þri 30.apr 2024 16:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð |
|
Spá þjálfara í 2. deild: 6. sæti
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla þjálfara liðanna í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Ægir, sem féll úr Lengjudeildinni í fyrra, er spáð sjötta sæti 2. deildar í sumar.
Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6. Ægir, 78 stig
7. Höttur/Huginn, 56 stig
8. KFG, 54 stig
9. Völsungur, 37 stig
10. Reynir S., 35 stig
11. KF, 27 stig
12. Kormákur/Hvöt, 13 stig
6. Ægir
Síðasta sumar var ansi athyglisvert fyrir Ægi úr Þorlákshöfn. Stuttu fyrir mót fengu þeir að vita að þeir myndu ekki spila í 2. deild, þeir væru að fara að spila í Lengjudeildinni. Það gerðist eftir að það varð ljóst að Kórdrengir yrðu ekki með. Uppgangur Ægismanna hafði verið hraður árin á undan en sumarið 2022 lentu þeir í þriðja sæti 2. deildar. Ægir var að undirbúa sig fyrir annað tímabil í 2. deild nánast allan veturinn en svo breyttist það skyndilega. Þeir áttu ágætis rispur í Lengjudeildinni en áttu ekki mikinn möguleika á að halda sér uppi. Núna eru þeir mættir aftur í 2. deild og verður fróðlegt að sjá hvernig mun ganga hjá þeim í sumar.
Þjálfarinn: Nenad Zivanovic er þjálfari Ægis og hefur verið það frá árinu 2019. Þá var liðið í 4. deild en undir hans stjórn hefur Ægir klifrað upp deildirnar, allt þar til í fyrra þegar Ægismenn féllu úr Lengjudeildinni. Nenad mætir með nýjan aðstoðarmann til leiks í sumar. Baldvin Már Borgarsson er tekinn við sem aðalþjálfari Árbæjar, en hann og Nenad hafa myndað öflugt teymi síðustu árin. Nýr aðstoðarþjálfari Ægis er Arnar Logi Sveinsson. Hann lék síðast með Selfoss í Lengjudeildinni fyrir tveimur árum og spilaði 13 leiki með Ægi síðasta sumar.
Stóra spurningin: Hvernig mun nýja þjálfarateyminu vegna?
Eins og áður segir þá hefur uppgangur Ægis verið mikill síðustu árin. Nenad Zivanovic og Baldvin Már Borgarsson hafa myndað sterkt teymi saman, en núna er Baldvin farinn í nýtt verkefni í Árbænum. Arnar Logi Sveinsson er tekinn við sem aðstoðarþjálfari liðsins en það verður fróðlegt að sjá hvernig teymi hann og Nenad mynda.
Lykilmenn:
Dimitrije Cokic: Frábær miðjumaður sem var gríðarlega sterkur fyrir lið Ægis síðasta þegar þeir léku í 2. deild sumarið 2022. Hann skoraði þá tíu mörk í 21 leik og var í liði ársins. Ægismenn eru auðvitað að vonast eftir því að hann finni það form aftur.
Sigurður Hrannar Þorsteinsson: Öflugur markaskorari sem kom á láni frá ÍA í vetur. Hann þekkir það að skora það í þessari deild og sýndi það í fyrra að hann getur það alveg. Hann skoraði þá tólf mörk í 21 leik með Völsungi.
Stefan Dabetic: Er algjör lykilmaður í varnarleiknum hjá Þorlákshafnarbúum. Virkilega öflugur og reynslumikill miðvörður með mikil gæði í sínum leik. Var eins og Cokic í liði ársins síðast þegar Ægir spilaði í þessari deild.
Komnir:
Andri Þór Grétarsson frá KFK
Arilíus Óskarsson frá Árborg
Aron Óskar Þorleifsson frá ÍR
Ágúst Karel Magnússon frá Þrótti R.
