Valur byrjað vel þrátt fyrir gríðarlegar breytingar
Valur hefur farið vel af stað í Bestu deild kvenna og er liðið með fullt hús stiga eftir sigra gegn Þór/KA og Þrótti í fyrstu tveimur leikjunum.
Valur varð Íslandsmeistari með yfirburðum í fyrra en það hafa átt sér stað gríðarlegar breytingar á liðinu á milli ára.
Valur varð Íslandsmeistari með yfirburðum í fyrra en það hafa átt sér stað gríðarlegar breytingar á liðinu á milli ára.
Valur hefur misst heilt byrjunarlið af afar sterkum leikmönnum frá því í fyrra eins og sjá má myndinni hér fyrir neðan. Leikmenn hafa farið í atvinnumennsku erlendis, erlendir leikmenn hafa farið annað og þá hafa nokkrir leikmenn farið í önnur íslensk félög. Arna Sif Ásgrímsdóttir er þá meidd og spilar ekkert í sumar.
Þetta er lið sem myndi líklega gera atlögu að Íslandsmeistaratitlinum.
Það er meira að segja hægt að stilla upp fínum varamannabekk.
Á bekknum:
Birta Guðlaugsdóttir - Víkingur R.
Bryndís Eiríksdóttir - Þór/KA (á láni)
Sigríður Theód. Guðmundsdóttir - Þróttur R.
Haley Berg - Tyrkland
Lise Dissing - Noregur
Rebekka Sverrisdóttir - Samningslaus
Jana Sól Valdimarsdóttir - HK
Þrátt fyrir að hafa misst svona marga öfluga leikmenn, þá er Valur það lið sem flestir spá Íslandsmeistaratitlinum og fékk liðið fullt hús stiga í spá Fótbolta.net fyrir mótið. Þær hafa bætt við sig öflugum leikmönnum og eru áfram með líklega besta leikmann í Amöndu Andradóttur.
Komnar:
Berglind Björg Þorvaldsdóttir frá PSG
Hailey Allende Whitaker frá Finnlandi
Camryn Paige Hartmann frá Bandaríkjunum
Íris Dögg Gunnarsdóttir frá Þrótti R.
Jasmín Erla Ingadóttir frá Stjörnunni
Katie Cousins frá Þrótti R.
Málfríður Erna Sigurðardóttir frá Stjörnunni
Nadía Atladóttir frá Víkingi
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir frá Haukum
Lillý Rut Hlynsdóttir frá FH (var á láni)
Farnar:
Ásdís Karen Halldórsdóttir til Noregs
Bryndís Arna Níelsdóttir til Svíþjóðar
Hanna Kallmaier til FH
Arna Eiríksdóttir alfarið til FH
Ída Marín Hermannsdóttir til FH
Lára Kristín Pedersen til Hollands
Þórdís Elva Ágústsdóttir til Svíþjóðar
Sigríður Theód. Guðmundsdóttir til Þróttar
Sandra Sigurðardóttir hætt aftur
Haley Berg til Tyrklands
Laura Frank til Danmerkur
Lise Dissing til Noregs
Eva Stefánsdóttir á láni til Fram
Hildur Björk Búadóttir í Gróttu
Birta Guðlaugsdóttir til Víkings
Jana Sól Valdimarsdóttir í HK
Samningslaus:
Rebekka Sverrisdóttir
Sigurhugarfarið á Hlíðarenda er mikið og það kemur ekkert annað til greina en að vinna Íslandsmeistaratitilinn, og það skiptir engu hversu margar fara frá félaginu. Næsti leikur Vals er gegn ríkjandi bikarmeisturum Víkings á fimmtudag.
Athugasemdir