Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   þri 30. apríl 2024 16:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þrír ungir byrjuðu sína fyrstu leiki í Bestu - „Spilaði óaðfinnanlega"
Magnús Arnar - 'Spennandi framhald'
Magnús Arnar - 'Spennandi framhald'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúrik Gunnarsson - 'Ef ég á að vera hrein­skil­inn hefði hann lík­lega átt skilið að fá tæki­færið fyrr'
Rúrik Gunnarsson - 'Ef ég á að vera hrein­skil­inn hefði hann lík­lega átt skilið að fá tæki­færið fyrr'
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þrír ungir leikmenn byrjuðu sína fyrstu leiki í Bestu deildinni í umferðinni. Rúrik Gunnarsson (2005) var í bakverðinum hjá KR, Magnús Arnar Pétursson (2006) var á miðju HK og Aron Snær Guðbjörnsson (2004) í miðverðinum hjá Fylki.

Þjálfarar liðanna voru ánægðir með frammistöðu þeirra og fengu þeir allir lof.

Magnús Arnar
„Ég er gífurlega ánægður með Magnús. Hann byrjar sinn fyrsta deildarleik fyrir okkur og sinnti sínu hlutverki mjög vel, veitti okkur mikið öryggi fyrir framan vörnina í þessu 'sexu' hlutverki fyrir framan vörnina. Engin spurning, hann stóð sig gífurlega vel og bara spennandi framhald."

Sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, í viðtali við Fótbolta.net eftir leik. Magnús er uppalinn hjá HK og var að taka þátt í sínum fjórða leik í sumar. Hann á að baki einn leik fyrir U16 landsliðið.

Aron Snær
„Mér fannst Aron bara frábær í dag, stóð sig hrikalega vel og á hrós skilið. Fyrsti leikur sem hann byrjar í Bestu deildinni og spilaði óaðfinnanlega. Ótrúlega flott hjá honum."

Sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis, í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.

Aron er uppalinn í Fylki var að leika sinn þriðja leik í sumar eftir að hafa leikið einn leik með Fylki í bikarnum og fyrra og lék svo með Elliða í 3. deildinni.

Rúrik Gunnarsson
„Nei, það var eng­inn vafi á því að hann myndi byrja leik­inn. Hann var frá­bær á und­ir­bún­ings­tíma­bil­inu og er með virki­lega gott hug­ar­far. Ef ég á að vera hrein­skil­inn hefði hann lík­lega átt skilið að fá tæki­færið fyrr, en hann hef­ur verið þol­in­móður og nýtti tækifærið í kvöld."

Sagði Gregg Ryder, þjálfari KR, í viðtali við mbl.is á sunnudagskvöld. Rúrik er uppalinn hjá Breiðabliki en hélt í Vesturbæinn fyrir tímabilið 2022. Hann á að baki tólf leiki fyrir unglingalandsliðin og var að koma í sögu í sínum fjórða deildarleik með KR.
Innkastið - Víkingar fá hjálp sem þeir þurfa ekki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner