Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   þri 30. apríl 2024 19:04
Brynjar Ingi Erluson
Lærisveinar Milosar komnir í úrslit forsetabikarsins
Milos Milojevic er að gera frábæra hluti með Al Wasl
Milos Milojevic er að gera frábæra hluti með Al Wasl
Mynd: Getty Images
Milos Milojevic og lærisveinar hans í Al Wasl eru komnir áfram í úrslitaleik forsetabikarsins í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Al Wasl, sem er langbesta liðið í ríkinu, vann þægilegan 4-1 sigur á Ittihad Kalba í dag.

Þetta verður í fyrsta sinn í sex ár sem Al-Wasl spilar í úrslitaleiknum.

Liðið hefur verið með mikla yfirburði á þessari leiktíð. Það er á toppnum í deildinni með 52 stig, níu stigum meira en næsta lið og komst þá í undanúrslit deildabikarsins.

Al Wasl mætir Al Nasr eða Shabab Al-Ahli Dubai í úrslitum forsetabikarsins, sem fer fram í næsta mánuði.

Srdjan Tufegdzic og hans menn í Skövde gerðu markalaust jafntefli við Oddevold í sænsku B-deildinni í dag. Stefan Alexander Ljubicic lék allan leikinn á toppnum hjá Skövde sem hefur náð í átta stig úr fyrstu fimm leikjum tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner