Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
   fös 26. apríl 2024 18:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Lengjudeildin
Brynjar Björn
Brynjar Björn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik í fyrra.
Úr leik í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fyrir gluggalok var tilkynnt um komu níunda erlenda leikmannsins í raðir Grindavíkur. Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari Grindavíkur, ræddi við Fótbolta.net í dag.

Er þetta einhver sérstök stefna í ár? Er horft á að fara beint upp úr deildinni, eða hver er hugsunin?

„Það er margþætt. Markaðurinn í haust og í vetur á Íslandi var bara hálftómur, líflaus. Svo fer eitthvað aðeins af stað viku fyrir glugga, einhverjir lánsmenn; 10-15 lið að berjast um einhverja 3-4 leikmenn sem fara á lán. Til þess að við værum próaktífir fyrir veturinn þá fengum við 3-4 leikmenn sem komu inn í janúar/febrúar. Það voru svo 1-2 sem komu núna bara fyrir mjög stuttu. Við vorum því komnir með ágætis æfingahóp í ferúar, vildum gera það þannig og vera eins klárir og við getum fyrir fyrsta leik í móti," sagði Brynjar.

„Við vildum ekki tína inn 7-8 leikmenn í lok glugga þegar það er vika í mót. Það gefst aldrei vel, fara þá 4-5 leikir í það að spila hópinn saman og koma mönnum í form. Við ákváðum þegar við sáum að það var erfittað ná íslenskum leikmönnum að fá þá leikmenn sem buðust erlendis og reyna búa til góðan kjarna yfir veturinn, nota veturinn í það. Sumir af þessum leikmönnum eru með samninga sem gilda á næsta ári líka svo að við séum ekki í sömu stöðu næsta haust að þurfa endurnýja."

„Ef staðan hefði verið önnur og við hefðum átt tækifæri á að fá íslenska leikmenn með sömu gæði þá hefðum við klárlega skoðað það alveg jafnmikið og það að fá útlendinga. Það var bara ekki í boði, við vildum stjórna aðeins okkar vegferð í vetur og þetta varð niðurstaðan,"
sagði Brynjar.

Viðtalið við hann er talsvert lengra og má sjá í heild sinni í spilaranum efst.

Komnir
Kwame Quee frá Sierra Leóne
Hassan Jalloh frá HK
Ion Perello frá Fram
Dennis Nieblas frá Kýpur
Adam Árni Róbertsson frá Þrótti V.
Nuno Malheiro frá Portúgal
Eric Vales frá Slóveníu
Hrannar Ingi Magnússon frá Víkingi (á láni)
Josip Krznaric frá Slóveníu
Matevz Turkus frá Slóveníu
Mathias Munch Larsen frá Danmörku
Kristófer Leví Sigtryggsson frá Gróttu (var á láni hjá KFG)

Farnir
Dagur Austmann Hilmarsson í Fjölni
Edi Horvat til Slóveníu
Freyr Jónsson í Dalvík/Reyni
Guðjón Pétur Lýðsson í Hauka
Marko Vardic í ÍA
Óskar Örn Hauksson í Víking R.
Viktor Guðberg Hauksson í Reyni á láni
Ólafur Flóki Stephensen í Val (var á láni)
Tómas Orri Róbertsson í Breiðablik (var á láni)
Alexander Veigar Þórarinsson í ÍH
Athugasemdir
banner
banner
banner