Lengjudeildin hefst á morgun og erum við á Fótbolta.net á fullu að birta spá þjálfara og fyrirliða. Nú er komið að því að kynna betur leikmann úr liðinu sem er spáð 2. sætinu í sumar.
Ingimar er framherji sem á að baki 40 KSÍ leiki og hefur í þeim skorað fimm mörk. Hann kom við sögu í 20 leikjum í Lengjudeildinni í fyrra og hefur verið öflugur með Þór í aðdraganda mótsins. Í vetur var hann í æfingahópi U19 landsliðsins og í fyrra var hann í æfingahópi U18.
Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Ingimar er framherji sem á að baki 40 KSÍ leiki og hefur í þeim skorað fimm mörk. Hann kom við sögu í 20 leikjum í Lengjudeildinni í fyrra og hefur verið öflugur með Þór í aðdraganda mótsins. Í vetur var hann í æfingahópi U19 landsliðsins og í fyrra var hann í æfingahópi U18.
Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Ingimar Arnar Kristjánsson
Gælunafn: Ef eitthvað þá Marri
Aldur: 19
Hjúskaparstaða: föstu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: 2021, nei ég man voða lítið úr þessum leik
Uppáhalds drykkur: rauður collab
Uppáhalds matsölustaður: mjög einfalt, Bakaríið við Brúna
Hvernig bíl áttu: vw golf
Áttu hlutabréf eða rafmynt: nei
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: prison break
Uppáhalds tónlistarmaður: enginn sérstakur en lil baby er seigur
Uppáhalds hlaðvarp: hlusta voða lítið á hlaðvörp en dett stundum inná Þungavigtina
Uppáhalds samfélagsmiðill: 50/50 facebook instagram
Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: fótbolti.net
Fyndnasti Íslendingurinn: Logi Gautason
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst:
Use verification code 795883 for Microsoft. þegar ég fer inná moodle í skólanum fæ ég svona sms
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: KA
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: hef ekki mætt neinum drekum en Pabló og félagar í Víking voru seigir þegar við mættum þeim í fyrra.
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Erfitt val, Siggi Höskulds, en fyrir utan hann er þetta Palli Gísla og Sveinn Leó
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Oliver Ekroth var ekkert sérlega skemmtilegur.
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: í fótboltanum var það Ronaldo
Sætasti sigurinn: man ekki eftir neinum sérstökum sem stendur uppúr en það var gaman að vinna fyrsta útileikinn á tímabilinu í fyrra á 90+4 á móti Ægi þegar 17 umferðir voru búnar af mótinu
Mestu vonbrigðin: að tapa fyrir KA núna um daginn í vító í Kjarnafæðimótinu
Uppáhalds lið í enska: Manchester United
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Bjarni Guðjón heim í þorpið
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Egill Orri í þór
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Sindri Sigurðarson
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Bríet Jóhannsdóttir
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Ronaldo
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Kristófer Kristjánsson er rosalegur
Uppáhalds staður á Íslandi: Þorpið 603
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Við vorum að spila á Skaganum í 2.fl og Skagamennirnir voru mikið í því að segja við okkur að það væri skipting og við ættum að fara útaf, einn vinur minn trúði þvi og labbaði útaf brjálaður að vera skipt útaf, ég hafði gaman af þessu
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Kannski ekki hjátrú en fæ mér alltaf 3 vatnssopa áður en eg fer út á völl, einn með hægri, einn með vinstri og einn með báðum, mjög spes þegar ég fer að hugsa útí þetta
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: fylgist mikið með handbolta og svo horfi ég á körfuna í úrslitakeppninni
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike mercurial zoom
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Eðlis og efnafræði, þar láu ekki mínir styrkleikar
Vandræðalegasta augnablik: Á ekki mörg vandræðinleg móment, en við vorum að spila uppá KA en við klæddum okkur í Hamri og þegar ég var klár að fara inná völlinn þá fattaði ég það að ég gleymdi að klæða mig í treyjuna, það var óþægilegt að segja Sigga það.
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Tæki Aron Birki, held hann gæti fundið eitthvað að borða, Árna Elvar til þess að halda stemningunni uppi og svo Aron Inga því hann er stemmingsmaður og er klár í allt.
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Ég væri til í að sjá Bjarka Þór í Idolinu, það gleymist stundum að hann er rosalegur söngvari og á eitt besta lag allra tíma.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Tala dönsku nánast eins og íslensku eftir alla þessa dönsku áfanga í skólanum.
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Árni Elvar, vissi ekki alveg við hverju ætti að búast, en þetta er algjör meistari.
Hverju laugstu síðast: Að ég væri búinn að lesa einhverja sögu í íslensku.
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Preppið fyrir æfingar í gymminu er ekkert alltof gaman
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég myndi spurja Neymar hvað ég þyrfti að gera til að verða eins og hann
Athugasemdir