Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   lau 27. apríl 2024 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Engin pressa frá honum og engin pressa á honum
Mættur aftur í Val.
Mættur aftur í Val.
Mynd: Valur
„Hugmyndin kemur frá honum, hann langaði að fá að mæta og byrja aftur í fótbolta," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, þegar hann var spurður út í Ólaf Karl Finsen í viðtali í gær.

Óli Kalli fékk félagaskipti í Val á lokadegi félagaskiptagluggans en hann hafði lagt skóna á hilluna í vetur.

„Það vita allir hvað Óli getur í fótbolta, hann var mjög öflugur með Fylki í fyrra. Hann er toppdrengur og er með rosalega gott orðspor í Val. Þegar beiðnin kom frá honum var auðvelt að verða við henni."

„Það er engin pressa á honum, engin pressa heldur frá honum um eitthvað ákveðið. Hann vill fá að æfa og hafa gaman af því að spila fótbolta. Svo má vel vera að eftir einhvern X tíma þá verði hann klár og þá kannski fær hann einhverjar mínútur. Það eru engar frekari pælingar með það,"
sagði Arnar.

Óli Kalli er 32 ára miðju/sóknarmaður sem varð Íslandsmeistari með Val árið 2018.
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Athugasemdir
banner
banner