Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 30. október 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
AS: Markaðsbrella hjá Zlatan - Ekki á leið í spænsku deildina
Zlatan Ibrahimovic er á leið til Spánar en ekki til að spila þar
Zlatan Ibrahimovic er á leið til Spánar en ekki til að spila þar
Mynd: Getty Images
Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic sendi frá sér afar áhugavert myndband í gær þar sem tilkynnti fylgjendum sínum að hann væri á leið til Spánar en spænski miðillinn AS heldur því þó fram að hann sé ekki að fara að spila þar.

Zlatan, sem er 38 ára gamall, hefur skorað 53 mörk í 55 leikjum með Los Angeles Galaxy í MLS-deildinni en samningur hans rennur út í desember.

Mikill áhugi er frá Ítalíu og hafa þar lið á borð við Napoli, AC Milan og Juventus verið nefnd en það er nokkuð ljóst að hann spilar ekki áfram í MLS-deildinni.

Hann sendi frá sér myndband í gær þar sem hann tilkynnti að hann væri á leið til Spánar en AS segir að það sé af öðrum ástæðum en að spila þar.

Zlatan er að öllum líkindum á leið til Spánar sem sendiherra fyrir veðmálasíðuna Bethard og að hann sé ekki á leið í spænsku deildina og að þessi skilaboð hans hafi verið markaðsbrella til að fanga athygli fólks.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner