Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   mán 09. október 2017 11:00
Magnús Már Einarsson
Strachan vill að hávaxnir Skotar eignist börn saman
Gordon Strachan.
Gordon Strachan.
Mynd: Getty Images
Gordon Strachan, landsliðsþjálfari Skota, er ósáttur við það hversu fáa hávaxna leikmenn hann er með innanborðs. Skotar eru úr leik í baráttunni um sæti á HM eftir 2-2 jafntefli gegn Slóveníu í gær. Sigur hefði komið Skotum í umspil.

„Við þurftum að velja lið sem gæti átt við þá þegar kom að hæð og styrk. Þetta er vandamál fyrir okkur því við þurfum að leggja harðar að okkur fyrir hvern bolta," sagði Strachan.

„Genalega séð erum við á eftir. Í síðustu undankeppni vorum við næstlávaxnastir á eftir Spáni."

„Kannski getum við fengið hávaxnar konur og menn til að vera saman og séð hvað þau geta gert."


Strachan segir að Skotar hafi ekki náð að ræða við hæð Slóvena í föstum leikatriðum.

„Enginn getur sagt mér að þeir séu tæknilega betri en okkar leikmenn fyrir utan kannski einn leikmann. Líkamlega séð erum við hins vegar í vandræðum."

„Við getum barist og komist í gegnum leiki með vilja og vinnusemi en það tekur mikið á."

„Það er það sem gerðist í kvöld. Þessir strákar hafa lagt svo mikið á sig. Ég vorkenni þeim en þeir geta líka verið ánægðir með sjálfa sig. Þetta er besti hópur sem ég hef unnið með."

Athugasemdir
banner
banner