Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   fös 26. apríl 2024 21:06
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool nær samkomulagi um Slot
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
BBC er meðal fjölmiðla sem greina frá því að Liverpool og Feyenoord hafi náð samkomulagi um kaupverð fyrir þjálfarann Arne Slot, sem mun taka við þjálfarastarfinu af Jürgen Klopp eftir tímabilið.

   26.04.2024 15:07
Klopp hrifinn af Slot - „Ef hann er lausnin þá er ég meira en ánægður"


Slot er 45 ára Hollendingur sem hefur þjálfað Feyenoord frá 2021 og gert frábæra hluti með liðið. Feyenoord vann hollensku deildina undir hans stjórn í fyrra og hampaði liðið bikarnum í ár.

Það voru margir þjálfarar, svo sem Ruben Amorim og Xabi Alonso, orðaðir við stöðuna hjá Liverpool og virðist ríkja ánægja með valið á Slot.

Liverpool og Slot eiga eftir að ganga frá samningsmálum en þetta er ekki í fyrsta sinn sem þjálfarinn er orðaður við ensku úrvalsdeildina, eftir að hann var sterklega orðaður við þjálfarastarfið hjá Tottenham í fyrra. Ange Postecoglou var að lokum ráðinn í það starf.

   26.04.2024 12:30
Góður möguleiki á því að samkomulag náist um Slot um helgina

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner