Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
banner
   þri 30. apríl 2024 09:25
Innkastið
Dómarar funduðu í Laugardal - Spjaldaregninu mun líklega linna
Sigurður Hjörtur Þrastarson gefur gult.
Sigurður Hjörtur Þrastarson gefur gult.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dómararnir funduðu í Laugardalnum í gær.
Dómararnir funduðu í Laugardalnum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í Bestu deildinni á þessu tímabili hafa verið gefin 176 gul spjöld í fjórum umferðum*. Á sama tímapunkti í fyrra voru spjöldin 104 og aukningin því rúmlega 69%.

Þetta kemur fram í Innkastinu eftir fjórðu umferð deildarinnar.

Samkvæmt heimildum þáttarins mun spjaldaregni dómaranna þó væntanlega linna í næstu umferð. Mikil óánægja hefur verið með spjaldagleði dómaranna meðal áhorfenda, leikmanna og þjálfara og funduðu dómarar í höfuðstöðvum KSÍ í gær.

Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks sagði í viðtali um helgina að dómarar væru að missa af risastórum atvikum í leikjum því einbeitingin væri á öðru.

„Það er búið að setja þeim einhverjar línur, þeir eru rosa mikið að spá í því hversu margir standa á bekknum, hvað menn segja eða hvernig menn sveifla höndum. Fókusinn fer af því sem skiptir mestu máli, sem er að dæma leikinn,“ sagði Halldór.

*Aðeins eru talin 'hrein' gul spjöld, ekki rauð spjöld eða seinna gula sem leiðir til brottvísunar
Innkastið - Víkingar fá hjálp sem þeir þurfa ekki
Athugasemdir
banner
banner