Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   þri 30. apríl 2024 12:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hin hliðin - Víðir Freyr Ívarsson (Höttur/Huginn)
Víðir Freyr Ívarsson.
Víðir Freyr Ívarsson.
Mynd: Unnar Erlingsson
Orri Steinn er mjög góður.
Orri Steinn er mjög góður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirmyndin.
Fyrirmyndin.
Mynd: Getty Images
Tek Gylfa Sig austur á Hérað.
Tek Gylfa Sig austur á Hérað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sá efnilegasti.
Sá efnilegasti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Snær Magnússon er unplayable.
Arnór Snær Magnússon er unplayable.
Mynd: Höttur/Huginn
'hann virkar alltaf út fyrir að vera reiður en þegar maður kynnist honum þá er hann algjör ljúflingur'
'hann virkar alltaf út fyrir að vera reiður en þegar maður kynnist honum þá er hann algjör ljúflingur'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það styttist í að 2. deild karla fari af stað og erum við á Fótbolta.net á fullu að birta spá þjálfara fyrir deildina. Í sjöunda sæti í spánni er Höttur/Huginn.

Víðir Freyr Ívarsson er spennandi sóknarmaður sem er á láni hjá Hetti/Hugin frá Fram. Víðir, sem er tvítugur, er uppalinn hjá Hetti en hefur einnig verið á mála hjá Fjölni, HK, Fram og Vængjum Júpíters. Í fyrra spilaði hann 21 leik með Hetti/Hugin í 2. deild og skoraði fimm mörk.

Í dag sýnir Víðir Freyr á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Víðir Freyr Ívarsson

Gælunafn: Viddi

Aldur: 20 ára

Hjúskaparstaða: lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Mig minnir að það hafi verið 2022 með HK í lengjubikarnum

Uppáhalds drykkur: Gatorade Lemon sturlað eftir æfingu

Uppáhalds matsölustaður: Tokyo er í miklu uppáhaldi núna útaf kóresku vængjunum

Hvernig bíl áttu: Kía Ríó

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Ekki eins og er

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Money Heist by far

Uppáhalds tónlistarmaður: Er mikill Ye maður

Uppáhalds hlaðvarp: Fátt notalegra en að kveikja á góðum Steve Dagskrá þætti

Uppáhalds samfélagsmiðill: Það verður að vera Grammið, er duglegur á reels

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: .net eða Vísir

Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi jr

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “hvenær kemuru heim að austan?” Frá Ömmu

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: KFA

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Orri Óskarsson er mjög góður

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Hef átt marga góða þjálfara en Ljubisa Randovanovic trónir á toppnum

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Enginn sem fer í taugarnar á mér

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Fernando Torres og Mohamed Salah

Sætasti sigurinn: Bikarmeistari í 3 flokki með Fjölni

Mestu vonbrigðin: Tap í úrslitaleik Íslandsmótsins með Fjölni og missa af the double

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Tek Gylfa Sig austur á Hérað

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Viktor Bjarki Daðason í Fram

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Egill Otti Vilhjálmson í Fram

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Sara Björk Gunnarsdóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Arnór Snær Magnússon er unplayable

Uppáhalds staður á Íslandi: Egilsstaðir

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: í bikarúrslitunum í 3 fl rifnaði hællinn og aftari takkarnir af takkaskónum hjá mér, lagði upp mark áður en ég skipti um skó

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Ekkert svoleiðis

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: karfan, Höttur og Hornets eru mín lið

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Bondaði aldrei við Eðlisfræðina féll 2x í henni aður en ég fattaði að þetta væri ekki fyrir mig

Vandræðalegasta augnablik: Mér dettur ekkert í hug

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Tæki með mér Kris captain fyrir sína yfirvegun. Síðan tæki ég Bjarka Fannar og Eyþór Magg upp á skemmtunar gildið

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Hefði gaman af þvi að horfa á Arnór Snær Magg í Love Island þvi ég held að þetta umhverfi henti honum vel

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Þegar ég var 9 ára þá missti framan af löngutönginni í fótbolta

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Þorri í Fram, hann virkar alltaf út fyrir að vera reiður en þegar maður kynnist honum þá er hann algjör ljúflingur

Hverju laugstu síðast: Að Arsenal menn ættu séns í titillbaráttunni

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hita upp í tveimur röðum og spil daginn fyrir leik

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Salah hvernig það er að vera besti PL winger sögunnar
Athugasemdir
banner