Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   fös 06. apríl 2018 16:35
Magnús Már Einarsson
Guardola: Okkur var boðið að kaupa Pogba í janúar
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að Mino Raiola umboðsmaður Paul Pogba og Henrikh Mkhitaryan hafi boði leikmennina til City í félagaskiptaglugganum í janúar.

„Fyrir tveimur mánuðum bauð hann (Raiola) mér að fá Mkhitaryan og Pogba til okkar. Af hverju?" sagði Guardiola á fréttamannafundi í dag.

„Hann sagðist hafa áhuga á að láta Mkhitaryan og Pogba spila með okkur. Pogba er ótrúlegur leikmaður. Topp leikmaður."

Mkhitaryan fór til Arsenal í janúar en Pogba var áfram hjá Manchester United.

Samband Pogba og Jose Mourinho, stjóra Manchester United, hefur versnað á tímabilinu og þá ku Mourinho ekki vera ánægður með Raiola sem er víst duglegur að heimsækja æfingasvæði Manchester United og segja sínar skoðanir á hlutunum.

Manchester City og Manchester United mætast á Etihad leikvanginum á morgun en City getur tryggt sér enska meistaratitilinn með sigri þar.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner