Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 14. apríl 2012 14:22
Hafliði Breiðfjörð
Lengjubikarinn: Torfi tryggði Ólafsvíkingum stig gegn Blikum
Torfi Karl skoraði jöfnunarmarkið.
Torfi Karl skoraði jöfnunarmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Sigurpáll Árnason
Breiðablik 1 - 1 Víkingur Ólafsvík:
1-0 Elfar Árni Aðalsteinsson ('1)
1-1 Torfi Karl Ólafsson ('45)

Fyrsta leik dagsins í A-deild Lengjubikars karla var að ljúka en þá gerðu Breiðablik og Víkingur Ólafsvík 1-1 jafntefli í Fífunni.

Elfar Árni Aðalsteinsson hafði komið Breiðablik yfir strax á fyrstu mínútu leiksins.

Torfi Karl Ólafsson, lánsmaður úr KR, jafnaði svo metin í lok fyrri hálfleiksins.

Meira var ekki skorað og lokastaðan 1-1.

Breiðablik endar í þriðja sæti riðilsins með 13 stig, en Víkingur Ólafsvík sem var líka að spila inn síðasta leik er í fjórða með 9 stig. Haukar gætu hinsvegar komist upp fyrir þá nái þeir að vinna BÍ/Bolungarvík.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner