Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
mánudagur 23. desember
Engin úrslit úr leikjum í dag
mán 29.apr 2024 12:30 Mynd: Hrefna Morthens
Magazine image

Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeild kvenna: 7. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeild kvenna í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð í deildinni. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Í sjöunda sæti í spánni er Selfoss sem féll úr Bestu deildinni í fyrra.

Selfoss fagnar marki á síðustu leiktíð.
Selfoss fagnar marki á síðustu leiktíð.
Mynd/Hrefna Morthens
Björn Sigurbjörnsson og Sif Atladóttir.
Björn Sigurbjörnsson og Sif Atladóttir.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Unnur Dóra Bergsdóttir er fyrirliði Selfoss.
Unnur Dóra Bergsdóttir er fyrirliði Selfoss.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín Ágústsdóttir er framherji sem mun taka enn stærra hlutverk í sumar.
Katrín Ágústsdóttir er framherji sem mun taka enn stærra hlutverk í sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eva Ýr Helgadóttir er mætt í markið.
Eva Ýr Helgadóttir er mætt í markið.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magdalena er að snúa aftur inn á völlinn.
Magdalena er að snúa aftur inn á völlinn.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áslaug Dóra fór til Örebro í Svíþjóð.
Áslaug Dóra fór til Örebro í Svíþjóð.
Mynd/Hrefna Morthens
Barbára fór í Breiðablik.
Barbára fór í Breiðablik.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég er bara mjög spenntur fyrir að hefja fótboltasumarið og að fá að sjá allar efnilegu stelpur landsins spreyta sig. Ég vona að þroski ungra leikmanna fái að vera í fyrirrúmi þó svo allir vilji að sjálfsögðu vinna leiki'
'Ég er bara mjög spenntur fyrir að hefja fótboltasumarið og að fá að sjá allar efnilegu stelpur landsins spreyta sig. Ég vona að þroski ungra leikmanna fái að vera í fyrirrúmi þó svo allir vilji að sjálfsögðu vinna leiki'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað gerir Selfoss í sumar?
Hvað gerir Selfoss í sumar?
Mynd/Hrefna Morthens
Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7. Selfoss, 76 stig
8. Grótta, 61 stig
9. ÍA, 56 stig
10. ÍR, 21 stig

7. Selfoss
Síðasta sumar var afar erfitt fyrir Selfoss. Þær voru búnar að festa sig í sessi í Bestu deildinni og voru meira að segja bikarmeistarar fyrir fimm árum síðan. En í fyrra gekk gjörsamlega ekkert upp hjá Selfossi. Þeim var spáð ágætis gengi fyrir mót en liðið náði engum takti og endaði á því að falla á sannfærandi hátt. Karlaliðið féll líka úr Lengjudeildinni og sumarið á Selfossi var hrein hörmung. Núna er Selfossliðið mætt í Lengjudeildina og það á greinilega að byggja upp aftur. Það gæti tekið tíma og er liðinu ekki spáð sérlega góðu gengi í sumar. Eftir nokkur ár gæti maður samt sem áður hugsað að það hafi verið hollt fyrir Selfoss að falla, en ungir og efnilegir leikmenn liðsins koma til með að taka stærra hlutverk í sumar og fá þær tækifæri til að láta ljós sitt skína.

Þjálfarinn: Björn Sigurbjörnsson mun halda áfram með liðið þrátt fyrir að fall hafi verið niðurstaðan í fyrra. Á fyrsta tímabili Björns hafnaði liðið í fimmtaa sæti Bestu deildarinnar en liðið féll síðan úr deildinni í fyrra. Björn hefur mikla þjálfarareynslu en hann var aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Kristianstad í Svíþjóð í tíu ár og tók þátt í uppbyggingu yngri flokka starfs félagsins frá árinu 2015. Áður en hann hélt erlendis hafði hann verið aðstoðarþjálfari bæði hjá karla- og kvennaliðum Víkings og þjálfað yngri flokka hjá Víkingi, Þrótti R, Fram og Val.

Styrkleikar: Eins og áður segir þá felast kannski ákveðin tækifæri í því að falla. Á Selfossi eru ungir og efnilegir leikmenn sem eru tilbúnar að taka næsta skref og munu fá aukin tækifæri núna þegar liðið spilar í Lengjudeildinni. Björn er þjálfari með mikla reynslu og eiginkona hans, Sif Atladóttir, verður eflaust eitthvað í kringum liðið sem er virkilega gott. Selfoss ætlar að treysta á heimakonur og það mun væntanlega laða fólk enn frekar á völlinn, og búa þá til enn meiri stemningu.

Veikleikar: Rosalega margir lykilmenn eru horfnir á braut. Það er spennandi að ungir leikmenn munu fá tækifæri í sumar en aftur á móti þá er þetta líklega verkefni sem mun taka tíma. Þetta gerist ekki á einni nóttu, eða maður býst allavega ekki við því. Sumarið í ár gæti verið erfitt úrslitalega séð og það þarf þolinmæði í þetta. Þolinmæði er kannski ekki alltaf besta orðið í fótbolta. Það hefur gengið illa á undirbúningstímabilinu og sjálfstraustið er líklega ekki í botni þegar komið er inn í tímabilið. Sóknarleikur liðsins var alveg hörmulegur í fyrra og það er eitthvað sem þær þurfa að laga. Skoruðu aðeins tólf mörk í 21 leik í fyrra. Selfoss ætlaði að fá sér erlenda leikmenn en það hefur verið vandamál að græja atvinnuleyfi.

Lykilmenn: Eva Ýr Helgadóttir, Katrín Ágústsdóttir, Unnur Dóra Bergsdóttir.

Fylgist með: Magdalena Anna Reimus er leikmaður sem verður gaman að fylgjast með í sumar ef hún spilar. Hún hafði spilað með Selfossi frá árinu 2015 og varð bikarmeistari með liðinu árið 2019. Hún ákvað að leggja skóna á hilluna fyrir tímabilið í fyrra og sneri sér að dómgæslu og var fljót að vinna sig upp þar. Hún hefur spilað með Selfossi á undirbúningstímabilinu og það væri frábært fyrir liðið ef hún spilar eitthvað hlutverk í sumar.

Komnar:
Eva Ýr Helgadóttir frá Aftureldingu

Farnar:
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir til Svíþjóðar
Barbára Sól Gísladóttir í Breiðablik
Bergrós Ásgeirsdóttir til Ítalíu
Grace Leigh Sklopan til Rúmeníu
Haley Marie Johnson til Ástralíu
Idun Kristine Jorgensen til Noregs
Íris Una Þórðardóttir í Þrótt R.
Katla María Þórðardóttir til Svíþjóðar
Kristrún Rut Antonsdóttir í Þrótt R.
Sif Atladóttir hætt

Það verður lengri tíma verkefni að komast upp
Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, segir að spáin komi svo sem ekkert á óvart. Áherslan í sumar verður að spila á ungum leikmönnum og þróa liðið áfram.

„Það er erfitt að sjá fyrir hvernig þessi deild mun spilast og við fengum að spila gegn verðandi andstæðingum úr deildinni í fyrsta skipti í bikarnum gegn ÍA. Það var hörkuleikur og miðað við hvernig lengjubikarinn hefur spilast fyrir þessi lið þá er þessi spá kannski ekkert til að láta koma sér á óvart. Spáin sem slík kemur okkur ekkert á óvart, við misstum 14 leikmenn frá síðasta tímabili og höfum í raun bara fengið eina inn sem hefur spilað með okkur þannig að áherslan verður lögð á að spila á ungum leikmönnum félagsins. Það er alveg ljóst að deildin verður erfið og jöfn en við stefnum að því að koma á óvart."

„Síðasta tímabil var mjög erfitt og skrýtið. Við spiluðum marga góða leiki við góð lið, töpuðum sjaldan með meira en einu marki en tókst mjög illa að skapa mörk og úrslit. Þetta var lærdómsríkt tímabil fyrir okkur þjálfarana og ungu leikmenninna í hópnum sem eru að stíga upp í ár og taka stærri hlutverk. Tímabilið í heild sinni voru vissulega mikil vonbrigði en margt sem við lærðum í ferlinu."

„Undirbúningstímabilið er búið að vera mjög erfitt með þetta unga lið gegn öllum Bestudeildar liðunum. Það er hins vegar búið að vera ótrúlega skemmtilegt hjá okkur. Erum búin að æfa vel og þjappa okkur vel saman og höfum séð gríðarlegar framfarir í leik okkar á milli leikja."

„Það eru talsverðar breytingar á liðinu, þrjár fóru í atvinnumennsku, þrjár fóru upp í Bestu deild, lánsmenn snéru heim og sömuleiðis erlendir leikmenn. Ofan á það lagði Sif skóna á hilluna þó hún hafi aðeins hjálpað okkur í vetur. Eva Ýr, sem er mikill fengur fyrir okkur, er eini nýi leikmaðurinn sem hefur spilað fyrir okkur í vetur en það stóð til að taka inn þrjá erlenda leikmenn til að styðja við framfarir þessa unga liðs en við lentum í alls konar veseni með atvinnuleyfi og eins og staðan er núna þá stefnir í að við fáum leyfi fyrir tvær þeirra. Við ákváðum að fara bara þá leið að taka erlenda leikmenn í stöður sem okkur vantaði leikmenn í."

„Við eigum fyrir í félaginu helling af efnilegum sóknarleikmönnum og miðjumönnum og viljum leyfa þeim að blómstra og gefa þeim aukna ábyrgð. Auk þess eru þær Magda og Anna María hægt og bítandi að finna fyrra form og það er mikill liðstyrkur fyrir okkur. Við höfum svo sem reynt að fá einhverja leikmenn á láni en það gengur illa að fá leikmenn yfir heiðina. Það er bara eins og það er, en staðreyndin var alltaf sú að við ætluðum okkur að spila á sunnlensku liði og byggja upp nýtt lið af uppöldum leikmönnum nú þegar síðasta kynslóð er að mestu leyti flogin úr hreiðrinu."

„Miðað við úrslit vetrarins þá ætti deildin að geta orðið jöfn og skemmtileg. Það er alveg ljóst að miðað við fjárfestingar þá munu Fram og Afturelding gera sterkt tilkall til Bestu deildar á næsta ári. En það eru önnur lið sem munu geta strítt og líklegt að útlendingalotteríið muni hafa sterk áhrif. Markmið okkar er að verða smátt og smátt betri og að gefa uppöldu leikmönnum okkar tækifæri að vaxa í sínum hlutverkum. Það verður lengri tíma verkefni að komast upp á meðal þeirra bestu aftur en við ætlum taka lítil skref í einu og sjá hverju það skilar okkur."

„Ég er bara mjög spenntur fyrir að hefja fótboltasumarið og að fá að sjá allar efnilegu stelpur landsins spreyta sig. Ég vona að þroski ungra leikmanna fái að vera í fyrirrúmi þó svo allir vilji að sjálfsögðu vinna leiki. Hlakka til að sjá ykkur á völlunum í sumar."


Fyrstu þrír leikir Selfoss:
5. maí, Selfoss - FHL (JÁVERK-völlurinn)
14. maí, Fram - Selfoss (Lambhagavöllurinn)
23. maí, Selfoss - ÍR (JÁVERK-völlurinn)
Athugasemdir
banner
banner