Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   lau 24. september 2016 15:42
Hafliði Breiðfjörð
Kristófer: Fór að gráta eftir vítið sem tryggði sætið
Kristófer var kampakátur í leikslok eftir að hafa skorað fjögur mörk og tryggt sæti Leiknis F. í Inkasso-deildinni á ótrúlegan hátt.
Kristófer var kampakátur í leikslok eftir að hafa skorað fjögur mörk og tryggt sæti Leiknis F. í Inkasso-deildinni á ótrúlegan hátt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er eitthvað það furðulegasta sem ég hef lent í," sagði Kristófer Páll Viðarsson leikmaður Leiknis Fáskrúðsfirði eftir að liðið hafði unnið 2-7 sigur á HK í Inkasso deildinni í dag og þar með bjargað sæti sínu í deildinni. Fyrir leikinn var ljóst að Leiknir þurfti að vinna HK og Huginn að tapa fyrir Selfossi auk þess sem markasveiflan varð að vera sjö mörk. Það gekk eftir því markasveiflan varð 8 mörk með 4-1 sigri Selfoss.

Lestu um leikinn: HK 2 -  7 Leiknir F.

„Við sögðum samt fyrir leikinn að við hefðum trú á þessu og sérstaklega í hálfleik. Þá sprungum við allir, og öskruðum hvor á annan. Við ætluðum að gera þetta. Þetta er það skrítnasta sem ég hef lent í. En við sýndum að við gátum þetta og við gátum þetta."

„Ég fór á koddann í gærkvöldi með þá hugsun að við værum að fara að halda okkur í þessari deild. Ég sagði líka fyrir sumarið að ef við færum niður þá myndi ég láta klippa mig stutthærðan og það er ekki séns að ég myndi láta það gerast. Ég held hárinu!"


Kristófer skoraði fjögur mörk fyrir Leikni í leiknum, þar af var fjórða markið sem tryggði liðinu sætið í Inkasso deildinni en það skoraði hann úr vítaspyrnu í lokin. Var hann aldrei í vafa um að taka hana?

„Auðvitað var ég smeykur og ég ætla ekki að ljúga því að ég var drullustressaður. Ég fór að gráta á leiðinni til baka eftir vítið. Ég vissi reyndar ekki hvernig staðan var í hinum leiknum en ég hugsaði að þetta væri að duga. Ég ákvað bara að skjóta beint á markið eins og ég geri yfirleitt. Þetta bara hafðist."

Kristófer lá eftir fögnuðinn yfir markið þegar verið var að taka miðju og svo á endanum gat hann ekki haldið leik áfram og bað um skiptingu. Ekki meiðsli, heldur tilfinningarnar sem báru hann ofurliði.

„Ég er búinn að vera veikur heima í fjóra daga frá þriðjudegi til föstudags frá skólanum. Á 10. mínútu stoppuðu þeir leikinn því ég var out. Í hausnum var ég ekkert inni í þessum leik heldur bara out. En eitthvað innra með mér sagði mér að halda áfram. Ég gat ekki hætt í stöðunni 1-0 eftir að hafa skorað og komið mér í gang."

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner