Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
laugardagur 22. júní
Lengjudeild kvenna
miðvikudagur 19. júní
Besta-deild karla
Fótbolti.net bikarinn
Lengjudeild karla
mánudagur 17. júní
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 14. júní
miðvikudagur 12. júní
Mjólkurbikar karla
þriðjudagur 11. júní
Mjólkurbikar kvenna
Mjólkurbikar kvenna 8-liða úrslit
mánudagur 10. júní
Vináttulandsleikur
sunnudagur 9. júní
Mjólkurbikar karla
föstudagur 7. júní
Vináttulandsleikur
Lengjudeild karla
fimmtudagur 6. júní
2. deild karla
Lengjudeild kvenna
Lengjudeild karla
miðvikudagur 5. júní
þriðjudagur 4. júní
Landslið kvenna - Undankeppni EM
mánudagur 3. júní
Besta-deild karla
miðvikudagur 29. maí
Lengjudeild kvenna
mánudagur 27. maí
Besta-deild karla
laugardagur 18. maí
Lengjudeild karla
föstudagur 21. júní
Copa America
Perú - Síle - 00:00
Argentína 2 - 0 Kanada
EM D riðill
Pólland - Austurríki - 16:00
Holland - Frakkland - 19:00
EM E riðill
Slóvakía - Úkraína - 13:00
þri 30.apr 2024 10:00 Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Magazine image

Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 2. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Þórsurum er spáð öðru sæti deildarinnar.

Þórsarar fagna marki.
Þórsarar fagna marki.
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs.
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs.
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Rafael Victor er einn besti sóknarmaður deildarinnar.
Rafael Victor er einn besti sóknarmaður deildarinnar.
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Birkir Heimisson er kominn heim.
Birkir Heimisson er kominn heim.
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Aron Birkir Stefánsson er markvörður liðsins.
Aron Birkir Stefánsson er markvörður liðsins.
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Marc Rochester Sörensen er afar sterkur leikmaður.
Marc Rochester Sörensen er afar sterkur leikmaður.
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Aron Ingi Magnússon.
Aron Ingi Magnússon.
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hvað gera Þórsarar í sumar?
Hvað gera Þórsarar í sumar?
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Spáin:
1. ?
2. Þór, 210 stig
3. Keflavík, 205 stig
4. ÍBV, 176 stig
5. Grindavík, 154 stig
6. Fjölnir, 146 stig
7. Leiknir R., 143 stig
8. Þróttur R., 87 stig
9. Grótta, 83 stig
10. Njarðvík, 68 stig
11. ÍR, 66 stig
12. Dalvík/Reynir, 23 stig

2. Þór
Það er gríðarleg stemning í Þorpinu fyrir tímabilinu sem er framundan eftir mjög bjartan vetur. Nýr þjálfari er kominn, nýir frábærir leikmenn hafa bæst við hópinn og leikmenn sem voru til staðar eru að taka framförum. Þór hefur litið frábærlega út á undirbúningstímabilinu og á Akureyri er jafnvel talað um að liðin þar muni hafa deildaskipti í sumar; að KA fari niður í Lengjudeildina og að Þór fari upp í Bestu deildina. Það er orðið ansi langt síðan Þórsarar komust upp, en það er bjartsýni fyrir því á meðal stuðningsmanna að það gerist loksins núna.

Þjálfarinn: Sigurður Heiðar Höskuldsson er nýr þjálfari liðsins. Þórsarar lögðu mikið á sig til að fá Sigga Höskulds í Þorpið og það tókst að lokum hjá þeim. Sigurður Heiðar er á 39. aldursári og starfaði síðast hjá Val sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks en var þar áður aðalþjálfari Leiknis R. þar sem hann náði eftirtektarverðum árangri. Hann kom meðal annars Leikni upp í Bestu deildina og hélt liðinu þar í tvö tímabil. Núna fær hann það verkefni að koma Þór aftur upp eftir langa fjarveru.

Sjá einnig:
Siggi Höskulds: Allir Þórsarar farnir að þrá að spila í efstu deild

Baldvin Már Borgarsson, þjálfari Árbæjar, er sérfræðingur Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina. Hann fer yfir liðin; þeirra styrkleika, veikleika og fleira. Í fyrra var hann aðstoðarþjálfari Ægis í Lengjudeildinni og þekkir hann því hana býsna vel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Baldvin Már Borgarsson.

Styrkleikar: Kraftmikið og öflugt lið, gríðarleg liðsheild, massíft varnarlega og sterkt sóknarlega. Höskuldsson virðist vera að mergsjúga allskonar frammistöður út úr leikmönnum sem voru að ströggla í Lengjudeild fyrir minna en ári síðan.

Veikleikar: Ég spyr mig hvort liðið nái að halda út allt sumarið á þessu skýi sem það virðist svífa á í draumalandi Sigga Höskulds. Eins og ég nefndi í styrkleikanum þá eru leikmenn að spila langt umfram það sem þeir virtust geta gert í fyrra. Er þetta bóla sem gæti sprungið eða er Höskuldsson töframaður?

Lykilmenn:
Aron Birkir Stefánsson - Virkilega góður markmaður sem hefur stigið enn frekar upp í vetur.

Birkir Heimisson - Heimkoma sem mun gera gríðarlega mikið fyrir Þorpara, á ekkert að spila í þessari deild.

Rafael Victor - Einn besti senter deildarinnar, ekki flóknara en það.

Fylgist með: Aron Ingi Magnússon, miðjumaður sem hefur spilað stórkostlega í vetur, kemur á flugi inn í mótið.

Komnir:
Birkir Heimisson frá Val
Rafael Victor frá Njarðvík
Árni Elvar Árnason frá Leikni
Jón Jökull Hjaltason frá ÍBV
Auðunn Ingi Valtýsson frá Dalvík/Reyni (var á láni)
Sigfús Fannar Gunnarsson frá Dalvík/Reyni (var á láni)

Farnir:
Akseli Kalermo til Finnlands
Bjarni Guðjón Brynjólfsson í Val
Valdimar Daði Sævarsson í Gróttu
Kristján Atli Marteinsson í ÍR
Nikola Kristinn Stojanovic í Dalvík/Reyni
Egill Orri Arnarsson til Midtjylland (1. júlí)
Ómar Castaldo Einarsson til Víkings Ó.
Rafnar Máni Gunnarsson í Völsung
Sigurður Marinó Kristjánsson hættur
Nökkvi Hjörvarsson til Kormáks/Hvatar á láni
Pétur Orri Arnarson til Kormáks/Hvatar á lániDómur Badda fyrir gluggann: 10
Siggi Höskulds, Rafa Victor, Birkir Heimis og Árni Elvar. Skiptir engu hverjir fóru ef þú fékkst þessa inn.

Fyrstu þrír leikir Þórs
3. maí, Þróttur R. - Þór (AVIS völlurinn)
9. maí, Þór - Afturelding (VÍS völlurinn)
20. maí, ÍBV - Þór (Hásteinsvöllur)

Í besta og versta falli að mati Badda: Í besta falli vinna þeir deildina og í versta falli enda þeir í fimmta sæti.
Athugasemdir
banner
banner