Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fös 26. apríl 2024 19:09
Ívan Guðjón Baldursson
Kolbeinn lagði upp fyrir Sævar - Kristall og félagar fara upp
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Sönderjyske
Mynd: Hansa Rostock
Sævar Atli Magnússon skoraði eina mark Lyngby í 1-1 jafntefli liðsins gegn Vejle í fallbaráttu efstu deildar danska boltans í dag.

Sævar Atli skoraði á 38. mínútu eftir undirbúning frá Kolbeini Birgi Finnssyni. Hér var því um alíslenskt mark að ræða.

Gestirnir jöfnuðu metin í síðari hálfleik og varð niðurstaðan 1-1 jafntefli í jöfnum leik. Lyngby er tveimur stigum fyrir ofan fallsæti eftir þetta jafntefli.

Andri Lucas Guðjohnsen var í byrjunarliði Lyngby og lék allan leikinn í dag.

Í næstefstu deild danska boltans hafði SönderjyskE þá betur í Íslendingaslag gegn Kolding, þar sem fjórir Íslendingar komu við sögu.

Kristall Máni Ingason og Daníel Leó Grétarsson voru í byrjunarliði Sönderjyske í þessum mikilvæga sigri sem svo gott sem innsiglar sæti í efstu deild á næstu leiktíð.

Kolding siglir lygnan sjó í fimmta sæti eftir þetta tap. Ari Leifsson var í byrjunarliðinu og kom Davíð Ingvarsson inn af bekknum.

Sveinn Aron Guðjohnsen, eldri bróðir Andra Lucasar, var þá í byrjunarliði Hansa Rostock sem heimsótti topplið næstefstu deildar þýska boltans.

Sveini Aroni tókst ekki að setja mark sitt á leikinn en Hansa Rostock tapaði 1-0 í jöfnum leik þar sem Jackson Irvine, fyrrum leikmaður Hull City, skoraði eina markið.

Hansa Rostock er í fallsæti sem stendur, með 31 stig eftir 31 umferð.

St. Pauli er svo gott sem búið að tryggja sér sæti í efstu deild fyrir næstu leiktíð.

Lyngby 1 - 1 Vejle
1-0 Sævar Atli Magnússon ('38)
1-1 German Onugkha ('49)

Kolding 0 - 3 Sonderjyske

St. Pauli 1 - 0 Hansa Rostock

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner