Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 28. apríl 2024 17:34
Sölvi Haraldsson
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er rosalega vonsvikinn með úrslitinn og það er erfitt að kyngja því.“  sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir 2-1 tap gegn FH í dag.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 FH

Jón Þór telur að leikurinn hafi heilt yfir verið fínn hjá ÍA en þeir náðu ekki að nýta sér það að vera betri aðilinn.

Mér fannst við ekki byrja nægilega vel. Við vorum ekki að hitta sendingarnar í dag sem gaf FH-ingum mikið af skyndisóknum, helst til of mörgum fyrir minn smekk. Síðan tókum við yfir seinni partinn í fyrri hálfeik og jöfnum leikinn. Við byrjum seinni hálfleikinn betur en náðum ekki nýta það. Síðan skora þeir 2-1 og við tökum öll völd á leiknum aftur eftir það en náðum ekki að gera okkur neitt mat úr því sem er svekkjandi.

Fyrsta mark leiksins kom af löngu færi en það eru einhverjir sem hefðu viljað sjá Árna í marki Skagamanna gera betur í því.

Ég á bara eftir að sjá markið aftur. Ég átta mig ekki á því hvort veggurinn hafi verið eitthvað á röngum stað en auðvitað á Árni alltaf að verja skot þaðan held ég. En við þurfum bara að sjá það aftur.“

Hlynur Sævar fór meiddur af velli í dag en staðan á honum er alls ekki góð að sögn Jón Þórs.

Hún er slæm mjög slæm. Mér skilst að hann sé á leiðinni í aðgerð. Hann meiddist á öxl eða viðbeini. Án þess að ég hafi fengið frekari fréttir af því fór hann úr lið eða eitthvað slíkt. Mér skilst bara að hann sé að bíða eftir aðgerð.

Það fóru mikið af spjöldum á loft í dag en margir velta því fyrir sér hvernig línan hjá Helga Mikael, dómara leiksins, var í dag. Jón Þór var allt annað en sáttur með dómgæsluna í dag.

Ég var virkilega ósáttur með dómgæsluna í dag, mér fannst hún alveg galin. Bara hræðileg. Stjórnunin á leiknum var ömurleg og frammistaðan bara mjög slæm. Spjaldagleði og algjörlega úr takt við leikinn. Mér leið eins og hann væri búinn að spjalda okkur alla áður en FH-ingarnir fengu spjald. Mér fannst ekkert samræmi í því. En auðvitað sér maður það kannski ekki alveg í réttu ljósi á hliðarlínunni. Þessi leikur var alls ekki vel dæmdur.

Það hefur mikið verið rætt og ritað um að ÍA sé að spila leikina sína inni í Akraneshöllinni en Jón Þór staðfesti það að ÍA munu spila úti í næsta heimaleik liðsins.

Það er klárt mál. Við vorum að kveðja Akraneshöllina í dag. Völlurinn er byrjaður að taka við sér en hann er alls ekki tilbúinn. Það hefði ekki verið gæfulegt að spila á honum í dag, því miður. Hann er byrjaður að taka við sér og það er verið að vinna í honum. Hann verður geggjaður í sumar.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir 2-1 sigur á FH í dag.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner