Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   lau 27. apríl 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn í dag - Atlético og Athletic berjast um meistaradeildarsætið
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Las Palmas og Girona eigast við í hádegisleiknum í efstu deild spænska boltans í dag. Bæði lið sigla lygnan sjó, Las Palmas er búið að tapa fimm leikjum í röð og situr í neðri hluta deildarinnar á meðan Girona er í þriðja sætinu og freistar þess að klifra yfir Barcelona og upp í annað sætið.

Botnlið Almeria getur þá loksins fallið þegar Getafe kíkir í heimsókn, þar sem allt nema sigur mun fella Almeria aftur niður í B-deildina. Liðinu hefur aðeins tekist að sigra einn deildarleik af 32 á tímabilinu.

Alaves tekur svo á móti Celta Vigo sem getur farið langleiðina með að bjarga sér endanlega frá falli með sigri, áður en stórleikur dagsins fer fram í höfuðborginni.

Atlético Madrid tekur þar á móti nöfnum sínum í Athletic Bilbao í hörðum slag um síðasta meistaradeildarsætið. Það eru aðeins þrjú stig sem skilja þessi lið að þegar sex umferðir eru eftir af deildartímabilinu.

Leikir dagsins:
12:00 Las Palmas - Girona
14:15 Almeria - Getafe
16:30 Alaves - Celta
19:00 Atletico Madrid - Athletic Bilbao
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 34 27 6 1 74 22 +52 87
2 Girona 34 23 5 6 73 42 +31 74
3 Barcelona 34 22 7 5 70 43 +27 73
4 Atletico Madrid 34 21 4 9 63 39 +24 67
5 Athletic 34 17 10 7 55 33 +22 61
6 Real Sociedad 34 14 12 8 48 35 +13 54
7 Betis 34 13 13 8 43 39 +4 52
8 Valencia 34 13 8 13 37 39 -2 47
9 Villarreal 34 12 9 13 56 58 -2 45
10 Getafe 34 10 13 11 41 47 -6 43
11 Sevilla 34 10 11 13 45 46 -1 41
12 Alaves 34 11 8 15 32 38 -6 41
13 Osasuna 34 11 6 17 37 51 -14 39
14 Las Palmas 34 10 7 17 30 43 -13 37
15 Vallecano 34 7 13 14 27 43 -16 34
16 Celta 34 8 10 16 40 52 -12 34
17 Mallorca 34 6 14 14 27 40 -13 32
18 Cadiz 34 4 14 16 23 49 -26 26
19 Granada CF 34 4 9 21 36 64 -28 21
20 Almeria 34 2 11 21 33 67 -34 17
Athugasemdir
banner
banner