Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
   sun 28. apríl 2024 17:34
Sölvi Haraldsson
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er rosalega vonsvikinn með úrslitinn og það er erfitt að kyngja því.“  sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir 2-1 tap gegn FH í dag.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 FH

Jón Þór telur að leikurinn hafi heilt yfir verið fínn hjá ÍA en þeir náðu ekki að nýta sér það að vera betri aðilinn.

Mér fannst við ekki byrja nægilega vel. Við vorum ekki að hitta sendingarnar í dag sem gaf FH-ingum mikið af skyndisóknum, helst til of mörgum fyrir minn smekk. Síðan tókum við yfir seinni partinn í fyrri hálfeik og jöfnum leikinn. Við byrjum seinni hálfleikinn betur en náðum ekki nýta það. Síðan skora þeir 2-1 og við tökum öll völd á leiknum aftur eftir það en náðum ekki að gera okkur neitt mat úr því sem er svekkjandi.

Fyrsta mark leiksins kom af löngu færi en það eru einhverjir sem hefðu viljað sjá Árna í marki Skagamanna gera betur í því.

Ég á bara eftir að sjá markið aftur. Ég átta mig ekki á því hvort veggurinn hafi verið eitthvað á röngum stað en auðvitað á Árni alltaf að verja skot þaðan held ég. En við þurfum bara að sjá það aftur.“

Hlynur Sævar fór meiddur af velli í dag en staðan á honum er alls ekki góð að sögn Jón Þórs.

Hún er slæm mjög slæm. Mér skilst að hann sé á leiðinni í aðgerð. Hann meiddist á öxl eða viðbeini. Án þess að ég hafi fengið frekari fréttir af því fór hann úr lið eða eitthvað slíkt. Mér skilst bara að hann sé að bíða eftir aðgerð.

Það fóru mikið af spjöldum á loft í dag en margir velta því fyrir sér hvernig línan hjá Helga Mikael, dómara leiksins, var í dag. Jón Þór var allt annað en sáttur með dómgæsluna í dag.

Ég var virkilega ósáttur með dómgæsluna í dag, mér fannst hún alveg galin. Bara hræðileg. Stjórnunin á leiknum var ömurleg og frammistaðan bara mjög slæm. Spjaldagleði og algjörlega úr takt við leikinn. Mér leið eins og hann væri búinn að spjalda okkur alla áður en FH-ingarnir fengu spjald. Mér fannst ekkert samræmi í því. En auðvitað sér maður það kannski ekki alveg í réttu ljósi á hliðarlínunni. Þessi leikur var alls ekki vel dæmdur.

Það hefur mikið verið rætt og ritað um að ÍA sé að spila leikina sína inni í Akraneshöllinni en Jón Þór staðfesti það að ÍA munu spila úti í næsta heimaleik liðsins.

Það er klárt mál. Við vorum að kveðja Akraneshöllina í dag. Völlurinn er byrjaður að taka við sér en hann er alls ekki tilbúinn. Það hefði ekki verið gæfulegt að spila á honum í dag, því miður. Hann er byrjaður að taka við sér og það er verið að vinna í honum. Hann verður geggjaður í sumar.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir 2-1 sigur á FH í dag.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner