Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 04. júní 2018 23:35
Elvar Geir Magnússon
Lið 7. umferðar - Menn að vakna til lífsins
Þrír leikmenn Stjörnunnar eru í úrvalsliðinu eftir að hafa unnið Breiðablik.
Þrír leikmenn Stjörnunnar eru í úrvalsliðinu eftir að hafa unnið Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nkumu í leiknum gegn Víkingi.
Nkumu í leiknum gegn Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
7. umferð Pepsi-deildar karla lauk í kvöld og deildin verður bara áhugaverðari og áhugaverðari!

Grindavík er á toppi deildarinnar eftir endurkomusigur gegn Fylki. Gunnar Þorsteinsson er í úrvalsliðinu og Will Daniels rétt missti af sæti en hann kom inn af krafti í leiknum og skoraði sigurmarkið.



Eyjamenn eru komnir á flott skrið en þeir unnu flottan 2-0 sigur gegn KR. Aðra umferðina í röð er Kristján Guðmundsson þjálfari umferðarinnar. Varnarmaðurinn ungi Sigurður Arnar Magnússon er í hjarta varnarinnar en hann skoraði í leiknum. Þá var Priestley Griffiths einnig hörkugóður og í úrvalsliðinu spilum við honum við hlið Sigurðar.

Íslandsmeistarar Vals unnu sannfærandi 2-0 útisigur gegn Fjölni. Arnar Sveinn Geirsson er mættur eftir lán og var virkilega öflugur. Þá er Kristinn Freyr Sigurðsson einnig í liðinu, hann hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar í upphafi móts en var flottur á gamla heimavellinum í Grafarvogi og skoraði annað mark leiksins.

Eins og Kristinn þá hafði Hallgrímur Mar Steingrímsson ekki byrjað mótið af nægilegum krafti en hann hrökk skemmtilega í gang í mikilvægum 4-1 sigri gegn Víkingi. Tvær stoðsendingar og mark. Archange Nkumu átti einnig mög góðan leik hjá KA.

Haraldur Björnsson ver mark úrvalsliðsins eftir 1-0 útisigur gegn Breiðabliki. Haraldur tók glæsilega vörslu þegar um tíu mínútur voru eftir og kom í veg fyrir jöfnunarmark. Þá eru Baldur Sigurðsson og Þorsteinn Már Ragnarsson einnig í liðinu en Þorsteinn krækti í vítið sem Hilmar Árni Halldórsson skoraði sigurmarkið úr.

Þá gerði botnlið Keflavíkur jafntefli gegn FH í Kaplakrika þar sem Hólmar Örn Rúnarsson var valinn maður leiksins.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner