Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. ágúst 2021 19:39
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Fylkir hefur rætt við Rúnar Pál
Rúnar Páll í Árbæinn?
Rúnar Páll í Árbæinn?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Stígsson voru reknir sem þjálfarar Fylkis í dag og nú er talið líklegast að Rúnar Páll Sigmundsson, fyrrum þjálfari Stjörnunnar, taki við liðinu.

Samkvæmt heimildum Vísis hafa Fylkismenn sett sig í samband við Rúnar.

Rúnar sagði óvænt upp störfum hjá Stjörnunni í upphafi Íslandsmótsins, efitr sjö ára starf, og tók Þorvaldur Örlygsson við.

Vísir hafði samband við Rúnar Pál í kvöld sem neitaði því ekki að Fylkir hefði haft samband við hann en kvaðst ekki getað tjáð sig frekar um málið.

Fylkismenn eru komnir í fallsæti eftir 0-7 tap gegn Breiðabliki í gær. Þrjár umferðir eru eftir af Pepsi Max-deildinni. Fylkir á eftir að mæta KA á Akureyri, ÍA á Akranesi og Val á heimavelli.

Sjá einnig:
Sér ekki Fylki vinna fleiri leiki á tímabilinu með þessa þjálfara

Rætt var um stöðu Fylkis í Innkastinu:
Innkastið - Kraumar í Laugardal, Fylkiskrísa og Blikar óstöðvandi
Athugasemdir
banner
banner
banner