Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   þri 30. apríl 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óvíst hvenær ólíkindatólið snýr aftur
Andri Yeoman.
Andri Yeoman.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var spurður út í stöðuna á fjórum leikmönnum eftir leikinn gegn KR á sunnudagskvöld. Alexander Helgi Sigurðarson meiddist í leiknum og þeir Andri Rafn Yeoman, Kristófer Ingi Kristinsson og Oliver Sigurjónsson voru ekki í hópnum.

Lestu um leikinn: KR 2 -  3 Breiðablik

„Við erum að vonast til þess að við höfum náð að taka Alexander út af það snemma að þetta versnaði ekki. Þetta verða einhverjir dagar allavegana."

„Það er sama með Kristófer, hann fer út af á móti Keflavík, finnur aðeins aftan í lærinu. Vonandi verður hann klár fyrir Valsleikinn eftir viku."

„Ég er hræddur um að það gæti verið lengra í Yeoman, hann er samt ólíkindatól. Hann lendir í hörkutæklingu í Keflavík og fær mjög slæmt högg á hnéð. Við þurfum aðeins að sjá með hann,"
sagði þjálfarinn. Andri lenti í tæklingu frá Axel Inga Jóhannessyni í fyrri hálfleiknum gegn Keflavík í bikarnum en kláraði hálfleikinn áður en hann fór af velli.

Oliver hefur ekkert verið með Blikum í móts. „Hann er alltaf farinn að gera meira og meira og æfði með okkur í gær (laugardag) og gerði það mesta sem hann hefur gert. Það styttist í hann," sagði Dóri.

Næsti leikur Breiðabliks er gegn Val á mánudaginn. Sá leikur fer fram á Kópavogsvelli.
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Innkastið - Víkingar fá hjálp sem þeir þurfa ekki
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 6 5 0 1 14 - 6 +8 15
2.    Breiðablik 6 4 0 2 15 - 9 +6 12
3.    FH 6 4 0 2 10 - 9 +1 12
4.    Valur 6 3 2 1 9 - 5 +4 11
5.    Fram 6 3 2 1 7 - 4 +3 11
6.    Stjarnan 6 3 1 2 8 - 7 +1 10
7.    ÍA 6 3 0 3 14 - 9 +5 9
8.    KR 6 2 1 3 11 - 11 0 7
9.    HK 6 2 1 3 6 - 10 -4 7
10.    Vestri 6 2 0 4 4 - 12 -8 6
11.    KA 6 0 2 4 7 - 13 -6 2
12.    Fylkir 6 0 1 5 5 - 15 -10 1
Athugasemdir
banner
banner
banner