Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
Jón Þór: Færum þeim það upp í hendurnar
Haraldur Freyr: Ég var aldrei rólegur
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
Birta Georgs: Við höfum allar óbilandi trú á þeim
John Andrews: Spiluðu með Víkingshjartanu
Óli Kristjáns: Slakasta frammistaða okkar í sumar
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
banner
   þri 30. apríl 2024 10:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
,,Hvað er hann, 15 ára eða eitthvað?"
Mættur aftur í blátt.
Mættur aftur í blátt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árin í FH voru upp og niður. Fyrsta árið er alvöru basl en árið í fyrra var geðveikt
Árin í FH voru upp og niður. Fyrsta árið er alvöru basl en árið í fyrra var geðveikt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Viktor er svakalegur. Hvað er hann, 15 ára eða eitthvað?'
'Viktor er svakalegur. Hvað er hann, 15 ára eða eitthvað?'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrsti deildarleikur, náði bikarleiknum í síðustu viku. Bara fínt, hefðum jafnvel átt að taka þrjú stig hérna, flottur leikur," sagði Haraldur Einar Ásgrímsson, leikmaður Fram, í viðtali rétt eftir að Fram náði inn jöfnunarmarki gegn Val í gær.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Fram

„Mér fannst þetta mjög flott, við vorum í skipulaginu og Valur var ekkert að opna okkur. Við fengum færi, en því miður skoruðu mvið ekki fleiri."

„Við vorum búnir að teikna þetta upp (jöfnunarmarkið) á æfingasvæðinu hjá Gareth Owen (aðstoðarþjálfara)."


Viktor Bjarki Daðason skoraði jöfnunarmark Fram. „Viktor er svakalegur. Hvað er hann, 15 ára eða eitthvað? Ég er bara búinn að ná þremur æfingum með honum. Þetta eru alvöru gæði."

Þorri Stefán Þorbjörnsson, sem lék með grímu eftir að hafa nefbrotnað í síðasta leik, lagði upp markið. „Þorri er geggjaður, ég var með honum í FH líka. Þorri og Viktor eru báðir geggjaðir."

Haraldur var keyptur aftur til Fram frá FH á lokadegi félagaskiptagluggans. Hann gekk í raðir FH frá Fram eftir tímabilið 2024.

„Aðdragandinn var sá að ég vildi fá fleiri mínútur. Eftir samtal við Heimi og Rúnar þá varð þetta niðurstaðan. Það er geggjað að vera kominn aftur í Fram, gaman að spila fyrir Fram aftur."

„Árin í FH voru upp og niður. Fyrsta árið er alvöru basl en árið í fyrra var geðveikt."


Var einhver spurning um að taka slaginn og berjast um fleiri mínútur hjá FH?

„Að sjálfsögðu var það, ég pældi alveg í þeim möguleika alveg eins og að koma í Fram. En niðurstaðan var Fram."

„Þetta var smá tæpt en þetta kláraðist (fyrir gluggalok)."


Var eitthvað stress?

„Nei nei, það hefði ekkert verið hrikalegt ef ég hefði verið áfram í FH. Þetta kláraðist og það er bara flott," sagði vinstri bakvörðurinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner