Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
   þri 30. apríl 2024 22:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Lengjudeildin
Bjarki Aðalsteinsson
Bjarki Aðalsteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Grindvíkingar hefja leik í Lengjudeild karla á morgun er liðið tekur á móti Fjölni í Víkinni. Miðvörðurinn Bjarki Aðalsteinsson ræddi við Fótbolta.net um komandi sumar, meiðslavandræði sín og markmið Grindvíkinga.

Síðasta árið hefur verið strembið hjá Grindvíkingum og var alger óvissa fyrir þetta tímabil þegar það kom að æfingaaðstöðu og hvar liðið ætti að spila.

Eins og allir vita þá hefur gengið mikið á í Grindavík frá því síðasta tímabili lauk. Þessar ömurlegu jarðhræringar hafa sett líf Grindvíkinga á hliðina og íþróttastarf í bænum hefur flækst verulega.

Nú eru Grindvíkingar komnir með heimavöll en liðið mun spila í Safamýri en fyrsti leikurinn fer fram í Víkinni á morgun.

„Tímabilið leggst mjög vel í mig. Við erum með flottan hóp, leikmenn sem hafa komið inn og gert vel,“ sagði Bjarki við Fótbolta.net sem segir mikinn spenning í hópnum.

„Spenningur og vonandi gott veður eins og við höfum verið að fá undanfarna daga. Ótrúlega skemmtilegur opnunarleikur.“

Bjarki er sjálfur að glíma við meiðsli á ökkla og er óvíst með stöðuna á honium.

„Það er smá meiðslavesen á mér en vonandi skýrist það á næstu dögum hversu langt er í mig en vonandi ekkert voðalangt. Það er ökklinn sem þurfti að mynda og skoða betur.“

   28.04.2024 10:00
Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 5. sæti


Grindvíkingum er spáð 5. sæti þetta árið. Það eru miklar breytingar á leikmannahópi liðsins en Bjarki telur liðið hafa styrkt sig mikið.

„Ég myndi segja það. Við erum með allt öðruvísi lið, algerlega svart og hvítt. Ég tel okkur vera sterkari en á sama tíma og í fyrra.“

„Þetta eru allt flottir leikmenn fyrir okkur. Ég er rosalega ánægður hvernig þeir hafa komið inn, bæði sem karakterar og sem leikmenn. Vel valdir leikmenn, týpur sem við þurftum, þannig við erum ánægðir með þá.“


Eins og áður kom fram mun Grindavík spila í Víkinni á morgun en eftir það fara allir heimaleikir liðsins fram í Safamýri og er mikil ánægja með það.

„Rosa gaman. Við fórum á æfingu um daginn, góður andi og frábær aðstaða. Erum með klefa, lyftingaraðstöðu og beint út á völl. Rosalega ánægðir með þetta.“

Markmið Grindvíkinga eru skýr. Það er að komast í umspilið og klára dæmið þar til að tryggja sæti í Bestu deildinni.

„Markmiðið er að vera í efri hlutanum, komast í umspil og fara upp,“ sagði Bjarki í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner