar?
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV er spáð fjórða sæti.
ÍBV er spáð fjórða sæti.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ÍBV, 176 stig
5. Grindavík, 154 stig
6. Fjölnir, 146 stig
7. Leiknir R., 143 stig
8. Þróttur R., 87 stig
9. Grótta, 83 stig
10. Njarðvík, 68 stig
11. ÍR, 66 stig
12. Dalvík/Reynir, 23 stig

4. ÍBV
Vestmannaeyingar eru aftur mættir í Lengjudeildina eftir að hafa fallið úr Bestu deildinni í fyrra. Síðasta sumar var erfitt fyrir ÍBV þar sem liðið lenti í mikið af meiðslum og náði litlum sem engum takti. Eftir tímabilið drógu Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Heimir Hallgrímsson, tveir miklir Eyjamenn, upp slæma mynd af fótboltanum í Vestmannaeyjum. Heimir talaði um það í viðtali við Fótbolta.net að þeir sem stjórni í Eyjum hafi sofið á verðinum með fótboltann og að hann sé að dragast aftur úr. Það er spurning hvort þetta fall niður í Lengjudeildina hafi verið ákveðin vakning fyrir Eyjamenn og hvort þeir fari aftur að rífa sig í gang.

Þjálfarinn: Hermann Hreiðarsson stýrir áfram skútunni hjá ÍBV, líkt og hann hefur gert síðustu ár. Það eru fáir með jafnmikið Eyjahjarta og Hemmi Hreiðars. Einn af okkar bestu fótboltamönnum á síðustu 20 árum eða svo, og einn besti varnarmaður sem Ísland hefur átt. Hann er að þjálfa Eyjaliðið í annað sinn en er með talsvert meiri reynslu núna. Þessi skemmtilegi karakter er núna á leið inn í sitt þriðja tímabil eftir að hafa tekið við liðinu aftur og það verður fróðlegt að sjá hvort hann nái að koma ÍBV upp í fyrstu tilraun.

Baldvin Már Borgarsson, þjálfari Árbæjar, er sérfræðingur Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina. Hann fer yfir liðin; þeirra styrkleika, veikleika og fleira. Í fyrra var hann aðstoðarþjálfari Ægis í Lengjudeildinni og þekkir hann því hana býsna vel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Baldvin Már Borgarsson.

Styrkleikar: Margir flottir leikmenn til staðar. Vonandi heilsteyptari og sterkari stemning fyrir liðinu þar sem fleiri Íslendingar verða í stórum hlutverkum. Heimavöllurinn yfirleitt öflugur fyrir Eyjamenn.

Veikleikar: Þunnur hópur. Meiðsli hafa strítt Eyjamönnum undanfarin ár og vill ég meina að þau hafi sett stórt strik í tímabil Eyjamanna í fyrra sem á endanum féllu. Í ár er hópurinn talsvert þynnri en áður og það gæti komið í bakið á Eyjamönnum ef lykilmennirnir haldast ekki heilir.

Lykilmenn:
Rasmus Christiansen - Gríðarlega klókt hjá ÍBV að sækja þennan reynslubolta, leiðtoga og frábæra einstakling. Ekki skemmir fyrir að hann er mjög góður í fótbolta og nánast innfæddur Eyjamaður eftir að hafa orðið ástfanginn þarna.

Tómas Bent Magnússon - Að mínu mati einn besti miðjumaður deildarinnar. Búinn að vera meiddur of mikið undanfarið og ég er að fatta það núna að ég gleymdi honum hreinlega í úrvalsliðið í útvarpsþættinum. Hann væri mögulega þar inni fyrir liðsfélaga sinn Alex Frey. Bestu deildar lið eiga að skoða þennan ef Eyjamenn komast ekki upp; á ekkert heima í Lengjudeildinni.

Alex Freyr Hilmarsson - Frábær knattspyrnumaður sem þarf að eiga gott tímabil til að aðstoða Eyjamenn í baráttunni, þarf að búa til nokkur færi fyrir Sverri Hjaltested og hina sóknarmennina.

Fylgist með: Henrik Máni Hilmarsson, ungur hafsent á láni frá Stjörnunni. Virkilega efnilegur leikmaður.

Komnir:
Rasmus Christiansen frá Aftureldingu
Hjörvar Daði Arnarsson frá HK
Vicente Valor frá Bandaríkjunum
Henrik Máni B. Hilmarsson á láni frá Stjörnunni
Eiður Atli Rúnarsson á láni frá HK
Víðir Þorvarðarson frá KFS

Farnir:
Eiður Aron Sigurbjörnsson í Vestra
Elvis Bwomono til St. Mirren
Guy Smit til KR (var á láni frá Val)
Halldór Jón Sigurður Þórðarson í Fylki
Jón Jökull Hjaltason í Þór
Breki Ómarsson
Guðjón Orri Sigurjónsson
Filip Valencic til Póllands
Kevin Bru
Michael Jordan Nkololo
Richard King til Jamaíku
Dwayne Atkinson til Jamaíku



Dómur Badda fyrir gluggann: 6
Vantar kannski svolítið inn fyrir Eið Aron, Elvis og fleiri gæða leikmenn sem hafa farið, en ég ætla samt að láta Eyjamenn standast prófið fyrir að snarfækka erlendum málaliðum og taka frekar inn unga íslenska stráka sem fá vonandi stór hlutverk í liðinu, hugsanlega á kostnað 'short term' árangurs.

Fyrstu þrír leikir ÍBV:
4. maí, Dalvík/Reynir - ÍBV (Dalvíkurvöllur)
10. maí, ÍBV - Þróttur R. (Hásteinsvöllur)
20. maí, ÍBV - Þór (Hásteinsvöllur)

Í besta og versta falli að mati Badda: Í besta falli enda þeir í þriðja sæti og í versta falli enda þeir í sjöunda sæti.
Athugasemdir
banner
banner