Bjarki Rúnar Jónínuson frá Hamri
Emil Ásgeir Emilsson frá Elliða
Jón Jökull Þráinsson frá Stokkseyri
Jón William Snider frá Víkingi R.
Lazar Cordasic frá Kormáki/Hvöt
Matthías Hildir Pálmason frá KFK
Sigurður Hrannar Þorsteinsson frá ÍA (á láni)
Sindri Björn Hjaltested frá Víkingi R. (á láni)
Toma Ivov Ouchagelov frá Ítalíu
Toni Tipuric frá Dalvík/Reyni
Farnir:
Arnar Páll Matthíasson í Völsung
Arngrímur Bjartur Guðmundsson í FH (var á láni)
Braima Cande til Gíbraltar
Cristofer Moises Rolin í Þrótt R.
David Bjelobrk í Tindastól
Jóhannes Breki Harðarson í ÍA (var á láni)
Ragnar Páll Sigurðsson í Árbæ
Renato Punyed Dubon í ÍR
Stefán Þór Hannesson í Fram (var á láni)
Þorkell Þráinsson í Árborg
Þjálfarinn segir - Nenad Zivanovic
„Þessi spá kemur okkur eiginlega ekki á óvart. Við höfum ekki verið að ná í sérlega góð úrslit á undirbúningstímabilinu. Það hefur tekið tíma að púsla liðinu saman og ná hópnum öllum saman. Við höfum verið að fá inn nýja leikmenn að undanförnu. Það mun taka tíma fyrir okkur að venjast því að spila saman. Ég held að þetta sé raunsæ spá en spár rætast yfirleitt ekki. Það gerist alltaf eitthvað óvænt. Ég vona að við verðum það lið, sem komi á óvart. Það eru sterk lið í deildinni sem hafa litið vel út, en við teljum okkur eiga tækifæri til að ná einu af tveimur efstu sætunum til að komast upp í Lengjudeildina að ári."
Fyrstu þrír leikir Ægis:
4. maí, Reynir S. - Ægir (Brons völlurinn)
11. maí, Ægir - KF (GeoSalmo völlurinn)
17. maí, Haukar - Ægir (BIRTU völlurinn)
1.
2.
3.
4.
5.
6. Ægir, 78 stig
7. Höttur/Huginn, 56 stig
8. KFG, 54 stig
9. Völsungur, 37 stig
10. Reynir S., 35 stig
11. KF, 27 stig
12. Kormákur/Hvöt, 13 stig
6. Ægir
Síðasta sumar var ansi athyglisvert fyrir Ægi úr Þorlákshöfn. Stuttu fyrir mót fengu þeir að vita að þeir myndu ekki spila í 2. deild, þeir væru að fara að spila í Lengjudeildinni. Það gerðist eftir að það varð ljóst að Kórdrengir yrðu ekki með. Uppgangur Ægismanna hafði verið hraður árin á undan en sumarið 2022 lentu þeir í þriðja sæti 2. deildar. Ægir var að undirbúa sig fyrir annað tímabil í 2. deild nánast allan veturinn en svo breyttist það skyndilega. Þeir áttu ágætis rispur í Lengjudeildinni en áttu ekki mikinn möguleika á að halda sér uppi. Núna eru þeir mættir aftur í 2. deild og verður fróðlegt að sjá hvernig mun ganga hjá þeim í sumar.
Þjálfarinn: Nenad Zivanovic er þjálfari Ægis og hefur verið það frá árinu 2019. Þá var liðið í 4. deild en undir hans stjórn hefur Ægir klifrað upp deildirnar, allt þar til í fyrra þegar Ægismenn féllu úr Lengjudeildinni. Nenad mætir með nýjan aðstoðarmann til leiks í sumar. Baldvin Már Borgarsson er tekinn við sem aðalþjálfari Árbæjar, en hann og Nenad hafa myndað öflugt teymi síðustu árin. Nýr aðstoðarþjálfari Ægis er Arnar Logi Sveinsson. Hann lék síðast með Selfoss í Lengjudeildinni fyrir tveimur árum og spilaði 13 leiki með Ægi síðasta sumar.
Stóra spurningin: Hvernig mun nýja þjálfarateyminu vegna?
Eins og áður segir þá hefur uppgangur Ægis verið mikill síðustu árin. Nenad Zivanovic og Baldvin Már Borgarsson hafa myndað sterkt teymi saman, en núna er Baldvin farinn í nýtt verkefni í Árbænum. Arnar Logi Sveinsson er tekinn við sem aðstoðarþjálfari liðsins en það verður fróðlegt að sjá hvernig teymi hann og Nenad mynda.
Lykilmenn:
Dimitrije Cokic: Frábær miðjumaður sem var gríðarlega sterkur fyrir lið Ægis síðasta þegar þeir léku í 2. deild sumarið 2022. Hann skoraði þá tíu mörk í 21 leik og var í liði ársins. Ægismenn eru auðvitað að vonast eftir því að hann finni það form aftur.
Sigurður Hrannar Þorsteinsson: Öflugur markaskorari sem kom á láni frá ÍA í vetur. Hann þekkir það að skora það í þessari deild og sýndi það í fyrra að hann getur það alveg. Hann skoraði þá tólf mörk í 21 leik með Völsungi.
Stefan Dabetic: Er algjör lykilmaður í varnarleiknum hjá Þorlákshafnarbúum. Virkilega öflugur og reynslumikill miðvörður með mikil gæði í sínum leik. Var eins og Cokic í liði ársins síðast þegar Ægir spilaði í þessari deild.
Komnir:
Andri Þór Grétarsson frá KFK
Arilíus Óskarsson frá Árborg
Aron Óskar Þorleifsson frá ÍR
Ágúst Karel Magnússon frá Þrótti R.
Bjarki Rúnar Jónínuson frá Hamri
Emil Ásgeir Emilsson frá Elliða
Jón Jökull Þráinsson frá Stokkseyri
Jón William Snider frá Víkingi R.
Lazar Cordasic frá Kormáki/Hvöt
Matthías Hildir Pálmason frá KFK
Sigurður Hrannar Þorsteinsson frá ÍA (á láni)
Sindri Björn Hjaltested frá Víkingi R. (á láni)
Toma Ivov Ouchagelov frá Ítalíu
Toni Tipuric frá Dalvík/Reyni
Farnir:
Arnar Páll Matthíasson í Völsung
Arngrímur Bjartur Guðmundsson í FH (var á láni)
Braima Cande til Gíbraltar
Cristofer Moises Rolin í Þrótt R.
David Bjelobrk í Tindastól
Jóhannes Breki Harðarson í ÍA (var á láni)
Ragnar Páll Sigurðsson í Árbæ
Renato Punyed Dubon í ÍR
Stefán Þór Hannesson í Fram (var á láni)
Þorkell Þráinsson í Árborg
Þjálfarinn segir - Nenad Zivanovic
„Þessi spá kemur okkur eiginlega ekki á óvart. Við höfum ekki verið að ná í sérlega góð úrslit á undirbúningstímabilinu. Það hefur tekið tíma að púsla liðinu saman og ná hópnum öllum saman. Við höfum verið að fá inn nýja leikmenn að undanförnu. Það mun taka tíma fyrir okkur að venjast því að spila saman. Ég held að þetta sé raunsæ spá en spár rætast yfirleitt ekki. Það gerist alltaf eitthvað óvænt. Ég vona að við verðum það lið, sem komi á óvart. Það eru sterk lið í deildinni sem hafa litið vel út, en við teljum okkur eiga tækifæri til að ná einu af tveimur efstu sætunum til að komast upp í Lengjudeildina að ári."
Fyrstu þrír leikir Ægis:
4. maí, Reynir S. - Ægir (Brons völlurinn)
11. maí, Ægir - KF (GeoSalmo völlurinn)
17. maí, Haukar - Ægir (BIRTU völlurinn)