Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   fös 08. júní 2018 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM spáin: G-riðill - 4. sæti
Panama
Panama tekur þátt á HM í fyrsta sinn.
Panama tekur þátt á HM í fyrsta sinn.
Mynd: Getty Images
Hernan Dario Gomez, þjálfari Panama.
Hernan Dario Gomez, þjálfari Panama.
Mynd: Getty Images
Jaime Penedo er stjarnan í liði Panama. Markvörður sem á 129 landsleiki.
Jaime Penedo er stjarnan í liði Panama. Markvörður sem á 129 landsleiki.
Mynd: Getty Images
Ramon Torres skoraði markið sem kom Panama á HM.
Ramon Torres skoraði markið sem kom Panama á HM.
Mynd: Getty Images
Sjáumst í Rússlandi.
Sjáumst í Rússlandi.
Mynd: Getty Images
Það fer að styttast í annan endann á HM spánni hjá okkur. Í dag er komið að G-riðlinum sem inniheldur Belgíu, England, Panama og Túnis. Panama er spáð neðsta sætinu í riðlinum.

Sjá einnig:
Spáin fyrir A-riðil
Spáin fyrir B-riðil
Spáin fyrir C-riðil
Spáin fyrir D-riðil
Spáin fyrir E-riðil
Spáin fyrir F-riðil

HM í Rússlandi hefst eftir nokkra daga. Opnunarleikurinn er á milli heimamanna og Sádí-Arabíu 14. júní og sjálfur úrslitaleikurinn verður 15. júlí næstkomandi.

Spámenn Fótbolta.net: Cloe Lacasse, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Gunnar Logi Gylfason, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Mist Rúnarsdóttir, Natasha Moraa Anasi, Orri Rafn Sigurðarson, Sara Hrund Helgadóttir, Tryggvi Guðmundsson.

Liðin fengu stig frá 1-4 eftir því sem þeim var spáð í riðlinum. Mest var því hægt að fá 44 stig, minnst 11 stig.

Spá Fótbolta.net fyrir G-riðil:

1. sæti.
2. sæti.
3. sæti.
4. sæti. Panama, 15 stig

Staða á heimslista FIFA: 55.

Um liðið: Eins og Ísland, þá er Panama að keppa á HM í fyrsta sinn. Panama komst á mótið eftir ótrúlega atburðarás og þurftu Bandaríkjamenn að sitja eftir. Draugamark hjálpaði Panama að komast inn á sitt fyrsta Heimsmeistaramót og ríkti mikil reiði vegna þess, en fólki í Panama gæti ekki verið meira sama. Fyrsti leikur liðsins á HM er eftir nokkra daga.

Þjálfarinn: Kólumbíumaðurinn Hernan Dario Gomez er þjálfari Panama. Hernan er 62 ára og hefur þjálfað Panama frá 2014 með góðum árangri. Hann er þjóðhetja í landinu eftir að liðið tryggði sér þáttökurétt í Rússlandi.

Hernan hefur tvisvar stýrt landsliði Kólumbíu en hann hefur einnig þjálfað Ekvador og Gvatemala Hann hefur þá þjálfað nokkur félagslið í heimalandi sínu.

Árangur á síðasta HM: Voru ekki með.

Besti árangur á HM: Hafa aldrei verið með.

Leikir á HM 2018:
18. júní, Belgía - Panama (Sochi)
24. júní, England - Panama (Nizhny Novgorod)
28. júní, Panama - Túnis (Saransk)

Af hverju Panama gæti unnið leiki: Þeir munu berja á andstæðingum sínum og munu reyna að pirra þá með því að brjóta ítrekað af sér. Panama mun reyna að ögra og pirra andstæðinga sína og nota síðan pirringinn til þess að vinna fótboltaleikinn.

Þá er ljóst að þjóðin öll er á bak við liðið. Daginn eftir að Panama tryggði sig inn á HM lýsti forseti landsins yfir almennum frídegi. Það verður allt gjörsamlega vitlaust ef Panama gerir svo eitthvað á mótinu.

Af hverju Panama gæti tapað leikjum: Það er engin HM-reynsla í liðinu og til þess að bæta ofan á það þá er liðið ekki í auðveldasta riðlinum, með Englandi og Belgíu. Ef leikplan Panama gengur ekki fullkomlega upp þá verður liðinu slátrað. Það sást í vináttulandsleik í mars þar sem liðið tapaði 6-0 fyrir Sviss.

Panama verður með eitt elsta liðið á HM, ef ekki það elsta, það er auðvitað áhyggjuefni. Almennt eru gæðin í liðinu ekki rosalega mikil og varnarleikurinn þarf að vera mjög sterkur.

Stjarnan: Markvörðurinn Jaime Penedo er andlit liðsins. Hann er 36 ára og hefur spilað 129 landsleiki. Hann var aðalmarkvörður Dinamo Búkarest á liðnu tímabili, það segir eitthvað til um gæði hans á milli stanganna.

Fylgstu með: Þessum lýsendum 👇 Þeir eru geggjaðir.


Þegar þú horfir á leiki Panama þá muntu taka eftir varnarmanninum Ramon Torres, aðallega vegna hárgreiðslu hans. Torres er þjóðhetja í Panama eftir að hafa skorað markið sem kom liðinu á HM.

Líklegt byrjunarlið að mati Yahoo Sports (5-4-1): Jaime Penedo; Michael Murillo, Felipe Baloy, Roman Torres, Fidel Escobar, Luis Ovalle; Armando Cooper, Gabriel Gomez, Anibal Godoy, Alberto Quintero; Gabriel Torres

Alberto Quintero verður ekki í liðinu þar sem hann meiddist illa í undirbúningnum. Ricardo Ávila, leikmaður Gent í Belgíu, hefur verið kallaður inn í hópinn í hans stað.

Leikmannahópurinn:

Markverðir: Jose Calderon (Chorrillo FC), Jaime Penedo (Dinamo Bucharest), Alex Rodriguez (San Francisco FC)

Varnarmenn: Felipe Baloy (CSD Municipal), Harold Cummings (San Jose Earthquakes), Eric Davis (DAC Dunajska Streda), Fidel Escobar (New York Red Bulls), Adolfo Machado (Houston Dynamo), Michael Murillo (New York Red Bulls), Luis Ovalle (CD Olimpia), Roman Torres (Seattle Sounders)

Miðjumenn: Edgar Barcenas (Cafetaleros de Tapachula), Armando Cooper (Club Universidad de Chile), Anibal Godoy (San Jose Earthquakes), Gabriel Gomez (Bucaramanga), Valentin Pimentel (Plaza Amador), Ricardo Ávila (Gent) , Jose Luis Rodriguez (KAA Gent)

Sóknarmenn: Abdiel Arroyo (LD Alajuelense), Ismael Diaz (Deportivo La Coruna), Blas Perez (CSD Municipal), Luis Tejada (Sports Boys), Gabriel Torres (CD Huachipato)
Athugasemdir
banner
banner