Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
   þri 30. apríl 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Sami Kamel er leikmaður þriðju umferðar Mjólkurbikars karla.
Sami Kamel er leikmaður þriðju umferðar Mjólkurbikars karla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kamel í leik með Keflavík.
Kamel í leik með Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík er spáð góðu gengi í Lengjudeildinni í sumar.
Keflavík er spáð góðu gengi í Lengjudeildinni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Í fyrsta lagi var þetta frábær leikur hjá okkur. Við spiluðum góðan leik og gerðum Breiðablik erfitt fyrir," segir Sami Kamel, leikmaður Keflavíkur, í samtali við Fótbolta.net. Kamel er besti leikmaður 3. umferðar Mjólkurbikars karla eftir að hafa sýnt frábæra frammistöðu í mögnuðum sigri Keflavíkur gegn Breiðabliki.

Kamel skoraði bæði mörk Keflavíkur í 2-1 sigri gegn Breiðabliki á heimavelli.

„Þetta var frábær liðsframmistaða, mörkin og voru frábær og við erum ánægðir. Þetta voru góð mörk sem ég skoraði en það gerist ekki af sjálfu sér, þetta kemur með æfingunni."

Það voru ekki margir sem bjuggust við því að Keflavík myndi taka sigur gegn Breiðabliki.

„Þetta eru töfrar bikarsins. Þú þarft að búast við því óvænta. Breiðablik er kannski besta lið landsins þegar þeir eru á deginum sínum. Við spiluðum við þá á undirbúningstímabilinu. Ég held ég hafi spilað 60-65 mínútur í þeim leik og ég hljóp bara í hringi að leita að boltanum. Þeir eru frábært lið. En þetta er bikarinn og það eru töfrar í honum. Við hittum á okkar dag."

Kamel, sem er afar rólegur og yfirvegaður persónuleiki, býst við erfiðum leik gegn ÍA í 16-liða úrslitunum en það er allt hægt í bikarnum.

Svo einfalt er það
Keflavík féll úr Bestu deildinni í fyrra og spilar í Lengjudeildinni í sumar, en það er hægt að færa rök fyrir því að Kamel sé of góður fyrir Lengjudeildina. Hann sýndi það í fyrra í Bestu deildinni að hann er fótboltamaður með mikil gæði.

En Kamel segir einfaldlega: „Ef ég væri of góður, þá væri ég ekki að spila þar. Svo einfalt er það."

Hann segir að það hafi ekki komið neitt upp í vetur um að hann myndi spila í Bestu deildinni. „Það voru núll möguleikar."

„Ég er mjög ánægður í Keflavík og ég nýt þess að vera þar. Þeir bera virðingu fyrir mér og ég ber virðingu fyrir þeim. Þeir gefa mér það frjálsræði að vera sá einstaklingur sem ég er. Ég gæti ekki beðið um meira en það."

Kamel, sem er frá Danmörku, er spenntur fyrir komandi sumri en Lengjudeildin hefst á morgun. „Ég er svo spenntur og ég hlakka mikið til. Vonandi getum við gert frábæra hluti."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Kamel meðal annars um lífið á Íslandi. Hann er núna á sínu öðru ári í íslenska boltanum en hann segist elska rólega lífið í Keflavík.
Athugasemdir
banner
banner