Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   þri 05. júní 2018 16:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM spáin: E-riðill - 2. sæti
Sviss
Hvað gerir Sviss í Rússlandi?
Hvað gerir Sviss í Rússlandi?
Mynd: Getty Images
Vladimir Petkovic.
Vladimir Petkovic.
Mynd: Getty Images
Shaqiri og Xhaka eru mikilvægir fyrir Sviss.
Shaqiri og Xhaka eru mikilvægir fyrir Sviss.
Mynd: Getty Images
Seferovic hefur ekki skorað mark fyrir félagslið sitt, Benfica, síðan í október.
Seferovic hefur ekki skorað mark fyrir félagslið sitt, Benfica, síðan í október.
Mynd: Getty Images
Manuel Akanji.
Manuel Akanji.
Mynd: Getty Images
HM spá Fótbolta.net heldur áfram í dag og núna er komið að seinni helmingi riðlakeppninnar. Við erum búin að fara í gegnum A-, B-, C- og D-riðla og nú er komið að E-riðlinum. Þar leika Brasilía, Kosta Ríka, og tvær Evrópuþjóðir, Serbía og Sviss.

Sviss mun lenda í öðru sæti ef spámenn Fótbolta.net munu hafa rétt fyrir sér.

Sjá einnig:
Spáin fyrir A-riðil
Spáin fyrir B-riðil
Spáin fyrir C-riðil
Spáin fyrir D-riðil

Í dag er rétt rúm vika í að mótið hefjist. Opnunarleikurinn er á milli Rússlands og Sádí-Arabíu í Moskvu 14. júní. Úrslitaleikurinn verður á sama velli, í Moskvu, 15. júlí.

Spámenn Fótbolta.net: Cloe Lacasse, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Gunnar Logi Gylfason, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Mist Rúnarsdóttir, Natasha Moraa Anasi, Orri Rafn Sigurðarson, Sara Hrund Helgadóttir, Tryggvi Guðmundsson.

Liðin fengu stig frá 1-4 eftir því sem þeim var spáð í riðlinum. Mest var því hægt að fá 44 stig, minnst 11 stig.

Spá Fótbolta.net fyrir E-riðil:

1. sæti.
2. sæti. Sviss, 32 stig
3. sæti. Serbía, 18 stig
4. sæti. Kosta Ríka, 16 stig

Staða á heimslista FIFA: 6.

Um liðið: Heppnin var með Sviss er liðið tryggði sig inn á mótið. Liðið vann Norður-Írland í umspili, samanlagt 1-0 á vítaspyrnumarki sem Norður-Írar voru brjálaðir með. Þess ber þó að geta að Sviss vann níu af 10 leikjum sínum í riðli sínum í undankeppninni. Sviss hefur komist upp úr riðlakeppninni á síðustu stórmótum, gerist það áfram í Rússlandi?

Þjálfarinn: Vladimir Petkovic hefur þjálfað Sviss frá 2014. Hann er fæddur í Saravejo í Bosníu en er með svissneskt ríkisfang. Hann er 54 ára og hefur þjálfað frá 1997. Hann þjálfaði lið í Sviss frá 1997 til 2011 en áður en hann tók við Sviss hafði hann verið að þjálfa hjá Lazio í Seríu A.

Undir stjórn Petkovic fór Sviss í 16-liða úrslit á Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Nú er liðið komið á HM undir hans stjórn og markmiðið er að minnsta kosti að fara í 16-liða úrslitin.

Árangur á síðasta HM: Féllu út í 16-liða úrslitum gegn Argentínu.

Besti árangur á HM: Komust í 8-liða úrslit árin 1934, 1938 og síðast 1954.

Leikir á HM 2018:
17. júní, Brasilía - Sviss (Rostov-On-Don)
22. júní, Serbía - Sviss (Kalíníngrad)
27. júní, Sviss - Kosta Ríka (Nizhny Novgorod)

Af hverju Sviss gæti unnið leiki: Það er fín blanda af reynslu og yngri leikmönnum í liðinu. Kantarnir eru vel mannaðir og eru bakverðirnir sérstaklega öflugir. Stephan Lichtsteiner, nýr leikmaður Arsenal er hægra megin og Ricardo Rodriguz, leikmaður AC Milan, er vinstra megin. Fyrir framan eru Xherdan Shaqiri og Steven Zuber; það eru engir aukvissar heldur. Það er líka góð breidd í þessum stöðum og hæfileikaríkir leikmenn sem geta komið inn ef meiðsli herja á liðið.

Kjarninn í liðinu Shaqiri, Xhaka, Sommer, Lichtsteiner og þessir leikmenn hafa verið lengi saman og þekkja hvorn annan inn og út. Það eru líka að koma inn í liðið yngri leikmenn eins og til að mynda varnarmaðurinn Manuel Akanji, Denis Zakaria, Breel Embolo, Edimilson Fernandes, þeir geta komið inn með ferska vinda.

Af hverju Sviss gæti tapað leikjum: Shaqiri, eins hæfileikaríkur og hann er, vill hafa boltann mikið við fæturnar á sér. Það má líkja honum við Russell Westbrook eða álíka körfboltamann, hann getur hægt á flæðinu hjá liði sínu. Hann er samt líklega hæfileikaríkasti sóknarleikmaður Sviss.

Haris Seferovic mun líklega byrja frammi hjá Sviss en hann er í mikilli lægð og hefur ekki skorað mark fyrir félagslið sitt síðan í október. Liðið þarf alvöru markaskorara og óvíst er hvort leikmenn eins og Seferovic og Embolo geti veitt það.

Stjarnan: Granit Xhaka. Shaqiri er frábær leikmaður og allt það en Xhaka er í gríðarlega mikilvægu hlutverki á miðjunni hjá Sviss. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með Arsenal en hjá Sviss er hann líklega besti maður liðsins. Xhaka er 25 ára og hefur leikið 61 landsleik fyrir Sviss. Segja má að hann sé þeirra Aron Einar eða þess háttar.

Xhaka meiddist á æfingu um daginn og vöknuðu strax miklar áhyggjur en ætti, ef allt er með feldu, að vera klár í slaginn áðir en mótið í Rússlandi hefst.

Fylgstu með: Manuel Akanji, miðvörður sem var keyptur til Borussia Dortmund í janúar. Er 22 ára gamall og hefur aðeins leiki sex landsleiki fyrir Sviss. Hann mun þó líklega byrja í hjarta varnarinnar í Rússlandi.

Fyrir fjórum árum var hann á bekknum í 1. deild í Sviss en hann stækkaði og er í dag kominn til Dortmund. Honum dreymir að spila einn daginn fyrir Manchester United.

Líklegt byrjunarlið að mati Yahoo Sports (4-2-3-1): Yann Sommer; Stephan Lichtsteiner, Fabian Schar, Manuel Akanji, Ricardo Rodriguez; Granit Xhaka, Remo Freuler; Xherdan Shaqiri, Blerim Dzemaili, Steven Zuber; Haris Seferovic.

Leikmannahópurinn:

Markverðir: Yann Sommer (Borussia Mönchengladbach), Roman Burki (Borussia Dortmund), Yvon Mvogo (RB Leipzig).

Varnarmenn: Stephan Lichtsteiner (Juventus), Johan Djourou (Antalyaspor), Ricardo Rodriguez (Milan), Fabian Schar (Deportivo La Coruna), Francois Moubandje (Toulouse), Michael Lang (Basel), Manuel Akanji (Borussia Dortmund), Nico Elvedi (Borussia Mönchengladbach).

Miðjumenn: Valon Behrami (Udinese), Xherdan Shaqiri (Stoke), Gelson Fernandes (Eintracht Frankfurt), Blerim Dzemaili (Bologna), Granit Xhaka (Arsenal), Steven Zuber (1899 Hoffenheim), Remo Freuler (Atalanta), Denis Zakaria (Borussia Monchengladbach).

Sóknarmenn: Haris Seferovic (Benfica), Josip Drmic (Borussia Monchengladbach), Breel Embolo (Schalke 04), Mario Gavranovic (Dinamo Zagreb)
Athugasemdir
banner
banner
banner