Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   lau 27. apríl 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Juve og Milan berjast um annað sætið
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ítalska helgin hófst í gær þegar Salernitana féll úr efstu deild og í dag heldur fjörið áfram þegar Lecce og Monza eigast við um miðja deild áður en stórleik dagsins ber að garði.

Þar á stórveldi Juventus heimaleik gegn AC Milan og eru liðin í baráttu um annað sæti deildarinnar. Þar er Milan þó með fimm stiga forystu þegar fimm umferðir eru eftir af tímabilinu.

Hvorki Juve né Milan hafa unnið síðustu tvo deildarleiki sína og eru bæði lið svo gott sem örugg með sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á næstu leiktíð.

Lazio og Verona eigast við í lokaleik dagsins og munu bæði lið spila til að sigra. Lazio er í harðri baráttu um evrópudeildarsæti á meðan Verona er þremur stigum frá fallsvæðinu.

Leikir dagsins:
13:00 Lecce - Monza
16:00 Juventus - Milan
18:45 Lazio - Verona
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 35 28 5 2 81 19 +62 89
2 Milan 35 21 8 6 67 42 +25 71
3 Juventus 35 18 12 5 48 27 +21 66
4 Bologna 35 17 13 5 49 27 +22 64
5 Atalanta 34 18 6 10 63 38 +25 60
6 Roma 35 17 9 9 62 42 +20 60
7 Lazio 35 17 5 13 45 37 +8 56
8 Napoli 35 13 12 10 53 44 +9 51
9 Fiorentina 34 14 8 12 51 39 +12 50
10 Torino 35 11 14 10 31 31 0 47
11 Monza 35 11 12 12 38 46 -8 45
12 Genoa 35 10 13 12 41 43 -2 43
13 Lecce 35 8 13 14 32 50 -18 37
14 Verona 35 8 10 17 33 46 -13 34
15 Cagliari 35 7 12 16 37 60 -23 33
16 Frosinone 35 7 11 17 43 63 -20 32
17 Empoli 35 8 8 19 26 50 -24 32
18 Udinese 35 4 18 13 33 52 -19 30
19 Sassuolo 35 7 8 20 41 70 -29 29
20 Salernitana 35 2 9 24 27 75 -48 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner