Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   þri 30. apríl 2024 09:45
Innkastið
Markaskorun hausverkur margra - Segir Stjörnuliðið orðið leiðinlegt
Emil Atlason fékk gullskóinn í fyrra en hefur ekki komist á blað í ár.
Emil Atlason fékk gullskóinn í fyrra en hefur ekki komist á blað í ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK hefur aðeins skorað eitt mark.
HK hefur aðeins skorað eitt mark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Talsvert færri mörk voru skoruð í fyrstu fjórum umferðum Bestu deildarinnar í ár miðað við í fyrra. Skoruð hafa verið 68 mörk en á sama tímapunkti á síðasta tímabili voru mörkin 81.

Þetta kemur fram í Innkastinu eftir fjórðu umferð deildarinnar.

Markaskorun er vandamál hjá mörgum liðum í deildinni. Botnlið HK hefur aðeins skorað eitt mark, Vestri hefur skorað tvö og Valur og Stjarnan eru með þrjú mörk. Öll þessi lið eru því með innan við eitt mark að meðaltali í leik.

Fylkismenn skoruðu þrjú mörk í fyrstu umferð en það virðist hafa verið frávik því síðan þá hefur liðið aðeins skorað eitt mark í þremur leikjum, sárabótamark í lokin í 5-1 tapi gegn ÍA.

Stjarnan fékk mikið lof fyrir skemmtilegan fótbolta í fyrra en Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur í Stúkunni á Stöð 2 Sport, segir allt annað að sjá liðið núna.

„Fyrir mér er Stjörnuliðið eitt það leiðinlegasta í deildinni. Þeir hafa ekki átt eina góða frammistöðu. Ég sakna þess að sjá þennan 'Jöllaball' eins og við sáum í fyrra þar sem ungir leikmenn voru með frjálsræði. Mér finnst þetta svo stíft og hægt," sagði Albert í þætti gærkvöldsins.

Skoruð mörk í fyrstu fjórum umferðunum:
11 mörk - Víkingur
10 - Breiðablik
10 - ÍA
9 - KR
7 - FH
5 - KA
4 - Fram
4 - Fylkir
3 - Valur
3 - Stjarnan
2 - Vestri
1 - HK
Innkastið - Víkingar fá hjálp sem þeir þurfa ekki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner