Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
Góð innkoma hjá Viðari - „Sér hlutina á háu leveli"
Sindri Kristinn: Helgi Mikael gefur þessa vítaspyrnu
„Leikmaðurinn var ekki að fúnkera og þess vegna gerum við skiptingu"
Daníel Hafsteins: Væri fínt ef ég væri alltaf haltur
Brynjar Björn: Hef enga útskýringu á því hvort það sé bakvarðarstaðan sem slík
Siggi Höskulds: Komum með aðeins breytt leikplan
Aron Bjarki: Erum sáttir þar sem við erum
Arnar: Einn sá besti en De Bruyne og Foden spila ekki alla leiki
Beint út með boltapoka eftir núll mínútur - „Ákveðið styrkleikamerki í hausnum á mér"
Hemmi Hreiðars: Oliver hefði frekar átt að fá víti en seinna gula
Davíð Smári: Að hafa hugrekkið til að spila gegn besta liði landsins
Bjarki Björn skoraði glæsimark: Þeir hljóta að hafa verið að horfa
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
   þri 30. apríl 2024 10:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Mættur á láni til Vals út tímabilið.
Mættur á láni til Vals út tímabilið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með FH síðasta vor.
Í leik með FH síðasta vor.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Jónatan Ingi.
Jónatan Ingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er bara á milli mín og Heimis'
'Það er bara á milli mín og Heimis'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var í raun enginn aðdragandi, þetta kemur upp mjög fljótt og lítill tími til stefnu. Þegar símtalið kom og þurfti að taka ákvörðun þá stökk ég á þetta," sagði Hörður Ingi Gunnarsson sem var lánaður frá FH til Vals á lokadegi félagaskiptagluggans í síðustu viku.

Hörður lék sínar fyrstu mínútur fyrir Val í gær þegar hann kom inn á í blálokin gegn Fram.

„Ég var í sjálfu sér ekki að leitast eftir því að fara frá FH, en ég var náttúrulega ekkert sáttur með stöðu mína. Maður er auðvitað í þessu til að spila. Þetta kemur upp og ég er bara virkilega ánægður að vera leikmaður Vals í dag."

Hörður var ekki í hóp hjá FH í fyrstu leikjum tímabilsins. „Það var bara samtal milli mín og Heimis sem er bara á milli okkar. Ég skildi alveg hans ákvörðun og hann vonandi skilur mína líka. Ég held það séu allir sáttir í dag."

„Ég fæ símtal klukkutíma fyrir mætingu (í bikarleikinn gegn Val). Að sjálfsögðu er ég ekki að mæta í hópinn ef ég er að mæta hér til að skrifa undir. Hlutirnir gerðust hratt og ég held það séu flestir sáttir í dag."

„Ég átti að vera í hóp. Jú jú, það var það (steikt), en eins og ég segi þá var gluggadagur. Það er held ég svolítið sérstakt í íslenskri knattspyrnu að svona díll sé gerður. Það er bara gaman að vera hluti af því."


Með hverjum átti hann að halda?
Valur og FH gerðu skiptidíl því FH fékk á móti Bjarna Guðjón Brynjólfsson á láni frá Val.

En með hverjum hélt Hörður í bikarleiknum í síðustu viku? „Verð ég ekki að segja Valur í dag fyrst ég er leikmaður liðsins? Það eru tilfinningar til beggja liða, þannig þetta var erfitt fyrir mig."

Verið meiddur í tæpt ár
Hörður kom til FH frá norska félaginu Sogndal síðasta vor. Hann spilaði með FH í byrjun móts í fyrra en meiddist svo illa og hefur lítið spilað síðan.

„Það kemur manni alltaf á óvart (að vera ekki að spila), en í raun og veru er ég búinn að vera meiddur í 10-11 mánuði, er í raun nýkominn til baka og ekki kominn í mitt besta form. Það er á leiðinni. Auðvitað er erfitt að fá að heimta að fá að spila ef maður er ekki búinn að taka þátt í neinum undirbúningsleikjum. Svona er bara fótboltinn og maður verður að taka ákvarðanir út frá því."

„Ég held ég sé bara fenginn sem einn af bakvörðunum, til að spila báðu megin. Það er bara
undir mér komið að sanna mig og grípa gæsina."


Sá leikmaður sem Höddi hefur spilað mest með
Hjá Val hittir Hörður fyrir Jónatan Inga Jónsson en þeir voru liðsfélagar hjá bæði FH og Sogndal.

„Það er geðveikt að hitta hann aftur, æðislegt að spila með honum, þekkjum hvorn annan mjög vel. Ég held það sé enginn leikmaður á Íslandi sem ég hef spilað meira með en honum. Ég er gífurlega ánægður með að við séum aftur orðnir liðsfélagar."

„Ég talaði við hann þegar þetta kom upp, hann talaði vel um klúbbinn og ég hef heyrt góða hluti. Þetta var held ég heillaskref og ég er bara virkilega ánægður að vera orðinn leikmaður Vals,"
sagði Hörður að lokum.

Hægt er að horfa og hlusta á viðtalið í spilaranum efst
Athugasemdir
banner
banner
banner