Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   fös 26. apríl 2024 18:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Lengjudeildin
Brynjar Björn
Brynjar Björn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik í fyrra.
Úr leik í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fyrir gluggalok var tilkynnt um komu níunda erlenda leikmannsins í raðir Grindavíkur. Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari Grindavíkur, ræddi við Fótbolta.net í dag.

Er þetta einhver sérstök stefna í ár? Er horft á að fara beint upp úr deildinni, eða hver er hugsunin?

„Það er margþætt. Markaðurinn í haust og í vetur á Íslandi var bara hálftómur, líflaus. Svo fer eitthvað aðeins af stað viku fyrir glugga, einhverjir lánsmenn; 10-15 lið að berjast um einhverja 3-4 leikmenn sem fara á lán. Til þess að við værum próaktífir fyrir veturinn þá fengum við 3-4 leikmenn sem komu inn í janúar/febrúar. Það voru svo 1-2 sem komu núna bara fyrir mjög stuttu. Við vorum því komnir með ágætis æfingahóp í ferúar, vildum gera það þannig og vera eins klárir og við getum fyrir fyrsta leik í móti," sagði Brynjar.

„Við vildum ekki tína inn 7-8 leikmenn í lok glugga þegar það er vika í mót. Það gefst aldrei vel, fara þá 4-5 leikir í það að spila hópinn saman og koma mönnum í form. Við ákváðum þegar við sáum að það var erfittað ná íslenskum leikmönnum að fá þá leikmenn sem buðust erlendis og reyna búa til góðan kjarna yfir veturinn, nota veturinn í það. Sumir af þessum leikmönnum eru með samninga sem gilda á næsta ári líka svo að við séum ekki í sömu stöðu næsta haust að þurfa endurnýja."

„Ef staðan hefði verið önnur og við hefðum átt tækifæri á að fá íslenska leikmenn með sömu gæði þá hefðum við klárlega skoðað það alveg jafnmikið og það að fá útlendinga. Það var bara ekki í boði, við vildum stjórna aðeins okkar vegferð í vetur og þetta varð niðurstaðan,"
sagði Brynjar.

Viðtalið við hann er talsvert lengra og má sjá í heild sinni í spilaranum efst.

Komnir
Kwame Quee frá Sierra Leóne
Hassan Jalloh frá HK
Ion Perello frá Fram
Dennis Nieblas frá Kýpur
Adam Árni Róbertsson frá Þrótti V.
Nuno Malheiro frá Portúgal
Eric Vales frá Slóveníu
Hrannar Ingi Magnússon frá Víkingi (á láni)
Josip Krznaric frá Slóveníu
Matevz Turkus frá Slóveníu
Mathias Munch Larsen frá Danmörku
Kristófer Leví Sigtryggsson frá Gróttu (var á láni hjá KFG)

Farnir
Dagur Austmann Hilmarsson í Fjölni
Edi Horvat til Slóveníu
Freyr Jónsson í Dalvík/Reyni
Guðjón Pétur Lýðsson í Hauka
Marko Vardic í ÍA
Óskar Örn Hauksson í Víking R.
Viktor Guðberg Hauksson í Reyni á láni
Ólafur Flóki Stephensen í Val (var á láni)
Tómas Orri Róbertsson í Breiðablik (var á láni)
Alexander Veigar Þórarinsson í ÍH
Athugasemdir
banner