Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
banner
   þri 30. apríl 2024 14:45
Innkastið
„Á leiðinni í leikbann sem hann á engan veginn skilið“
Ísak Óli Ólafsson.
Ísak Óli Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Óli Ólafsson varnarmaður FH fékk tvö gul og þar með rautt þegar FH vann 2-1 sigur gegn ÍA í Akraneshöllinni á sunnudag. Hann fékk sitt annað gula spjald þegar dæmt var brot á hann í lok leiks.

Í Innkastinu var rætt um að Ísak hefði alls ekki átt að fá þetta seinna gula spjald enda brotið mjög lítilvægt. Í Stúkunni á Stöð 2 Sport var því meira að segja velt upp hvort þetta hefði átt að vera aukaspyrna yfir höfuð.

Ísak verður í banni þegar FH mætir Vestra á laugardaginn. Valur Gunnarsson sérfræðingur Fótbolta.net segir að ekki sé hægt að réttlæta þetta rauða spjald.

„Ekki fyrir fimmaura. Þetta var bara aukaspyrna úti á kanti og áfram gakk. Nei nei, annað gula spjaldið og rautt! Það er búið að segja við okkur að annað gula spjaldið þarf að vera meira brot. Mér fannst þetta aldrei eiga að vera gult," segir Valur.

„Maður var pirraður með Ísaki Óla þegar maður sá þetta. Hann er á leiðinni í leikbann sem hann á engan veginn skilið," segir Elvar Geir í þættinum og Valur hrósar frammistöðu Ísaks síðan hann kom til FH.

„Mér finnst hann hafa verið flottur hingað til, þetta er alveg glatað. Mér fannst þetta bara lélegt hjá Helga Mikael. Þetta reyndum dómara."

Í uppbótartímanum kom annað rautt spjald. Oliver Stefánsson fékk þá sitt annað gula spjald þegar hiti var í mönnum og hann hljóp á vettvang til að taka þátt í hasarnum. Að mati Innkastsins var hárrétt að spjalda hann.

„Hann var að blanda sér í málin, algjörlega tilgangslaust," segir Sæbjörn Steinke og Elvar tekur undir það að Oliver hafi bara boðið upp á þetta.

„Þetta er fjórða umferð og ekki búið að tala um annað en þessar áherslur hjá dómurunum. Hann blandar sér í þetta. Ég skil þetta ekki."
Innkastið - Víkingar fá hjálp sem þeir þurfa ekki
Athugasemdir
banner
banner
banner