Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   þri 30. apríl 2024 22:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Lengjudeildin
Bjarki Aðalsteinsson
Bjarki Aðalsteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Grindvíkingar hefja leik í Lengjudeild karla á morgun er liðið tekur á móti Fjölni í Víkinni. Miðvörðurinn Bjarki Aðalsteinsson ræddi við Fótbolta.net um komandi sumar, meiðslavandræði sín og markmið Grindvíkinga.

Síðasta árið hefur verið strembið hjá Grindvíkingum og var alger óvissa fyrir þetta tímabil þegar það kom að æfingaaðstöðu og hvar liðið ætti að spila.

Eins og allir vita þá hefur gengið mikið á í Grindavík frá því síðasta tímabili lauk. Þessar ömurlegu jarðhræringar hafa sett líf Grindvíkinga á hliðina og íþróttastarf í bænum hefur flækst verulega.

Nú eru Grindvíkingar komnir með heimavöll en liðið mun spila í Safamýri en fyrsti leikurinn fer fram í Víkinni á morgun.

„Tímabilið leggst mjög vel í mig. Við erum með flottan hóp, leikmenn sem hafa komið inn og gert vel,“ sagði Bjarki við Fótbolta.net sem segir mikinn spenning í hópnum.

„Spenningur og vonandi gott veður eins og við höfum verið að fá undanfarna daga. Ótrúlega skemmtilegur opnunarleikur.“

Bjarki er sjálfur að glíma við meiðsli á ökkla og er óvíst með stöðuna á honium.

„Það er smá meiðslavesen á mér en vonandi skýrist það á næstu dögum hversu langt er í mig en vonandi ekkert voðalangt. Það er ökklinn sem þurfti að mynda og skoða betur.“

   28.04.2024 10:00
Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 5. sæti


Grindvíkingum er spáð 5. sæti þetta árið. Það eru miklar breytingar á leikmannahópi liðsins en Bjarki telur liðið hafa styrkt sig mikið.

„Ég myndi segja það. Við erum með allt öðruvísi lið, algerlega svart og hvítt. Ég tel okkur vera sterkari en á sama tíma og í fyrra.“

„Þetta eru allt flottir leikmenn fyrir okkur. Ég er rosalega ánægður hvernig þeir hafa komið inn, bæði sem karakterar og sem leikmenn. Vel valdir leikmenn, týpur sem við þurftum, þannig við erum ánægðir með þá.“


Eins og áður kom fram mun Grindavík spila í Víkinni á morgun en eftir það fara allir heimaleikir liðsins fram í Safamýri og er mikil ánægja með það.

„Rosa gaman. Við fórum á æfingu um daginn, góður andi og frábær aðstaða. Erum með klefa, lyftingaraðstöðu og beint út á völl. Rosalega ánægðir með þetta.“

Markmið Grindvíkinga eru skýr. Það er að komast í umspilið og klára dæmið þar til að tryggja sæti í Bestu deildinni.

„Markmiðið er að vera í efri hlutanum, komast í umspil og fara upp,“ sagði Bjarki í lokin.
Athugasemdir
banner